AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 14
Guðjón Erlendsson, arkitekt Húsvernd Snigill í ferkantaðri skel 1. Fjalakötturinn við Aðalstræti Undirstaða allrar umræðu um verndun húsa er sú staðreynd að allar byggingar munu hverfa af sjónarsviðinu einn daginn. Elstu borgir heimsins eru milli 6 og 8.000 ára gamlar en engin af upprunalegu byggingunum stend- ur ennbá uppi. Líkt og sellur í lifandi vef þá endurnýjast bygg- ingar og hverfi borga. Líftímí bygginga er stuttur meðan borgir geta lifað ótakmarkaðan tíma. Verndun bygginga er því í raun einungis gerðfyrir samfélagið í dag. Hvers vegna verndum við hús og hverfi? Grunnástæðurnar fyrir verndun eru tvær: 1. Verndun sögulegrar byggingar sem viss sögukennsla fyrir nú- tímakynslóðir. Byggingar sem á einhvern hátt tengjast atburðum eða fólki sem hefur haft áhrif á þróun samfélagsins. 2. Sérstæð eða áhrifamikil hönn- un sem er vernduð sem einstætt listaverk. Ef litið er raunsætt á íslenskan veruleika þá er í raun ekki míkið af byggingum eða hverfum sem geta uppfyllt þessi skilyrði. Bygg- ingalistasaga landsins er ekki löng og ekki er hægt að segja að margar byggingar hér á landi séu tengdar byltingarkenndum samfé- lagsbreytingum. Togstreita getur þó myndast milli byggingaverndar og samfélagsþarfa. Öll þróun verður þó að stjórnast af þeirri vit- neskju að hið byggða umhverfi er einungis efnisleg mynd af því samfélagi sem í því býr á hverjum tíma. Það er hægt að líkja byggðu umhverfi við skel og samfélaginu við snigil. Skelin er mynduð af sniglinum út frá þörfum hans og líkamsástandi. Skelin er vernd gegn utanaðkomandi öflum og löguð að vexti snigilsins. Snigillinn passar afskaplega illa í ferkantaða skel og því eru slíkar skeljar sjald- séðar. Hið byggða umhverfi verð- ur því að geta aðlagast þeim að- stæðum og þeim þörfum sem samfélagið hefur. því miður vill yf- irleitt verða svo að hugsjónir húsa- og hverfisverndar sökkva svo í fortíðarljómann að nútíma- samfélagið gleymist. Það var mikill missir fyrir nútíma- samfélagið þegar Fjalakötturinn var rifinn af borgarstjórn Reykja- víkur, nánast í skjóli nætur (1). Tíðarandi þess samtíma stjórnað- ist af því að allt ætti að vera nýtt, í dag á allt að vera gamalt, jafnvel það nýja. Um þessar mundir er sett vernd á allt frá norskum ein- ingarhúsum (2) niður í ómerkileg- ustu skúra í miðborg Reykjavíkur. Einlyft hús með nánast enga sögu eru vernduð til að viðhalda vissu andrúmslofti eða „hverfamynd" (3). Eitt alvarlegasta ofverndunar- átakið sem átt hefur sér stað í Reykjavík á síðustu árum er verndun verslunarhúsnæðis og verslunargatna í miðborg Reykja- víkur. Verslun er líklega einn mik- ilvægasti þáttur í samfélags- mynstrinu, þar sem þar fer fram flæði efnislegra og huglægra hluta um samfélagið. Verslun er einnig 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.