Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 11 Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi hlaut hvatningarverð- laun Íslensku menntaverðlaun- anna. Verðlaunin eru fyrir fram- sækna endurskoðun á námskrá skól- ans. Það var Gerður Kristný rithöf- undur sem afhenti fulltrúum skól- ans verðlaunin. Með Braga Þór Svavarssyni skólameistara voru í för þau Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðar- skólameistari, Signý Óskars- dóttir verkefnastjóri skólaþróunar, Helgi Haukur Hauksson formaður stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar og Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson formaður nemendaráðs MB. Áhersla á skapandi og greinandi hugsun Í tilkynningu frá MB segir að skólinn hafi farið í gerð þessara breytinga með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir líf og störf í síbreytilegu samfélagi. Stóru málin í heiminum eru þar sérstaklega nefnd, eins og fjórða iðnbyltingin, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, ásamt lýðfræðilegum áskor- unum er kalla á aukna nýsköpun á öllum sviðum mannlífs og samfélags. Það gerir skólinn með því að leggja enn meiri áherslu á að við útskrift búi ungt fólk yfir hæfni og eiginleikum til að geta tekið þátt í að móta nýjar lausnir í góðri sam- vinnu við aðra og þvert á greinar til þess að mæta áskorunum í nútíð og framtíð. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun, virka þátt- töku og samfélagslegar tengingar, tæknilæsi og mat á upplýsingum, öflun og miðlun þekkingar og upp- lýsinga með faglegum hætti, sam- starfs- og samskiptahæfni, þraut- seigju og mat á eigin framvindu. Lífsnám og stafræn hönnun Kennarar skólans hafa, í víðtæku samráði, meðal annars við nem- endur, innleitt svokallað Lífsnám, sem eru áfangar um það sem skiptir máli í lífinu að mati nem- enda; kynlíf, geðheilbrigði, fjár- mál, umhverfismál, jafnrétti og mannréttindi. Stafrænni hönnun og miðlun hefur verið fléttað inn í alla áfanga og allir nemendur leggja stund á áfanga þar sem þeir takast á við vísindi, tækni, verk- fræði, listsköpun og stærðfræði (STEAM-áfanga). Þá hefur verið komið á fót náms- og kennslurými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu sem ber heitið Kvikan og hefur það hlutverk að styðja við nám og kennslu í öllum áföngum skólans með aðgengi að tækjum og hug- búnaði til sköpunar í víðum skiln- ingi og miðlunar efnis. Fern önnur menntaverðlaun voru afhent við sama tækifæri og sjá má nánar um þetta á heima- síðu Íslensku menntaverðlaunanna. https://skolathroun.is/mennta- verdlaun/ Nánar má fræðast um skólaþróunarverkefni MB https:// menntaborg.is/skolathroun/ Við þetta má bæta að eins og fram kemur í annarri frétt hér í blaðinu þá hlaut Grunnskóli Snæ- fellsbæjar verðlaun í flokki fram- úrskarandi þróunarverkefna fyrir átthagafræðinám sitt. gj MB fékk viðurkenningu fyrir framsækna endurskoðun námskrár Fulltrúar MB við afhendingu verðlaunanna á Bessastöðum. Ljósm. forsetaembættið. Bragi Þór tekur við verðlaununum fyrir hönd skólans. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi stjórnanda sem er tilbúinn að leiða virka skólaþróun og faglegt starf með áherslu á framþróun, lausnaleit og styrkingu leikskólastigsins í samvinnu við skóla- og nærsamfélagið. Á Leikskólanum Sólvöllum eru milli 45-60 börn á aldrinum 12 mánaða til 4 ára. Sérstök fimm ára leikskóladeild er rekin undir Grunnskóla Grundarfjarðar og er samstarf gott á milli skólanna. Leikskólinn er nú í spennandi vinnu við uppbyggingu innra starfs, stjórnun og mótun skólanámskrár. Framundan er endurskoðun á skólastefnu, mótun á framtíðarsýn og gerð innleiðingaráætlunar með skýrum viðmiðum um gæði skólastarfs. Hlutverk leikskólastjóra er mikilvægt í þessari vinnu og gefst hér tækifæri til að taka þátt í að auka gæði skólastarfs enn frekar í metnaðarfullu skólaumhverfi. Starfssvið Leikskólastjóri hefur faglega forystu um kennslu og þróun skólastarfs, stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauð og starfsemi leikskólans. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu bæjarins. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun (leyfisbréf) og kennslureynsla er skilyrði • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er kostur • Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun er kostur • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi er skilyrði • Færni í að tjá sig á íslensku, í töluðu og rituðu máli, er skilyrði Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð skv. ákvæðum laga sem um starfið gilda. Nánari upplýsingar veitir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á bjorg@grundarfjordur.is. Umsóknir sendist á framangreint netfang. Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta. SK ES SU H O R N 2 02 2 Grundarfjarðarbær auglýsir starf skólastjóra Leikskólans Sólvalla laust til umsóknar Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2022. Ráðið er í starfið frá 1. janúar nk. eða skv. samkomulagi. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru öll kyn hvött til að sækja um starfið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.