AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Page 76
innsæis. Sögulegar og huglægar forsendur hafa oft skipt
miklu máli. Að túlka sögulegar íslenskar forsendur liggur hvað
huglægast.
Aðferðarfræðin byggist á leitinni að kjarna málsins óháð arki-
tektónisku hefðbundnu myndmáli, fastbundnum stílbrigðum
eða tískusveiflum. Ég hef ekki séð ástæðu til hvorki að skapa
né fylgja stílum og tel að sérhver aðstaða, landslag og forsögn
leiði til sérsniðinnar lausnar og formbrigða, þó margir telji sig
þekkja „vörumerkið".
Sem dæmi um lausnir þyggðar á huglægum túlkunum á sögu-
legum forsendum er m.a. „Hjálmaklettur" (sögusetur Egils
Skallagrímssonar í Borgarnesi) þar sem hugmyndafræðin er
sótt í Egilssögu og byggingin táknar axarblað sem höggvið er
inn í bergið og skagar út 15 metra. Aldamótahúsið sem bygg-
ist á stílsamruna langhússins (grunnmyndartúlkun frá 1200) og
einbýlishúsastíl '60-70 áranna, að sjálfsögðu stílfært í nútíma-
byggingarstíl. Að lokum má nefna Norsk Fjordsenter i
Geiranger ðar sem höfuðmótíf byggingarinnar er spjót (Geir)
sem arkitektinn kastaði niður að firðinum (líkingu við Ingólf Arn-
arson sem kastaði sínum hásætissúlum fyrir borð og búsetti sig
þar sem þær bárust að landi. ■
Hjálmaklettur, Menningarsetur um Egil Skallagrímsson í Borgarnesi /
„Hjálmaklettur," historic seat of Egill Skallagrímsson in Borgarnes.
Amtsbókasafnið á Akureyri (stækkun), í byggingu (foto VN) / Amtsbókasafnið in Akureyri, whilst under construction.
74