AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Síða 58
Kjartan Valgarðsson, markaðsstjóri
Nýbyggingar
og úrgangur
Umhverfi úrgangsmála hefur
breyst mikið undanfarin ár. Yfir-
völd leggja sífellt meiri áherslu á
minnkun úrgangs og meiri endur-
nýtingu og -vinnslu, t.a.m. með
Lögum um meðhöndlun úrgangs
og Lögum um úrvinnslugjald. Úr-
gangslöggjöfin gerir strangari
kröfur til urðunarstaða og hefur
það að markmiði að minnka urð-
un og úrvinnslugjaldslögin hafa
það að markmiði að ná umbúð-
um, dekkjum, bílum og spilliefnum
út úr sorpferlinu með hagrænum
hvötum.
Úrgangstegundir eru einnig
margar og ólíkar og misdýrt að
losna við þær. Fyrirtæki greiða
móttökugjöld eftir úrgangsteg-
und og þyngd. Þannig kostar nú
t.d. ekkert að losna við fernur
(vegna ákvæða úrvinnslulag-
anna), kr. 6,38/kg að losna við
almennt sorp (heimilissorp), kr.
9,27/kg að losna við grófan úr-
gang, kr. 2,31/kg að losna við
ólitað timbur og kr.
4,49/kg að losna við gæðapappír
(verðið er án vsk og á við höfuð-
borgarsvæðið). Þróunin undanfar-
in ár hefur verið sú að verðbilið
milli þess sem þarf að urða og
hins sem er endurvinnanlegt eða
-nýtanlegt hefur verið að breikka.
Það er m.ö.o. hagkvæmara og
hagkvæmara að taka þann úr-
gang út úr sem hægt er að nota
aftur eða endurvinna. Fjöldi fyrir-
tækja og stofnana hafa séð sér
hag í því að fjölga ílátum hjá sér
og auka flokkun úrgangs. Dæmi
um úrgangsflokka sem mörg fyrir-
tæki greina að eru:
_ almennt sorp
_ bylgjupappi
_ skrifstofupappír
_ dagblöð og tímarit
Svo fer flokkun mjög eftir eðli
Hér hefur verið gert ráð fyrir að úrgangur fylgdi starfsemi í húsinu. / Refuse disposal has been
pianned as part of the activity in the building.
Hér er steypt utan um tunnur og komið í veg fyrir breytingar í framtíðinni, s.s. frekari flokkun.
Tunnur og ker þarf að draga upp tröppur. / Concrete refuse shed prevents future development
i.e. further classification. Bins have to be pulled up steps.
starfseminnar. Margar matvöru-
verslanir flokka grænmetis- og
ávaxtaúrgang sér og bygginga-
verktakar flokka steinefni, málma,
hreint timbur og litað timbur sér.
Þessar staðreyndir, sem raktar
eru hér að framan, gera nýjar
kröfur til hönnuða húsa og lóða.
Flingað til hefur einungis þurft að
gera ráð fyrir nokkrum 240 L
tunnum sem allt rusl færi í, en
þessar lausnir duga ekki lengur.
Þess eru dæmi að t.d. skóli hafi
verið kominn með tugi tunna á
skólalóðina og skipt á þeim og 8
rúmmetra gámi til að setja ruslið í
Ekki var hins vegar gert ráð fyrir
gáminum í hönnun húss eða lóð-
ar og hann verið því eins og að-
skotahlutur á lóðinni. Við hjá
Gámaþjónustunni rekum okkur
nær daglega á slíka veggi þegar
við erum að reyna að leysa þessi
mál í samráði við viðskiptavini
okkar. Dæmi um vandamál sem
við rekumst á, fyrir utan það sem
nefnt var hér að framan, eru:
_ Stór skóli hefur eina rusla-
geymslu þar sem erfitt eða
ómögulegt er að koma fyrir öðr-
um ílátum vegna flokkunar.
_ Rualageymslur eru niðurgrafnar
og erfitt er að sækja tunnurnar.
_ Langt er frá bílastæði að húsi.