AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Side 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Side 21
Þróunarsvæði „Skugga“. / The development Area of „SkuggÞ. afmörkuð svæði eru nýtt, t.d. hversu mikið pláss er helgað samgöngum. Athyglisvert er að bera það saman milli hverfa og er þá rétt að hafa þétt- leika þeirra í huga. Þannig er meðal- flatarmál samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum innan við 100m2, meðan það er að meðaltali yfir 200m2 á hverja íbúð í Grafarvogi. Munurinn sést á yfirbragði þessara hverfa en engu að síður er það borg- in eða skattgreiðendur allir sem taka þátt í að greiða niður kostnaðinn sem fylgir dreifðri byggð, með fjár- mögnun samgöngumannvirkja og veitna. Hins vegar þegar um er að ræða uppbyggingu í þegar grónum eða nýju þéttum hverfum lendir kost- naðurinn á uppbyggingaraðilum og tilvonandi íbúðaeigendum vegna þess að þar eru oftast gerðar kröfur um að bílastæði séu gerð neðan- jarðar. En slíkar kröfur til bílastæða auka á kostnað við byggingu íbúð- arhúsnæðis. Þétting byggðar, sem er allra hagur til lengri tíma litið, er þannig að nokkru kostuð af þeim sem kjósa að búa í þéttri byggð og byggja hana upp. Þessi mikilvægu atriði hafa verið alltof lítið áberandi í umræðunni um þéttingu byggð- ar og að sama skapi hefur skort á umræðu um þau neikvæðu hag- rænu áhrif sem dreifð byggð hefur. Þegar farið er að búa til ramma fyrir nánasta umhverfi fólks, þ.e.a.s. deili- skipulag, er mikilvægt að átta sig á því ferli sem fer af stað. Sífellt er unnið að því að þróa lýðræðislega ferla sem fela í sér að kallað er eftir sjónarmiðum íbúa á fyrstu stigum sem síðan á að tryggja að sem mest sátt ríki um skipulagið, en þetta þykja sjálfsögð vinnubrögð í lýð- ræðissamfélögum. Skipulagsáform eru send í kynningu til að kalla eftir sjónarmiðum íbúa, vegna þess að ekki er búið að fullmóta tillögur áður en þær eru sendar í kynningu. Þetta ferli getur þess vegna leitt af sér breytingar á fyrstu hugmynd- um byggingaraðila, t.d. í þá átt að taka meira tillit til umhverfislegra þátta og bílastæða, en þessi lýð- ræðislegu vinnubrögð bæði lengja skipulagsferlinn og geta gert það að verkum að kostnaður aukist. í haust hélt KB banki ráðstefnu um framtíðina á fasteignamarkaði og í kjölfar þess varð töluverð umræða um hvað hefði áhrif á verð fasteigna og nefnt að lækkun vaxta réði þar miklu. En hér skiptir líka miklu máli mat á verðmæti þess lands sem byggt er á. Reykjavíkurborg er land- eigandi og það hvernig lóðum er ráðstafað hefur lengi verið mikið deiluefni sveitarstjórnarmanna og ekki bara í Reykjavík, heldur á höfuð- borgarsvæðinu öllu. Áður fyrr var það þannig, að sá sem fékk góða lóð gat selt hana með góðum hagnaði án þess að nýta sjálfur byggingarréttinn. Mörgum þótti sem lengstum hafi rétt flokksskírteini ráðið mestu um úthlut- un lóða en ekki skal hér fullyrt að svo hafi verið. Seinna var sú aðferð viðhöfð að úthluta eftir punkta- kerfi og loks ákvað Reykjavíkurborg að gera tilraun með að bjóða út lóðir í Grafarholti. Sú aðferð leiddi vel í Ijós hversu vanmetnar lóðir voru í borginni og var leið landeiganda að ná til sín eðlilegum hluta af markaðs- verðínu. Borgarhagfræðingur hefur bent á að hægt sé að draga hlið- stæðu milli úthlutunar lóða án end- urgjalds og úthlutunar kvóta. Hann hefur bent á að borgaryfirvöld úthluti lóðum í sinni eigu og geri leigusamn- inga við rétthafa. Rétthafinn byggir hús og er frjálst að selja húsið og leigusamninginn þar með. Verðið á landinu er afleitt af verðmæti húss- ins. Samlíkingin við kvótakerfið er að handhafi kvóta geti selt hann hæst- bjóðanda án þess að ríkið sem upp- haflega átti ráðstöfunarrétt í umboð landsmanna fái arð af. Það sem er þó ólíkt með kvótakerfinu og úthlutun lóða er að borgin er ekki eini land- eigandinn í borginni, meðan ríkið er avs 21

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.