AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Page 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Page 26
The New Charter of Athens 2003 The European Council of Town Planners' Vision for Cities in the 21* century Ný Aþenusamþykkt./ The New Charter ofAthens. / Islenskt skipulag samhengi Sigríöur Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur Skipulag gengur út á það að móta umhverfi fólks. Það mótar ramm- ann utan um hið daglega líf íbú- anna. Skipulag teygir anga sína inní okkar daglega líf, á öllum sviðum; hvar við búum, vinnum og eyðum frítíma okkar. Mikilvægt er að vel takist til, þannig að öllum líði vel. Skipulagið endurspeglar þær áhersl- ur sem eru í þjóðfélaginu sem það sprettur úr á hverjum tíma. Með því að skoða skipulagseinkenni þétt- býlis má greina þá hagrænu, tækni legu og samfélagslegu hvata sem liggja að baki mótunar þess. Með aukinni framþróun eykst krafan um betri lífsskilyrði sem leiðir af sér nýjar og betri lausnir í skipulagi. Þannig má segja að með tilkomu skipulags á íslandi, hafi íslendingar verið færðir úr torfbæjar-umhverfi yfir í vestrænt borgar-umhverfi. Fyrstu skipulagslögin voru sett snemma á íslandi miðað við víða annarsstaðar. Þau taka gildi 1921 og leggja mikla Orka fyrir 21. öldina./Fuel for the 21st Century. áherslu á að bæta aðbúnað fólksins. Þar gætir áhrifa garðborgarstefn- unnar en hún kemur fram í Englandi um aldamótin 1900 og er markmið hennar að endurbæta iðnaðarborg- ina. Næsta stóra skrefið er stigið með endurskoðun skipulagslaganna 1964, en það er kerfisbundið skipu- lag þar sem einkabílnum er gert hátt undir höfði. Að þessu sinni berast áhrifin frá Danmörku. Þó að stund- um virðist sem við séum enn stödd á þessu stigi, þá má ekki gleyma að framþróunin heldur áfram. Enn eru það erlend áhrif sem gefa tón- inn. í kjölfar Brundtland-skýrslunnar 1987 og ráðstefnunnar í Río má greinilega sjá aukna áherslu á vist- vænt skipulag á íslandi. Með aðild íslands að Kyoto-samþykktinni má gera ráð fyrir enn aukinni áherslu á umhverfismálin og þá sér í lagi losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi þróun fylgir breyttum áherslum á vestur- löndum og miðar að því á hverjum tíma að gera umhverfi okkar betra. Á íslandi hefur verið starfandi félag skipulagsfræðinga frá 1985 sem hefur það að markmiði að vinna að viðurkenningu skipulagsfræð- innar sem sjálfstæðrar fræðigreinar hér á landi, að stuðla að faglegum vinnubrögðum við skipulagsgerð og málefnalegum umræðum um skipulags- og umhverfismál. Það er aðili að Evrópska Skipulags- fræðingafélaginu (The European Council of Town Þlanners). Vegna sameiningar í Evrópu og sam- vinnu á ýmsum sviðum hefur evr- ópska skipulagsfræðingafélagið kynnt skipulagfræðingum nýja sýn á fram- tíðarþróun evrópskra borga. í The New Charter of Athens sem gefin var út 2003 er megináhersla lögð á að net borga, sem halda menningar- legri sérstöðu sinni og fjölbreytileika, sem byggir á langri sögu og tengir fortíðina, nútímann og framtíðina. íslenski torfbæinn./ The lcelandic turf-house.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.