Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202224 Borgnesingurinn Rúnar Gíslason er nýjasti viðmælandi hlaðvarps- þáttarins Skinkuhorns á skessu- horn.is. Hann starfar sem rann- sóknarlögreglumaður í lögreglu- umdæmi Suðurnesja og fór yfir helstu þætti starfs síns í þætti vik- unnar. ,,Þetta gerðist svolítið óvart. Þetta átti að vera sumarstarf en mig langaði að sækja um til að víkka sjóndeildarhringinn. Svo bara fest- ist maður í þessu eins og gjarnan vill verða. Ég vann náttúrlega í átta ár á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Ég byrjaði þar sem uppvaskari þegar ég var ungur en vann svo í öllu þarna með árunum. Ég flutti svo í bæinn og ætlaði að fara að mennta mig en fattaði svo að ég hef engan áhuga á því að mennta mig. Eða ég allavega vissi ekki í hverju ég vildi mennta mig svo ég fór að vinna með börnum í grunnskóla. Kennarar eru svo í fríi á sumrin þannig ég fór að leita mér að sumarvinnu. Þá réði ég mig hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, sem sagt á Sauðárkróki. Ég endaði á því að vera þar í þrjú ár og líkaði það afar vel. Svo langaði mig að færa mig sunnar á bóginn og prófa meira, þá vann ég á Vestur- landi í eitt sumar með starfsstöðvar í Borgarnesi og á Akranesi,“ segir Rúnar um vegferð sína í lögreglu- starfinu. Vildi fara sem fyrst aftur til Suðurnesja Rúnar fer svo í lögreglunám við Háskólann á Akureyri og endar í starfsnámi á Suðurnesjum. ,,Ég fer þangað í starfsnám og hugsaði að það vill enginn heilvita maður búa eða starfa á Suðurnesjum! Ég get klárað starfsnámið þar og mun svo sennilega aldrei eiga leið þangað aftur nema þegar ég fer í flug. Svo líkaði mér bara svo rosalega vel þarna og þegar ég kláraði mitt lög- reglunám ákvað ég að ég vildi fara sem fyrst þangað aftur og hef verið þar síðan.“ Alvarleg mál eiga sér ekki landamæri Hvernig mál erum við helst að takast á við hérna á Vesturlandi? ,,Maður sér það í tölfræðinni að umferðarmálin vega þyngst á Vest- urlandi, sem betur fer held ég. Því miður höfum við séð það í fréttum að alvarleg mál eiga sér samt hvorki landamæri né sveitarfélaga- mörk. Það gerast öll mál í öllum landshlutum. Ég var ekki að kljást við nein svakaleg mál á Vesturlandi en svona upp til hópa býr hér bara siðað og þægilegt fólk.“ Getum lent í erfiðleikum í lífi og starfi Hvernig er að starfa sem lögreglu- maður, tekur starfið ekki aðeins á sálina stundum? ,,Ég hef stundum verið spurður að því hvernig er að starfa sem lögreglumaður, einmitt upp á þetta að gera. Vissulega erum við með mjög mikinn snertiflöt við allt það alvarlegasta sem kemur upp á í okkar samfélagi. Ef eitthvað á bjátar hringir fólk í neyðarnúm- erið 112 og það er vettvangur sem ég vinn á sem viðbragðsaðili en ég hef reynt að horfa á þetta þannig að ég myndi sennilega reyna að finna mér eitthvað annað til að barma mér yfir ef ég væri að vinna annars staðar. Þeir hlutir sem við erum að kljást við í lögreglunni eru hlutir sem munu hvort eð er gerast, hvort sem ég vinn þar eða ekki. Það skiptir ekki máli hvort ég vinni þarna eða sem blaðamaður á Skessuhorni, ég get lent í erfiðum atvikum og stressandi aðstæðum. Sem dæmi var ég búinn að vinna í lögreglunni í þónokkurn tíma áður en ég kom að andláti eða endur- lífgun en ég þekki fólk sem hefur komið að erfiðum aðstæðum og gert ýmislegt sem það skrifaði ekki upp á að vilja gera. Við lendum í ýmsu, hvort sem maður er heima, uppi í sófa eða í vinnunni þannig að ég hef reynt að nálgast þetta með því hugarfari.