AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 32

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 32
byggingar hans vott um það. Það er kannski of strangt til orða tekið að segja að hann hafi alfarið hafn- að því að form og notkun færu saman. Hann vildi frekar undir- strika að við mat og greiningu á arkitektúr borgarinnar sem heild- stæðs fyrirbæris væri varhugavert að gera of mikið úr þessum ein- földu orsakatengslum. í huga Rossi var borgin og arkitektúr hennar því ekki endilega lýsandi vitnisburður um það sem þar fór fram og því ekki svo auðvelt að „lesa“ borgina. Hann hélt því fram að hver og ein borg hefði sína sjálfstæðu formgerð og það væri þessi formgerð sem fyrst og fremst bæri að varðveita, en þó ekki frysta. Oftast er saga borgarinnar tengd við ákveðna viðburði og sögu- frægar persónur og byggingar. Saga hennar er hins vegar líka samofin hversdagssögunni, sam- skiptum og upplifun íbúanna af umhverfi sínu á hverjum tíma; upplifun sem aldrei kemur aftur. „Saga er til svo lengi sem hlut- ur/bygging/staður er í notkun, eða svo framarlega sem form fer enn saman við notkun hans. Þeg- ar svo notkun verður önnur en formið gefur til kynna umbreytist sagan og verður að minningu. Eða endalok sögunnar þýða upp- haf minninganna. „3 Skipulega óskipulögð eða óskipulega skipu- lögð? Hið sögulega form er form sem mótast að vissu leyti af minning- um og þekkingu á fortíðinni og felur í sér hlutlausa samtengingu við fortíðina. Því er erfitt að sjá fyr- ir hvernig þróun og nýsköpun í hönnun geti átt sér stað sam- kvæmt þessari hugmynd. í raun og veru þarf þetta ekki að fela slíkt í sér, en það ræðst af því kerfi sem mótar hina sameigin- legu vitund um fortíðina. Er það kerfi einsleitt og í miklu jafnvægi, eða er það fjölbreytilegt og óút- reiknanlegt í eðli sínu? Sem dæmi um borgarlandslag sem er lýsandi fyrir einsleitt umhverfi er miðborg Bath í Englandi þar sem allflestar byggingar eru í georgískum stíl og mótaðar í sama efni sem myndar afar sterka sjónræna en um leið einsleita og nokkuð óspennandi heild. Að vissu leyti má segja að Reykjavík sé dæmi um hið síðar- nefnda þar sem öllu ægir saman, gömlum timburhúsum, stein- steypuhúsum og nýtísku glerhöll- um. Að vísu hafa verið gerðar margar góðar tilraunir til að mynda heilleg hverfi í Reykjavík, eins og Norðurmýrina og síðar Breiðholtið en samt er eins og einstaklingshyggjan hafi alltaf yfir- höndina að lokum. Aðaleinkenni Reykjavíkur sem borgar er hvað hún er fjölbreytileg og þarf að viðhalda þessu einkenni hennar ef gott samband á að vera á milli fortíðar og nútíðar. Sundurlausum ein- kennum borgarinnar verður ekki aðeins viðhaldið með þvi að gera upp og endurgera gömul hús inn- an um önnur nýrri, byggja gler- hallir við hliðina á timburhúsum og steinvillum. Varðveisla hins sögu- lega forms Reykjavíkur felst einnig í því að íbúar borgarinnar og þeir sem taka þátt í skipulagningu hennar verði sáttir við hana eins og hún er en reyni einnig á mátu- lega meðvitaðan hátt að stoppa í skipulagsgöt í borgarlandslaginu. Frá miðjum 8. áratug síðustu ald- ar hafa reykvísku timburhúsin fengið uppreisn æru og er það vel og það sama má nú segja um steinsteypuhús frá fyrstu áratug- um síðustu aldar. Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á að end- urvekja gömlu götumynd Reykja- víkur - eins og við Aðalstræti. Mig langar þó að varpa fram þeirri spurningu hvort það sé réttlætan- legt að færa gömul timburhús til innan borgarinnar til að mynda „heillegri" gamla götumynd, eða götumynd sem er eins lík þeirri upphaflegu og hugsast getur. Erum við þar með ekki að gerast sek um eftirlíkingu á gamla borg- arlandslaginu og hindra eðlilega þróun í borgarlandslagi nútímans? Þetta er auðvitað alltaf spurning um sjónarhorn eða hvort horft sé á hið einstaka eða heildina og það samhengi sem myndast í byggð á löngum tíma. Samkvæmt Rossi birtist hug- myndin um varanleika í þeirri við- leitni að viðhalda einkennandi hiuta innan heildarinnar, svo sem að íbúðarhverfi beri áfram útlitsleg einkenni íbúðarhverfis, þó svo að önnur starfsemi fari þar nú fram. Merki um þetta má sjá í Reykjavík þar sem gamalt sögufrægt timb- urhús er orðið að sushi-veitinga- stað og húsin við Kirkjustræti eru ekki lengur íbúðarhús heldur hýsa skrifstofur alþingismanna, gamall kvennaskóli orðinn að skemmti- stað og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir breytta notkun heldur hverfið áfram sínum einkennum. Tilvísun til fortíðar Borgin sem heild er fyrirbæri sem inniheldur sameiginlegt minni íbú- anna. Hugmyndin um hið sögu- lega form felur þannig í sér ákveðna framvindu sögunnar sem birtist í formum sem tengjast fortíðinni, þó án þess að endur- skapa, heldur frekar sem tilvísun til fortíðar. Rossi notaði einfölduð form sem vísa til fortíðar og sam- eiginlegra minninga mannkyns, sem eru það hlutlaus að þau tru- fla ekki, heldur vekja fremur ákveðnar kenndir eða minningar. Með þessu móti verður arkitektúr að eins konar bakgrunni samfé- lagsins og mótunar þess.Til þess að gera þetta flæði á milli fortíðar

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.