AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 67

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 67
Samkvæmt þessu lít ég ekki á ,,menningarstefnu“ borgarinnar sem birtingarmynd þess hvernig styrkjum er úthlutað. Menning er hluti af lífsgæðum í borginni, fyrir allan almenning. Hún er líka hluti af atvinnustefnu borgarinnar, því þau störf sem tengjast menning- arlífi eru skemmtileg, örvandi og hvetjandi fyrir ungt fólk, og oft skapa þau mikil tækifæri og jafn- vel gróðavon. Menningarlíf er mikilvægur grundvöllur fyrir aðra atvinnuvegi, svo sem ferða- mennsku, sem er einn stærsti at- vinnuvegur á íslandi. Og svo er spurning um menningu spurning um sjálfsmynd borgar og fólks sem hana byggir. Allt þetta hverf- ist svo um þá dásamlegu stað- reynd að manneskjan er skap- andi, og það umhverfi sem hér er lýst getur af sér meiri sköpun og lífsnautn en ella væri fyrir hvern og einn. Anna Líndal sýnir á Listasafni Islands á Vetrarhátíð 2003. Exhibition by Anna Líndal in Listasafn (slands, Winter Festival 2003. Þannig vil ég að menníngarstefna Reykjavíkurborgar sé í fram- kvæmd: Samskipti við fjölda ólíkra aðilja sem leiddir eru saman í krafti fjármagns og atgervis til að skapa meira, stærra og öflugra samskiptanet um sköpun og listir en takmarkaðir styrkir í einstök verkefni geta gert. Þannig verður til öflug umgjörð sem stenst tím- ans tönn og lifir dægurstjórnmál. Óháð duttlungum stjórnmála. ■ Leikrit á Austurvelli á Menningarnótt 2002. / Play on Austurvöllur, Reykjavík Eldsmiður á Skólavörðustlg á Menningarnótt 2002. / Firesmith on Skólavörðustígur, Reykjavik Cultural Night 2002 65

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.