AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 69

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 69
Guðni Guðnason, verkfræðingur, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Gestur ÓlafSSOn, arkitekt, Byggingarþjónustunni Rafrænar upplýsingar um byggingarvörur í byggingariðnaöi Síbreytilegar, líkanabyggðar, raf- rænar upplýsingar um byggingar- vörur eru einn af grundvallarhvöt- um fyrir framtíðarþróun rafrænnar vinnu og viðskipta í byggingariðn- aði. Verkefnið eProCon (Rafrænar upplýsingar um byggingarvörur) er fjármagnað að hluta af Nor- ræna Iðnþróunarsjóðnum og markmið þess er að þróa og innleiða tækniforskriftir og tækni- lausnir til að setja fram upplýsing- ar um byggingarvörur á Internet- inu þannig að unnt verði að vinna á rafrænan hátt við hönnun bygg- inga og framkvæmdir, rafræn inn- kaup og bæta umsýslu upplýs- inga yfir líftíma byggingarefna í tengslum við hönnun, fram- kvæmdir og viðhald bygginga. Inngangur Byggingariðnaðurinn er ólíkur öðr- um framleiðsluiðnaði á margan hátt. Fyrirtæki á þessu sviði eru yfirleitt lítil (97% með færri en 20 starfsmenn) og starfa í síbreyti- legu umhverfi, þar sem sífellt er verið að breyta um samstarfsaðila eftir verkefnum. Það er líka ein- kennandi fyrir byggingariðnaðinn að framleiðsluvaran er sértæk, þ.e. byggingar eru engar eins og þannig frábrugðnar færibanda- framleiðslu. Þar er líka um að ræða flókið upplýsingastreymí mílli margra ólíkra verkferla þar sem ólíkir aðilar og fyrirtæki koma við sögu með mismunandi þekkingu og aðföng. Mörg af þeim vandamálum og áskorunum sem þessi iðnaður stendur frammi fyrir má rekja til þess hvessu flókin viðmót og samþáttun þessara ferla eru. Það er forsenda fyrir eðlilegum framgangi þeirra að unnt sé að samræma aðföng, samnýta upplýsingar og efla upplýsingastreymi og skilvirk samskipti milli aðila. Nú er litið á upplýsinga- og samskiptatækni sem veigamikið tæki til að auka framleiðni í byggingariðnaði og stuðla að aukinni hagkvæmni. Um 40% af kostnaði í virðiskeðju byggíngariðnaðarins eru fólgin í byggingarvörum. Upplýsingar um byggingarvörur auk upplýsinga um byggingartæki eru líka mikilvægur liður viðvíkjandi nýj- ungum í byggingariðnaði. Fagfólk í byggingariðnaði þarf stöðugt að fylgjast með nýjum byggingarefn- um, nýjum framleiðsluvörum og tæknilausnum sem þeir sem framleiða byggingarefni eru að koma á framfæri og geta haft áhrif á þessa starfsemi á margan hátt. Umtalsverður tími fagmanna fer í leit að upplýsingum um fram- leiðsluvörur, að meta hæfni og gæði þeirra, eiginleika og bygg- ingaraðferðir og velja síðan og kaupa þær sem henta. Kannanir hafa gefið til kynna að allt að 60% af tíma sumra hönnuða fari í þessara þátta. Upplýsingar um bygg- ingarvörur Nú hefði mátt halda að grundvall- arbreyting myndi eiga sér stað með tilkomu Internetsins í gerð og dreifingu á gæðaupplýsingum um byggingarvörur, en þessi breyting hefur látið bíða eftir sér. Þrátt tyrir vaxandi magn upplýsinga á vef- síðum, gagnabönkum og í raf- rænum markaðstorgum sem gefa út upplýsingar um byggingarvör- ur, rafræna bæklinga og vörulista þá hefur gildi þeirra fyrir fagmenn í byggingariðnaði verið takmarkað. Kannanir hafa sýnt að rafrænar upplýsingar um byggingarvörur, sem fáanlegar eru á Internetinu, skortir enn sem komið er. Þarna skortir samræmingu, upplýsing- arnar eru ófullkomnar og auk þess vantar enn mikið af nauð- synlegum upplýsingum. Við þetta bætist að þær eru settar fram á mjög mismunandi hátt og gæðin eru líka mjög mismunandi. Þetta leiðir til þess að fagmenn í bygg- ingariðnaði eiga erfitt með að nýta sér þessi gögn. Framleiðendur byggingarhluta hefur skort stöðluð viðmið og lausnir, sem eru almennt viður- kennd, til að skrá staðlaðar upp- lýsingar um byggingarvörur sem fullnægja upplýsingaþörfum tæknimanna. Rafrænir vörulistar sem almennt eru notaðir til rafrænna innkaupa og vefsíður framleiðenda eru algengasta leiðin til upplýsingaöflunar. Þær eiga það sameiginlegt að mannlegan notanda þarf til að leita að upp- lýsingunum, þ.e.a.s.fletta í gegn- um vefsíðurnar, efnislega túlka innihald þeirra og handvirkt vinna upplýsingarnar þegar verið er að meta ákveðna eiginleika bygging- arvöru við val og innkaup. Skortur á sameiginlegri uppbyggingu, sundurlaust og ólíkt eðli þessara upplýsinga og ósamræmd hug- takanotkun gera það að verkum að illkleift er að nýta tölvur við þennan samanburð. Þetta tak- markar þau not sem hægt er 67

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.