AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Síða 23
Ragnar Jón Gunnarsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, Magnús Skúlason, arkitekt
Ragnar Jón Gunnarsson vinnur að sérverkefnum hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins. Magnús Skúlason, er forstöðumaður Húsafriðunarnefndar ríkisins.
Af hverju á að
vernda gömul hús?
Fyrir okkur sem vinnum með
menningarsöguleg verðmæti er
það engin spurning, það á að
vernda gömul hús.
Skoðum fyrst tvö hugtök, húsa-
friðun og húsvernd. Með húsafrið-
un er átt við lögformlega friðun
gamalla húsa, eða nýlegra ef út í
það er farið. Gömul hús sem reist
voru fyrir 1850 eru friðuð sam-
kvæmt lögum (104/2001) og
kirkjur sem reistar voru fyrir 1918
sömuleiðis.
Húsvernd er öllu víðara hugtak og
nær til annarra varðveisluverðra
húsa, götumynda, hverfa eða
bæjarhluta. Með húsvernd er oft-
ast verið að ræða um að leita
uppi svipmót liðins tíma sem vert
er að halda í, svipmót sem bygg-
ist á heildum sem eru mikilvægari
en einstök hús. Húsin eru al-
mennt ekki friðuð og breytingar á
þeim heimilar en breytingum á
formi og útliti þeirra sett mörk
sem fram eru sett í byggingarskil-
málum sem fylgja deiliskipulagi.
Húsvernd er einnig skráning á
bæjum, svokölluð húsakönnun
sem sveitarfélög hafa staðið í að
framkvæma og Húsafriðunarsjóð-
ur hefur veitt styrki til. Húsakann-
anir leggja grunn að deiliskipulagi
byggðra hverfa og eru skilyrtar
samkvæmt skipulagslögum.
Friðuð hús eru tiltölulega nýleg
hús ef borið er saman við ná-
grannalönd okkar, en byggingar-
saga okkar er stutt eins og saga
þjóðarinnar er. En samkvæmt
sömu lögum er einnig gert ráð
fyrir að hægt sé að friða samtíma-
mannvirki sem ástæða þykir til að
friða. Sem dæmi um slíka friðun
má nefna tillögur Húsafriðunar-
nefndar um friðun verka eftir Guð-
jón Samúelsson. En það á ekki
að friða allt heldur að leggja áher-
slu á að friða góð hús, hús sem
eru góð dæmi um byggingarlist
og handverk síns tíma og eru í
sínu upprunalega skipulagslega
samhengi. Þannig er kominn tími
til að afnema friðun húsa sem lítið
eða ekkert hafa að leggja til bygg-
ingararfs þjóðarinnar. Þá myndast
líka svigrúm til að styrkja með
rausnarlegri hætti þau hús sem
góð þykja.
„Errare humanum est“
Það er mannlegt að gera mistök
og mennirnir hafa svo sannarlega
gert mistök í gegnum tíðina.
Stokkhólmur var kviðskorinn á
sjötta áratugnum, Reykjavík varð
með Aðalskipulagi Reykjavíkur
1963 að bílaborg, nánast á einni
nótt.
Og oft hefur legið nærri mistökum
hér hjá okkur á hjara veraldar.
Torfan átti að víkja fyrir fún-
kiskössum (sem eflaust væri búið
að skipta um andlit á nú þegar),
með sömu hugmyndafræði hafði
nær tekist að eyðileggja Tjarnar-
götu og fleiri slík dæmi má nefna
sem urðu sem betur fer ekki að
raunveruleika. Hver vildi skipta í
dag? Þannig vinnur tíminn stund-
um með því gamla sem verður
fyrir árásum skammhyggju.
Mörg gömul hús hafa verið
eyðilögð eða við þau bætt húsum
sem nota allt annað formmál, efn-
isnotkun og/eða yfirborð. Þekkja
ekki allir augnstungin timburhús
eða tveggja, þriggja hæða timbur-
hús þar sem fyrstu hæðinni hefur
hreinl'ega verið sópað burtu og
glervirki sett í hennar stað. Það er
mannlegt að gera mistök en það
má svo sannarlega halda þeim í
skefjum með varkárni.
Hlustum á húsin hvað
þau vilja við okkur
segja
Gefum okkur tíma áður en hús
eru rifin, flutt eða umturnað. Töl-
um við húsin, hlustum á þau
og kynnumst þeim og það kann
að vera að við skiptum um skoð-
un. Við þurfum aðeins að hlusta
og hugsa til að finna fyrir tímabili í
sögu þjóðarinnar, tímabili í bygg-
ingarlistasögu okkar og sjáum þá
fyrir okkur hönnun, byggingarefni,
verkmenningu, og verkfæri sem
notuð voru þegar húsið var byggt
og við það bætt.
Við megum ekki lenda í þeirri
blindgötu hroka sem því fylgir að
halda að allt sem við gerum í
dag sé eitthvað sérstakt og betra
en það sem áður gerðist. Aðeins
tíminn mun skera úr um hvort
verk nútímans standist hans
frægu tönn.
Byggingarefni voru jafnan mun
vistvænni og betri en það sem nú
gerist, því miður, og á þetta
ekki síst við um timbur. í bygging-
arefnum liggja því dulin verðmæti
sem ekki verða endursköpuð. Nú
eru byggingarefni oftast verk-
smiðjuframleidd og timbur
hraðsprottið. Áður voru líka not-
aðar aðferðir sem ekki þekkjast
lengur, s.s. handheflaðir listar og
önnur strik.
Húsvernd og skipulag
Bæir og borgir eru lifandi saga.
Engin ein aðferð til að lesa sögu
þjóðar er þekkt, en sú að fara
í skoðunarferðir um bæi eða
borgir. Þær endurspegla söguna
og segja hana á hljóðlátan en
eftirminnilegan hátt. Þetta á einnig
21