Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 13 Um næstu helgi mun Guðlaugur Jón Bjarnason myndlistarmaður opna sýningu á verkum sínum í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Hann er fæddur á Selfossi árið 1949 og er ævistarf hans sjómennska og málara- list. Fyrir nokkrum árum varð Guð- laugur fyrir því óláni að detta á heim- ili sínu og liggja bjargarlaus í tals- verðan tíma, gat ekki látið vita af sér. „Ég datt illa. Var þá einn heima og gat ekki gert vart við mig. Ég hafði áður fengið blóðtappa en í kjölfar þessa slyss lamaðist ég á vinstri hlið. Kollurinn er þó í lagi sem og hægri hendin.“ Eftir slysið tók við endur- þjálfun og þurfti Guðlaugur í kjöl- farið að fá inni á hjúkrunarheim- ili. Ekki var laust pláss á hjúkrunar- eða dvalarheimili á höfuðborgar- svæðinu og var Guðlaugi fyrst boðið pláss í Brákarhlíð, en var einnig um nokkurra mánaða skeið á dvalarheim- ilinu í Stykkishólmi. Hann kom svo að nýju í Brákarhlíð og fékk þá leyfi til þess að stunda myndlist inni á her- bergi sínu. Það hentaði honum ekki að stunda málaralistina í iðjunni í Brákarhlíð, sem er lokuð um helgar. Blaðamaður Skessuhorns leit í heim- sókn til Guðlaugs í herbergi hans í Hvammi í Brákarhlíð. Þar undirbýr hann nú sýninguna. Fór ungur til sjós Guðlaugur Jón, sem einatt notar listamannsnafn sitt Gulli, fæddist árið 1949 og ólst upp á Selfossi þar sem þá bjuggu rétt yfir þús- und manns. Lífið snerist um kaup- félagið og Mjólkurbúið en þessi fyrir tæki voru burðarásar í atvinnu- lífinu á þeim tíma. Hann kveðst strax sem barn hafa fengið áhuga fyrir að teikna. „Ég tók þátt í öllum teiknisamkeppnum í skóla og vann, þannig að það má segja að áhuginn fyrir list hafi alltaf verið til staðar. Svo þegar ég var 17 ára fór ég fyrst á sjó til að vinna fyrir mér. Pabbi hafði þekkt útgerðarmann í Reykjavík og ég fékk pláss á Sædísi RE-63. Síðar átti ég eftir að fá pláss á tog- og neta- bátnum Hafnarborg RE þar sem ég var í tvo áratugi. Um borð var ég hins vegar alltaf að mála þegar ekki var unnið uppi á dekki,“ segir Gulli. Haldið til náms „Ég ákveð svo að söðla um, fór í nám í myndlist, fyrst í Myndlista- og handíðaskóla Íslands en síðar átti ég eftir að ljúka námi við myndhöggv- aradeild MHÍ árið 1988 og sótti svo steinhöggvaranámskeið á Gotlandi sama ár.“ Hann var þátttakandi í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989 og um haustið hélt hann til Edinborgar. Þar lauk hann Diploma of fine Art í Sculpture Scool of Edinburgh árið 1990. Síðar sama ár settist hann í Kunstakademie Dusseldorf og útskrifaðist þaðan sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova árið 1994. Árið 1995 sett- ist Gulli svo að í Mönchengladbach í nágrenni Berlínar og síðar í Berlín og bjó þar. Þar bjó hann til ársins 2012 er hann snéri á ný til Íslands og hefur átt lögheimili í Reykjavík síðan, en eftir veikindin hefur hann verið íbúi á Brákarhlíð. Guðlaugur hefur í áranna rás ástundað málaralist, höggmyndalist, ljósmyndun og innsetningar ýmis- konar. Hann hefur haldið fjölda sýn- inga á ferli sínum, bæði hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýn- ingum, ýmsum verkefnum og list- rænum uppákomum í Skotlandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi. „Ég var orðinn 35 ára þegar ég fór erlendis í nám. Hins vegar hafði ég alltaf verið að mála um borð í skip- unum, mest vatnslitamyndir. Ég hef alltaf haft mest gaman af því að mála á staðnum, ekki eftir ljósmyndum. Síðustu árin hef ég svo einbeitt mér að olíumálverkum á striga.