AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 50
Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður Persónulegur stíll í alþjóðlegu umhverfí Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður fjallar um fyrirlestur Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar sem fluttur var í Norræna húsinu þann 20. febrúar síðastliðinn. Ég heiti Steinunn Sigurðardóttir og er fatahönnuður, og hef ég bæði verið í skóla og starfað erlendis síðastliðin 20 ár. Hún segir að fatahönnun sé ung á íslandi og ætla ég að reyna að útskýra í myndum og máli þann per- sónulega stíl sem myndast hefur í alþjóðlegu umhverfi vegna áhrifa frá íslandi. Fatahönnun er samansett úr mörgum þáttum, einn af þessum þáttum er sá sem snýr að efnum, áferðum og litum og ætla ég að fjalla um þann þátt hér. Ég ætla að sýna ykkur nokkur verk mín frá síðustu 10-12 árum og reyna að útskýra hvernig þau tengjast mínum uppruna og hvernig náttúra landsins er endalaus uppspretta nýrra hugmynda. Einstaklingurinn þróar sitt fegurðarskyn af þeim hlutum sem eru í kringum hann og hann verður alltaf fyrir áhrifum af umhverfi sínu, á íslandi er það engin undantekning, Að alast upp á íslandi gefur okkur mikla sérstöðu. ísland býður upp á áferðir í náttúrunni sem eiga engan sinn líka vegna mjög sérstaks landslags. Áferð steina, hrauns, hvera, fjalla, jökla, fjarða og snjós er eitthvað sem hefur fylgt í gegnum mína hönnun. Af grjóti er nóg á íslandi og hægt er að finna mikil mynstur og áferðir þar. þessa áferð er líka að finna í prjóna- mynstrum, sem hafa prýtt erlend tískublöð, fyrir Calvin Klein. Hraun er ein tegund af grjóti og hefur þessi teg- und grjóts haft mikil áhrif á mína hönnun og persónulegan stíl. Einnig hafa erlendir fatahönnuðir hrifist af þessum áferðum sem ég hef náð fram í prjónavoðum og hefur mín hönnun snúist mikið um þetta. Okkar fremsti málari, Kjarval, notaði hraun sem viðfangsefni í mörg af sínum málverkum og hafa fleiri listamenn not- að sama viðfangsefni og ég sjálf varð fyrir áhrifum líka. ísland býður upp á andartök sem eru allt að því yfir- náttúrleg þegar morgunþokan læðist inn og býr til huldufólkið. Tilfinningin sem fæðist á svona augnarblikum er oft byrjun á því sem þú vilt segja með verkum þínum. Landslagsmyndin hefur oft verið fyrirmyndin sem byrjað er á. Listamenn okkar hafa skilgreint litina sem við búum við og íslenskt litaskyn er mjög ólíkt t.d. ítöl- sku eða spönsku. Hið íslenska litaskyn hefur heillað Calvin Klein og Gucci þar sem náttúrulitirnir hafa fengið á sig líf í cashmere, silki, fíngerðri ull eða hör.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.