Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá­ auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli­ og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli­ og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Skólar í fremstu röð Um miðja síðustu viku tók það að kvisast út að vestlenskir skólar hefðu verið að gera það verulega gott í íslenska skólaheiminum. Íslensku menntaverðlaunin eru nokkurs konar uppskeruhátíð þess fólks sem kemur að starfi í skólum landsins. Áhugaverð verkefni eru tilnefnd og síðan er það dómnefnd sem vinnur úr þeim og velur verðlaunahafa. Þrír skólar úr okkar landshlutum voru tilnefndir, hver á sínu skólastigi. Akra- sel á Akranesi í flokki leikskóla fyrir áherslu í umhverfismálum, Grunn- skóli Snæfellsbæjar fyrir áherslu á kennslu í átthagafræði og loks fékk Menntaskóli Borgarfjarðar sérstök hvatningarverðlaun fyrir metnaðar- fulla námskrá. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska hlutaðeigandi skólum til ham- ingju með glæsilegan árangur. Það er ánægjulegt að fá þarna staðfestingu á að allir eru þessir skólar, hver á sinn hátt, að vinna brautryðjendastarf sem eftir er tekið á landsvísu. Gott starf í skólum er nefnilega óendan- lega mikil vægt. Við felum jú skólastofnunum umsjón og fræðslu barn- anna okkar og ef við vitum að það starf sé gert af metnaði og áhuga getum við andað léttar. Sjálfkrafa gerist svo, þegar einn skóli er verð- launaður, þá smitar það út til annarra því auðvitað vilja allir gera sem best þeir geta og kunna. Nú vill það svo vel til að hér í Skessuhorni hafa verið sagðar nokkrar ef ekki margar fréttir af þeim verkefnum sem nú voru að vinna til verðlauna. Grunnurinn að þeim verðlaunum sem Grunnskóli Snæfellsbæjar vann nú má til dæmis rekja til fyrstu ára aldarinnar, þegar Haukur Þórðar- son frá Ölkeldu var að kenna nemendum sínum í Lýsuskóla. Hann tók sig til með aðstoð nemenda sinna og saman virkjuðu þeir bæjarlækinn. Til varð rafmagn, ljóstíra á peru. Ég man svo vel eftir fréttum hjá okkur í Skessuhorni á sínum tíma um þetta framtak sem þótti stórmerkilegt enda vann það þá þegar til verðlauna. Síðan var þessi áhersla á náttúruna og umhverfið víkkuð út og árið 2009 var samin námskrá um átthagafræði í sameinuðum grunnskólum Snæfellsbæjar. Með þessari fræðslu er lögð áhersla á að unga fólkið kynnist sinni heimabyggð; náttúru, atvinnulífi og menningu, því saman virkar þetta sem ein heild. Afraksturinn verður síðan sá að nemendur þekkja umhverfi sitt betur en ella og verða því miklu líklegri til að kjósa að setjast þar að þegar annarri skólagöngu lýkur. Í Menntaskóla Borgarfjarðar hefur á þessu ári sömuleiðis verið unnið mikið að þróun og breytingu námskrár. Allt hefur verið lagt í sölurnar til að gera námið lifandi og skemmtilegra en ella. Skólinn er ekki gamall í árum talið en ákveðið var í upphafi að hann skyldi einatt vera í farar- broddi. Skólinn var til dæmis sá fyrsti til að innleiða að allir nemendur hefðu fartölvu sér við hönd og framsetning náms og miðlun var því með öðru sniði. Nú er unnið að breytingum til að búa nemendur sem best undir líf og störf í samfélagi sem sífellt er að taka breytingum. Hvort sem horft er til fjórðu iðnbyltingarinnar, umhverfismála eða heimsmark- miða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Lýðfræðilegar áskoranir kalla á aukna nýsköpun á öllum sviðum mannlífs og samfélags og skólinn vill einfaldlega fylgja þeirri þróun, ekki sitja eftir. Ef til vill má segja að skólinn hafi meiri snerpu en aðrir skólar í ljósi smæðar sinnar, en ekki síst vegna þess að það er hreinlega stefnan að vera síkvikur og lifandi skóli. Þá gildir ekki að vera með staðnaða námskrá, því þá velja ung- mennin auðvitað að fara annað til náms. Ég gleðst fyrir hönd skólanna okkar fyrir þessa glæsilegu viður- kenningu sem þeir fá með Íslensku menntaverðlaunum. Gildi góðrar menntunar og framúrskarandi skóla verður seint ofmetið í samfélagi okkar. Nú höfum við staðfestingu á að víða er