AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Síða 42

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Síða 42
mér gott að láta reyna á hönnun- ina með því að nota venjuleg líkön og mér finnst betra að teikna með hendinni en að nota tölvu. Mér finnst að ef ég nota tölvuna við teikningar þá dregur það mig af hinu praktíska sviði. Eitt af því sem hefur einkennt feril þinn sem hönnuður er að þú hefur stöðugt fiakkað á milli þess að hanna íbúðarhúsnæði og hönnunar stórra opinberra bygg- inga. Er þetta einhver innri þörf að fást líka við litlar byggingar sem krefjast útfærslu margra smáatriða og taka mjög mikinn tíma? Lítil verkefni eru mjög erfið fyrir stofu sem er byggð upp til að geta unnið stór verkefni, en þau eru líka mjög gefandi. Sjálfur læri ég mikið á þessum sífelldu breyt- ingum í mælikvarða og þær halda mér við efnið. Finnst þér nokkurn tíma þú eiga í togstreitu, annaðhvort innra með þér eða gagnvart umhverfinu vegna þinna dýnamisku og mjög nútímalegu verka sem oft eru byggð í mjög viðkvæmu um- hverfi, t.d. í franska hverfinu í Shanghai þar sem verndun er mikilvæg? Það er nú einu sinni þannig að all- ir eru ekki hrifnir af nútímalegri hönnun. Engu að síður er það nógu hátt hlutfall af fólki sem get- ur ekki lifað án hennar vegna þess að hún er hluti af menning- arumhverfi þeirra. Sumir þessara manna eru mínir bestu viðskipta- vinir. Ágreiningurinn byrjar þegar þú byrjar að fást við samþykktar- ferli opinberra aðila sem hafa áhrif á það hvernig fólk upplifir borgir. Góð hönnun snýst ekki um það hvernig byggingar líta út. Hún fjall- ar um það hvernig byggingar virka. Ef bygging virkar sem hluti af borg þá er margt sem mælir með henni. Þú virðist hafa fengið áhuga á ís- landi og komið hingað nokkuð oft. íslendingar eiga sér máls- háttinn: Glöggt er gests augað. Með það í huga, hvað finnst þér vera helsti gallinn og mestu möguleikar Reykjavíkur? Það er ekki óalgengt að erlendum gestum líði vel á íslandi. Mér finnst ég þurfa að koma aftur og aftur. Mig langar til að eiga sama- stað í Reykjavík vegna þess að mér líkar vel við einfaldleika borg- arinnar og sterk persónueinkenni fólks. Mikilvægasta sérkenni Reykjavíkur er tengsli borgarinnar við sjóinn. Mig mundi langa til að sjá meira af opinberum athöfnum við sjávarsíðuna og meiri tengsli milli gamla bæjarins og sjávar. Því miður hefur það sama gerst í Reykjavík eins og svo mörgum öðrum borgum, að verslunarhverfi hafa verið byggð með gervium- hverfi sem keppir við verslun og menningu miðbæjarins. Það skiptir mestu máli að þróa þau svæði borgarinnar sem hafa ein- hvern karakter. Eins og í flestum öðrum borgum er þennan karakt- er að finna j landfræðilegri upp- byggingu borgarinnar. ■ 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.