“ Hlusta má á viðtalið við Rúnar Gíslason í Skinkuhorninu, á skessuhorn.is og Spotify. sþ Skinkuhorn — Rúnar Gíslason Skinkuhornið er komið á Spotify! Skannaðu QR kóðann til að hlusta! Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli hefur ritstjórn blaðsins verið að grúska í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá því í kringum aldamótin síðustu og er tekin í Borgarnesi af krökkum á leið í eða úr fótbolta sem eru greinilega stolt af sínu liði. Í gær kom út ný bók eftir Ævar Þór Benediktsson sem ber heitið Drengurinn með ljáinn. Bókin er gefin út af Forlaginu og er þrítug- asta bók höfundar. „Þetta er barna- og unglingabók um dauðann og hvað hann getur verið hræðilegur en líka fallegur á sama tíma,“ segir Ævar í samtali við Skessuhorn. Myndheimur bókarinnar er eftir yngri bróður Ævars, Sigurjón Lín- dal Benediktsson, sem er nemandi á listnámsbraut í Verkmenntaskóla Akureyrar. „Ég hef teiknað síðan ég man eftir mér og það hefur lengi verið grínast með það í fjöl- skyldunni hvenær ég fari að teikna eða vinna með Ævari,“ segir Sig- urjón en þetta er fyrsta bókin sem hann myndlýsir. Það eru myndir á öllum blaðsíðum bókarinnar nema einni og segir Ævar það hafa gerst náttúrlega. „Við settum bók- ina þannig upp að hún er eins og hún hafi komið voða fín úr prentun en svo hafi aðalpersónan komist í hana og byrjað að krota og krassa, því það er það sem aðalpersónan gerir í gegnum söguna, krotar hér og krassar þar,“ segir Ævar en samstarf þeirra bræðra gekk þannig fyrir sig að Ævar sendi Sigurjóni þær síður sem voru tilbúnar hverju sinni og Sigurjón hafði þá lausan taum til þess að skapa myndheim í kringum þann texta. „Svo sendi hann bara á mig athugasemdir, t.d. ef hann vildi meira af einhverju eða minna,“ segir Sigurjón. Þeir bræður gefa ekki upp hvort áfram- haldandi samstarf sé í kortunum en hugmyndin af þeirra samstarfi við þessa bók kviknaði um jólin 2019. Þá gaf Sigurjón öllum systkinum sínum kolateikningu í jólagjöf. „Mér fannst teikningin svo ótrúlega flott og fékk þá þessa flugu í hausinn að við yrðum að gera eitt- hvað saman,“ segir Ævar. Á sunnudaginn, 13. nóvember, verður úgáfuhóf bókarinnar haldið í versluninni Nexus í Glæsibæ klukkan 14. Ævar og Sigurjón verða báðir á staðnum og segja þeir að aldrei sé að vita nema gefnar verði nokkrar bækur. Allavega verði upplestur úr bókinni, áritanir og almenn gleði og hamingja. – En hvar verður hægt að kaupa bókina? „Alls staðar þar sem maður getur keypt bækur og sums staðar þar sem maður getur keypt mat,“ segir Ævar kankvís að lokum, en skilja má það svar sem svo að bókin fáist í öllum helstu bókabúðum. gbþ Drengurinn með ljáinn kom út í gær Teikningar eru á öllum síðum bókarinnar, nema einni. Bókin Drengurinn með ljáinn kom út í gær. Myndheimur bókarinnar er eftir Sigurjón Líndal Benedikts- son.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.