hér unnið af metnaði og skarað framúr á landsvísu. Magnús Magnússon Margir kannast við Ensku húsin sem standa við Langá á Mýrum um 7 kílómetra vestur af Borgar- nesi. Síðastliðin sextíu ár hafa þau verið í eigu fjölskyldu Ragn- heiðar G. Jóhannesdóttur og eigin- manns hennar Stefáns Ólafssonar á Litlu-Brekku. En nú hefur orðið breyting á því og Eyja fjárfestingar- félag, sem er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjart- ansdóttur, hefur fest kaup á hús- unum og því landi sem þeim til- heyrir. Þau eru einnig eigendur nágrannajarðarinnar Langárfoss. Elsta veiðihús landsins Langá rennur með löndum jarðar- innar Ánabrekku þar sem Ragn- heiður er fædd og uppalin. Faðir hennar var Jóhannes Guðmunds- son og hafði hann ásamt konu sinni Ásu Ólafsdóttur keypt veiðiréttindi árinnar og veiðihúsið gamla á árunum 1943-1964 í áföngum. Það er elsti hluti Ensku húsanna í dag og var nýtt sem veiðihús til ársins 1998, en eftir það sem gistiheimili. Gamla húsið var byggt árið 1884 af Pétri Péturssyni snikk- ari á Langárfossi sem bjó svo þar í um það bil tíu ár ásamt fjölskyldu sinni. Þá flutti hann til Vestur- heims og seldi húsið og jörðina sr. Einari Friðgeirssyni presti á Borg. Á þeim tíma voru erlendir veiði- menn farnir að sækja í að veiða í íslenskum ám og Einar sá sér leik á borði og keypti allan veiðiréttinn í ánni og leigði hana út. Við það tækifæri breytti hann íbúðarhúsi Péturs í veiðihús. Þetta gerist fyrir aldamótin 1900 svo líklega er húsið elsta veiðihús landsins. Miklar endurbætur gerðar Þess má geta að Stefán á Litlu- Brekku er reyndur smiður. Ekki síst hefur hann sérhæft sig í að gera upp gömul hús. Má þar nefna Hvamms- kirkju í Norðurárdal, Reykholts- kirkju, Akrakirkju á Mýrum og Borgarkirkju í Borgarhreppi auk gamla íbúðarhússins í Galtarholti í sömu sveit og fleiri. Hann hefur gegnum tíðina gert miklar endur- bætur á Ensku húsunum auk við- bygginga og hafa þau verið nýtt undir ferðaþjónustu síðast liðinn aldarfjórðung eða svo. gj Hæstiréttur kvað síðastliðinn miðvikudag upp dóm í þremur skerðingarmálum sem einstaklingar höfðuðu fyrir hönd Gráa hersins gegn ríkinu. Hæstiréttur staðfesti dóma Héraðsdóms í málunum, en í héraði var ríkið sýknað af kröfum þremenninganna. Hér- aðsdómur taldi að lífeyrisréttur- inn í almannatryggingakerfinu væri stjórnarskrárvarinn en gerði ekki athugasemdir við fyrirkomu- lagið sem ríkið notar við greiðslur ellilífeyris. Það gerir Hæstiréttur heldur ekki. Það er því niðurstaðan á þessum tveimur dómstigum að skerðingarnar eins og þær eru not- aðar í almannatryggingakerfinu séu í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ingibjörg H Sverrisdóttir, ein þremenninganna sem höfðaði málið fyrir hönd Gráa hersins, segir niðurstöðu Hæstaréttar von- brigði vegna þess að þau hafi haft væntingar um að það yrði hægt að hrinda því óréttlæti sem fjöldi eldra fólks býr við í almannatrygginga- kerfinu. Sjálf þurfi hún að greiða 74% jaðarskatt. „Það er ekkert skrítið að maður upplifi það sem óréttlæti. Ef ég vinn fyrir meiru en 200.000 krónum á mánuði, sem er heimilt að gera, þarf ég að greiða 74% skatt af því sem er umfram,“ segir hún í samtali við vefinn Lifðu núna. Ingibjörg segir að fjöldi fólks í samfélaginu sé í sömu stöðu og hún. „Ég borga skatt í miðþrepi af 200.000 krónunum, en um leið og ég fer fram yfir það er ég komin í allt aðra skattprósentu en fólk í samfélaginu almennt.“ Ingibjörg segir að lögmenn Gráa hersins eigi eftir að fara betur yfir málin og eitt af því sem komi til álita sé að skjóta þeim til Mannréttindadómstólsins í Strassburg. mm Grái herinn tapaði skerðingarmálunum í Hæstarétti Ensku húsin skipta um eigendur Ensku húsin, elsti hlutinn fyrir miðju myndar. Ljósm. gj. Ensku húsin við Langá. Ljósm. úr safni. Oran Campel, skoskur aðalsmaður við veiðar á bökkum Langár. Hann keypti húsin um aldamótin 1900 og átti þau í rúmlega 20 ár. Ljósm. úr safni. Hús Hæstaréttar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.