AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Page 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Page 20
Þingskálinn við Kirkjustræti. Þarna dregur nýbygging þingskálans dám af Alþingishúsinu og er dregin aftar í götumyndinni. Gott dæmi um það hvernig við-og/eða nýbyggingar geta styrkt sögulegt umhverfi. Hönnuðir: Batteríið, 1999-2002. A good example how additions and/or new buildings can strengthen historic environment is how the new building of þingskálinn harmonises with theParliament Building and is pulled back from the street. Design: The Batterí, 1999-2002. 1. Hönnun byggist á upplýstu, faglegu mati á stöðu, gerð, og útliti eldri byggðar og staðsetningu og samhengi lóðar í umhverfinu. Huga ber að því hvaða flokki verndunar húsið/svæðið tilheyrir skv. Þróunaráætlun miðborgar. 2. Því sterkari sem heildarsvipurinn er yfir sögulegu svæði Því sterkari verður krafan um að nýbyggingar dragi dám af því. 3. Á svæðum með fjölbreyttum húsagerðum ættu nýbyggingar að bera einkenni síns tíma en jafnframt styrkja staðbundin sérkenni. 4. Taka mið af þéttleika, stærðarhlutföllum, hæð og yfirbragði svæðis- ins. Þar sem fjölbreytileikinn er mikill er sjaldnast viðeigandi að taka mið af því sem er stærst og/eða hæst. 5. Aðlögun milli nýrra bygginga og þess sem fyrir er má ná með formi (stærð, hæð og hlutföllum), efnisnotkun og góðri hönnun smáatriða, til að skapa samræmi, andstæður eða jákvæða spennu. 6. Vanda mjög til hönnunar, útfærslu og framkvæmdar smáatriða og deililausna, t.d. innbyrðis hlutfalla opa, kvista o.s.frv. 7. Varast ber eftirlíkingar af góðri byggingarlist fyrri tíma. „Barn síns tíma“ á meiri rétt á sér en óvandaðar eftirlíkingar. 8. Ómarkviss notkun lita getur eyðilagt hönnun, sem að öðru leyti er vönduð. 9. Varast breytingar sem gætu haft neikvæð áhrif á sögulega byggð. 10. Gerð er krafa til þess að nýbyggingar í eldri hverfum séu auðlesnar, fallegar að allri gerð, efnisnotkun og áferð, þannig að þær fegri og styrki það umhverfi sem þær eru settar inn í. Eins og sagt var í upphafi er gengið út frá því að mjög mikil- vægt sé að vernda hluta bygging- ararfsins þannig að komandi kyn- slóðir finni sig sem hluta í þeirri samfellu og þróun sem markar sjálfsmynd þjóðarinnar og sér- stöðu útávið. Verndun byggist á skilningi og væntumþykju á um- hverfinu. Erfitt er að þykja vænt um það sem ekki er þekkt. Það er því grundvöllur allrar stefnu- mörkunar og eftirfylgni varðandi húsvernd og menningarstefnu í byggingarlist að allir sem koma að breytingum á hinu byggða umhverfi séu vel upplýstir og þekki vel það svæði sem unnið er á hverju sinni. Þannig munu ný- byggingar skapa gott umhverfi fyrir okkur til búsetu og starfs í dag og jafnframt verða góður byggingararfur framtíðar. ■ 8

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.