Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202214
Föstudaginn 4. nóvember fengu 21
verkefni styrk úr frumkvæðissjóði
DalaAuðs, við hátíðlega athöfn
að Laugum í Sælingsdal. Þetta
var fyrsta úthlutun úr sjóðnum
og var heildarupphæð styrkjanna
12.250.000 krónur en lagt er upp
með að úthlutað verði styrkjum úr
sjóðnum árlega næstu ár, á meðan
verkefnið DalaAuður er í gangi.
Af þeim 30 umsóknum sem bárust
fengu 21 þeirra styrk, allt frá 150 til
1.600 þúsund krónur.
Umhverfisvænni
og heilbrigðari
landbúnaður
Hæsta styrkinn fékk verkefnið
Umhverfisvænni og heilbrigðari land-
búnaður með hjálp Bokashi, og voru
umsækjendur þau Anna Berglind
Halldórsdóttir og Ólafur Bragi
Halldórsson, bændur á Magnús-
skógum III. Bokashi er ákveðin
aðferð sem notuð er til að brjóta
niður alls konar tilfallandi lífrænan
úrgang svo úr verður lífrænt bæti-
efni sem notað er til að gera jarð-
veg næringarríkari. Hyggjast ábú-
endur í Magnússkógum innleiða þá
aðferð á bæ sínum.
Sjúkraþjálfaraaðstaða
í Búðardal
Næsthæsta styrkinn, 1.300.000
krónur fékk verkefnið Sjúkraþjálf-
araaðstaða í Búðardal sem Ingibjörg
Jóhannsdóttir veitti viðtöku fyrir
hönd Ungmennafélagsins Ólafs
Pá. Ungmennafélagið rekur nú
þegar líkamsræktarsal í Búðardal
og gengur verkefnið út á að setja
þar upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálf-
ara í einu herbergi. Aðstaðan yrði
þá fullbúin og gæti sjúkraþjálfari
leigt aðstöðuna með öllum búnaði
sem þarf til að sinna sjúkraþjálfun.
Þá gæti aðstaðan einnig nýst fyrir
nuddara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa
o.fl.
Önnur verkefni sem hlutu styrk
úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs árið
2022 voru:
Verkefnið Complete vocal söng-
námskeið
Fær 150.000 kr. í styrk
Umsækjandi er Guðmundur
Sveinn Bæringsson
Er líða fer að jólum
200.000 kr.
Umsækjandi er Alexandra Jóns-
dóttir
Námskeið í kjötvinnslu
200.000 kr.
Umsækjandi er Skúli Hreinn Guð-
björnsson
Dalablaðið á netinu
200.000 kr
Umsækjandi er Sögufélag Dala-
manna og Kruss ehf
Rafíþróttadeild Undra
200.000 kr
Umsækjandi er Íþróttafélagið
Undri
Skarðsstöð – deiliskipulagsgerð
fyrir ferðaþjónustu
250.000 kr
Umsækjandi er Harpa Helgadóttir
Good Morning Iceland
350.000 kr
Umsækjendur eru Alexandre
Jean-Francois Vicente og Malou
Havaiki Cervantes
Fótadalsvirkjun
400.000 kr
Umsækjandi er Guðlaugur
S. Sigurgeirsson ehf.
Gönguleið
Fellsströnd – Skarðsströnd
400.000 kr
Umsækjendur eru Guðmundur
Halldórsson og Trausti Bjarnason
Fræhöll í Búðardal
400.000 kr
Umsækjandi er Dalirnir heilla ehf.
Útiræktun grænmetis í Ásgarði
500.000 kr
Umsækjandi er Skugga-Sveinn ehf
Aðgengi skóga í Dalabyggð –
Brekkuskógur og Laxaborg
500.000 kr
Umsækjandi er ný endurreist
Skógræktarfélag Dalasýslu
Uppsetning á leikverki
500.000 kr
Umsækjandi er Leikklúbbur Lax-
dæla
Fræðsla og sjálfshjálp vegna
geðheilsu
500.000 kr
Umsækjandi er Bjarnheiður
Jóhannsdóttir.
Jólasveinar á Íslandi eru úr
Dölunum
600.000 kr
Umsækjandi er Kruss ehf
Búnaðarkaup vegna íþróttastarfs
barna
1.000.000 kr
Umsækjandi er Íþróttafélagið
Undri.
Rúllutætari til uppgræðslu
1.000.000 kr
Umsækjandi er Búnaðarfélag
Hvammsfjarðar
Dýragarðurinn Hólum
1.000.000 kr
Umsækjandi er Rebecca Cathrine
Kaad Ostenfeld
Dalahvítlaukur
1.000.000 kr
Umsækjandi er Svarthamar Vestur
ehf
gbþ
DalaAuður úthlutaði styrkjum til 21 verkefnis
Styrkþegar og aðrir gestir.
Hér eru þeir styrkþegar sem mættu á úthlutunarhátíð DalaAuðs, en ekki áttu allir heimangengt þennan dag.
Anna Berglind kynnir Bokashi fyrir
gestum.
Jóhanna María og Ingibjörg segja frá hvernig fyrirhugað er
að setja upp Sjúkraþjálfaraaðstöðu í Búðardal.
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri
DalaAuðs afhenti styrkina.
Sveitarstjóri Dalabyggðar, Björn Bjarki Þorsteinsson, flutti
ávarp.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Alþingismaður var viðstödd, hér er hún ásamt
Rebeccu frá Hólum og tveimur börnum hennar.
Jóhanna María og Ingibjörg eru hér ásamt Malou og Alex-
andre sem fengu styrk fyrir verkefnið Good Morning Iceland.