AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Page 10

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Page 10
Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur Hús: hýbýli manna eða minnisvarði arkitekta Formfræði grunngerð- ar Caniggia heldur áfram með hug- myndir Muratori og þróar aðferð- arfræði í byggingarlist og hönnun sem byggist á formfræði grunn- gerðar. Hann gerir greinarmun á almennum og sérhæfðum bygg- ingum. í vaxtarskeiðum borga myndast grunngerð bygginga (tipo portante) sem endurspeglar Gianfranco Caniggia Gianfranco Caniggia (1933-1987) var virtur og afkastamikill ítalskur arkitekt. Hann gaf út fjölda bóka og kenndi jafnframt hönnun við háskólana í Genúa, Flórens og Róm. Þekktastur er Caniggia fyrir ritverkið Composizione Architettonica e Tipologia Edilizia, Lettura Dell'Edilizia Di Base (Formgerð byggingarlistar og formgerðarflokkun húsa, túlk- un á grunngerð bygginga) sem hann skrifaði með Gian Luigi Maffei og kom fyrst út í Feneyjum 1979. Þetta rit er einn af horn- steinum rannsókna í formfræðum borga. Á Ítalíu eru sterk tengsl milli borgarformfræða og borgar- hönnunar. Borgarformfræði þró- aðist innan byggingarlistar og skipulagsfræða á Ítalíu sem gagn- rýni á módernískar kenningar. Saverio Muratori Gianfranco Caniggia fetar í fót- spor læriföður síns Saverio Muratori (1910-1973) sem var einna fyrstur til að gagnrýna móderníska byggingarlist og borgarskipulag opinberlega á ítal- íu, áður en post-módernismi ruddi sér þar tíl rúms. Muratori hafnaði gildandi hugmyndum um arkitekta sem listamenn, sem reistu sjálfum sér minnisvarða. Hann vildi að arkitektar litu á sig sem tækni- menn borgarefnisins, þar sem þeir yrðu að túlka samfélagslegar Hólmgarður 60-62, samþykkt hækkun á risí. Hólmgarður 60-62, approved higher roof. þarfir í umbreytingu erfðs borgar- efnis, líkt og fyrri kynslóðir höfðu gert á undan þeim (Muratori 1959). Því væri það nauðsynlegt góðum arkitekt að þekkja í smá- atriðum þann miðil sem hann væri að vinna með. Góð hönnun fæst því með að taka tillit til borgar- landslagsins sem byggíngin er felld inní. þjóðfélagið á þeim tíma. Þessi grunngerð myndbreytist síðan í takt við annað í samfélaginu.þann- ig leitast hún sífelt við að endur- spegla gildismat borgarbúa. Þannig verða byggingar oft flókn- ari með sérhæfðum viðbygging- um í uppsveiflu. Tilgangur rann- sóknaraðferða Caniggia (1993) er að skilja hið byggða form með því að skoða sögulega þróun þess. 8

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.