AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Síða 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Síða 24
við um ísland og bæi okkar. Ferðamenn, gestir okkar, lesa ekki langar bækur en fara í skipu- lagðar ferðir um bæi eða ráða sjálfir fram úr korfum og kynnast stöðunum þannig. Miklu máli skiptir fyrir okkur að það séu til fjölbreytt dæmi um byggingar frá ýmsum tímum svo þeim (ferða- mönnum) gefist tækifæri til að lesa söguna. Á öllum tímum, nema kannski í samtímanum, hef- ur tekist að reisa hús og hverfi með heildrænu yfirbragði. Yfir- bragði sem hefur verið tímanum trútt, verið hönnun og verktækni samkvæmt og því verið lifandi sögubók. Bæir og borgir þurfa að vera dýnamísk og breytast í takt við þarfir hvers tíma. Þetta þýðir ekki að hið gamla verði ávallt að víkja. Þau þurfa að geta lifað saman sátt. Það er aðalsmerki góðrar hönnunar að geta tekið tillit til hins gamla um leið og nýrri formgjöf er beitt og starfsemi er myndaður rammi með nýrri tækni og bygg- ingarefnum. Ævi okkar og ævi húss Hvert okkar notar hús sín til að búa í og vinna í eina mannsævi. En hús standa marga eða fjöl- marga mannsævina. Það eiga margar kynslóðir eftir að nota gömul hús sem ný og þarfir þær sem við reynum að uppfylla núna þurfa að taka tillit til þess. Þegar fram líða stundir verða gömul hús án efa meira virði og jafnframt má allteins búast við því að þá verði litið á vægðarlausan atgang okkar að gömlum húsum sem mistök. Því megum við ekki í ákvarðana- töku okkar í dag takmarka svo einhverju nemur notkunarnögu- leika framtíðarinnar á gömlum húsum. Tímanna tákn „Nútíminn er trunta með tómann grautarhaus." Stundum á þetta við um verk okkar því skeytingar- leysi og hroki vill ráða gerðum manna í samtímanum. Eignarrétt- urinn er hafinn yfir annan rétt og eigendum gengur erfiðlega að sjá hversvegna þeir mega ekki ráða yfir eignum sínum eins og þeir vilja. En það er til annar réttur, þó óritaður sé. Réttur sögunnar til að standa og segja frá. Við eigum ekki söguna, hana á framtíðin. Við (eins og áður segir) dveljum að- eins stutt við sem eigendur og höfum ekki rétt á að hylja spor sögunnar, en eigum þess í stað að færa hana framtíðinni. Allar aðgerðir, niðurrif og breyting- ar ættu að vera yfir tískustrauma hafnar. Tískustraumar eru skammsýnir og standa stutt við. Á morgun er nýr dagur og þá kemur ný tíska. Tískustraumar eiga það einnig sameiginlegt að vera alþjóðlegir og nýbyggingar samtímans eru því marki brennd- ar að geta verið í hvaða vestrænu ríki sem er. Við þurfum að reyna að halda í það sem sérkennir okkur sem menningarþjóð. En húsvernd, hverju nafni sem hún kallast, er drjúgur hluti menningar okkar. Fjöldi gamalla húsa á íslandi er í raun og sanni lítill og varla til skiptanna, ef svo má að orði komast, og ekki er hægt að flytja öll hús á byggðasöfn né mynda hverfi með þeim annarsstaðar þar sem engar forsendur eru fyrir þeim. Byggingar sem hafa varð- veislugildi ættu að fá að standa í því skipulagslega samhengi sem þær voru reistar í, þannig segja þær söguna best. Hús á byggðasöfnum hafa misst mikinn hluta gildis síns þegar þau eru ekki lengur á þeim stað sem þau voru reist á og gegna ekki lengur sama hlutverki, en eru þess í stað safngripur sem hýsir aðra safn- gripi. Það er kannski tímanna tákn að allt gamalt er falið eða rutt úr vegi. Þannig skýtur oft upp kollinum umræðunni um hvernig við förum með eldri borgara þessa lands. Þegar fólk hefur náð ákveðnum aldri á það að hverfa af vinnu- markaði og úr húsum sínum og vera ekki fyrir hinum sem eru í blóma lífsins. Vonandi er þetta ekki almenn hugsun og á vonandi ekki heldur við um menning- arminjar. Fjöldi fólks, sem skynjar „sjarma“ gamalla húsa og vill eyða fjármun- um og tíma til þess að viðhalda þeim, hefur aukist á síðari árum. Húsafriðunarnefnd hefur reynt að koma til móts við þetta fólk, eins og fjármunir leyfa. Sama er upp á teningnum hjá sveitarfélögum sem hafa sérstaka húsverndar- sjóði sem hægt er að sækja um styrki til. Hins vegar er því ekki að leyna að lánakerfið mætti vera betur búið fyrir fólk í þessum að- stæðum. Ef við erum í vafa látum þá vafann ráða og gerum því fremar minna en meira. ■ 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.