Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 19 Vetrarfrí var í grunnskólanum í Stykkishólmi á mánudag í liðinni viku þegar hrekkjavaka var haldin um nær allan heim. Var því ákveðið að fresta henni í Stykkishólmi þar sem mörg börn voru ekki heima. Þriðjudaginn 2. nóvember stóð for- eldrafélag grunnskólans svo fyrir hrekkjavökugöngu í samstarfi við ungmenni í félagsmiðstöðinni og Norska húsið en því hafði einmitt verið breytt í Hús hinna fram- liðnu, e.k. draugahús. Í drauga- húsinu voru elstu bekkir grunn- skólans með hryllingsatriði fyrir þá sem þorðu þangað inn, en þar var líka boðið upp á nammi og andlits- málningu. Þá gengu krakkar í hús milli klukkan 18 og 20 og bönkuðu upp á í þeim húsum sem voru skreytt með hrekkjavökuskrauti og fengu gotterí í pokann sinn. gbþ/ Ljósm. Jón Sindri Emilsson „Ertu með Samkaup appið?“ „Þegar það kemur einhver inn í búð þar sem þú ert að vinna þá áttu að bjóða hana velkomna, bara segja Hæ og hvað er að frétta? Sama hvort sem þú þekkir manneskjuna eða ekki, hvort sem hún er svört eða hvít eða það vantar á hana hægri löpp, þá hagar þú þér ekki eins og fífl,“ segir Rebecca um þjónustustarf almennt í verslunum. „Ég brosi til allra og það getur vel verið að ég eigi slæma daga en ég læt það aldrei bitna á viðskipta- vinum mínum og ég tala alltaf við þá, það er vinnan mín. Og á meðan allir aðrir fóru út að reykja þá sinnti ég minni vinnu,“ segir Rebecca og bætir við að margoft hafi það komið fyrir að hún hafi ein séð um alla búðina á meðan allir hinir starfs- mennirnir voru í reykingapásu, en sjálf reykir hún ekki. „Og það kom fyrir um daginn að allt í einu fylltist búðin á meðan og ég reyndi að kalla á þau og biðja um aðstoð en enginn kom. Og svo þegar þau eru búin að reykja þá eru þau líka búin að hlæja og tala saman og þá tala þau ekkert við mig. Þannig að ég tala bara við viðskiptavinina frekar: „Góðan dag, vissir þú að við erum með tilboð á kaffi og kleinum, ótrúlega gott til- boð!“ Ertu með Samkaup appið, á ég ekki að hjálpa þér að setja appið upp, - og svo er maður bara rekinn.“ gbþ Hrekkjavökuganga í Stykkishólmi Grikk eða gott? Krakkar í elstu bekkjum grunnskólans sáu um að skreyta og skelfa í húsi hinna framliðnu. Draugur fyrir utan hús hinna fram- liðnu - Norska húsið. Ógnvekjandi skreytingar víðs vegar um bæinn. Hafdís Birna og Hrafn Ágúst Jónsbörn. Gengið í hús í hólminum. Það hefur greinilega ekki verið þurrkað af nýlega í Húsi hinna framliðnu. Endilega fáið ykkur kaffi og með því. Rebecca mætti í vinnuna sem raðmorðingi, með grænt hár og blóð í andliti og á fötum. Hér er hún nýkomin í vinnuna en þar var búið að skreyta fyrir hrekkjavöku- viðburð sem var á dagskrá síðar um daginn. Ljósm. úr einkasafni Hér er Rebecca komin heim úr vinnu, eftir að hafa verið sagt upp. Tárin hafa að mestu máð málninguna af andlitinu. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.