“ Fjarri sínu fólki Gulli kveðst engan veginn sáttur við það hlutskipti sitt að fá ekki að ráða í hvaða sveitarfélagi hann býr, þegar heilsan leyfir ekki að búið sé heima. „Þó vil ég taka það skýrt fram að það er afskaplega gott að vera hér í Brákarhlíð. Ég er ánægður með þá umönnun sem ég fæ og hér er gott starfsfólk. Hins vegar langar mig að geta farið oftar til Reykjavíkur þar sem fjórar af fimm dætrum mínum búa. Fimmta dóttirin býr í Þýskalandi en hana átti ég með þýskri móður hennar. Ég er hins vegar ósáttur með hversu ferðaþjónusta fatlaðra er bágborin. Ég er í raun lokaður hér inni og fæ lítið að fara þar sem ég má ekki ferðast út fyrir Borgar nes, sökum kostnaðar við það. Kerfið hvað þetta snertir er bara alls ekki í lagi í ljósi þess að ég og fjölmargir aðrir fáum ekki að ráða í hvaða sveitarfélagi við búum. Það skortir því greinilega að byggt sé meira af þjónustu- og íbúðarúrræðum fyrir eldra fólk,“ segir Gulli með festu. Básúnuleikur við opnunina Gulli kveðst þó þakklátur fyrir að fá að sinna listsköpun sinni á því her- bergi sem hann dvelur í. „Hægri höndin er í lagi og höfuðið einnig og því get ég málað. Þetta heldur mér í gangi,“ segir hann. Mynd- irnar á sýningu Gulla um næstu helgi eru allar málaðar á árunum 2020-22 og verður um sölusýningu að ræða. Formleg sýningaropnun verður sunnudaginn 13. nóvem- ber frá klukkan 14-16. Klukkan 15 mun dóttir Gulla, Ingibjörg Guð- laugsdóttir, spila á básúnu, en hún starfar sem tónlistarkennari ásamt því að spila í Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur. Gulli hvetur Borgfirðnga og aðra lesendur til að koma við opnun sýningarinnar, en sýningin verður áfram opin á opnunartíma Safna- húss Borgarfjarðar. mm Guðlaugur opnar myndlistarsýningu um næstu helgi Guðlaugur Jón Bjarnason, Gulli, með pensilinn á lofti og trönurnar inni í herberginu sínu í Brákarhlíð. S K E S S U H O R N 2 02 2 Stuðningsfjöl­ skyldur fyrir börn óskast Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar leitar eftir fjölskyldum/einstaklingum sem eru tilbúnar að gerast stuðningsfjölskyldur fyrir börn. Hlutverk stuðningsfjölskyldna felst í því að taka barn/börn inn á heimilið í stuttan tíma, að jafnaði eina-tvær helgar í mánuði skv. samningi þar um. Um er að ræða börn með fötlun og/eða börn sem þurfa stuðning. Við leitum að fjölskyldum/einstaklingum sem eru færir um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum. Um er að ræða verktakavinnu. Frekari upplýsingar og reglur Hvalfjarðarsveitar um stuðningfjölskyldur má finna hér: https://www.hvalfjardarsveit.is/static/files/Reglur/ studningsfjolskyldur Nánari upplýsingar veitir Elín Thelma Róbertsdóttir, félagsmálastjóra í síma 433-8500 eða á netfanginu felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is S K E S S U H O R N 2 02 2 Liðveitendur og persónulegir ráðgjafar óskast fyrir börn Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir einstaklingum til starfa sem liðveitendur og persónulegir ráðgjafar fyrir börn og unglinga. Við leitum að einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri, óháð kyni. Um er að ræða hlutastörf, yfirleitt seinnipart dags og/eða um helgar og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Félagsleg liðveisla er veitt fötluðum börnum og hefur það markmið að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun til dæmis til þess að njóta menningarlífs, félagslífs og tómstunda ásamt því að auka félagsfærni viðkomandi. Persónulegur ráðgjafi hefur svipað hlutverk og liðveitandi og er úrræði skv. barnaverndarlögum. Umsókn um starf má finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar: https://www.hvalfjardarsveit.is/is/stjornsysla/ eydublod/umsokn-um-atvinnu Nánari upplýsingar veitir Elín Thelma Róbertsdóttir, félagsmálastjóra í síma 433-8500 eða á netfanginu felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.