AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Page 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Page 48
 MATUR / FOOD Mr frakkar Úlfar Eysteinsson, matreiöslumaöur ^afe Sc clZe&tauiatit SpecialUie& Fresh Seafood and Whale Meat ÞRÍR FRAKKAR CAFÉ & RESATURANT - BALDURSGATA 14, REYKJAVIK - TEL (354) 552 3939. Opening Hours: Weekdays 11.30 - 14.30 and 18.00 - 23.30 / Weekends 18.00 - 23.30. E-mail: frakkar@islandia.is IN THE OLD TOWN -JUST A STONES THROW FROM THE CI7YCENTRE Veitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari var stofnaður 1. mars 1989 og þá í upp- hafi var ákveðið að fiskréttir og hvalkjötsréttir væru aðalsmerki staðarins. Flestir veitingastaðir bæjarins voru með alþjóðlegan matseðil þannig að það var ögrandi verkefni fyrir mig og börnin mín, Stefán og Guðnýju Hrönn að reka alvöru- fiskveitingastað. Nú 15 árum og 450 þúsund gestum síðar sjáum við að ákvörðunin var rétt, þó að fyrstu árin hafi verið erfið. Fjölbreytileiki fiskmarkaðarins er líka orðinn frábær og sjómenn hættir að henda furðufiskum og koma nú með þá að landi. Matreiðslumenn mínir eru líka frábærir og þjónustustúlkurnar gera þjónustuna heimilislega. Allt þetta hjálpar til að reka góðan veitingastað. Hvalkjötið vekur forvitni ferðamanna og þegar þeir smakka kjötið þá dynja yfir okkur hrósyrðin. Veitingastaðir í Reykjavík eru nú í mjög háum standard miðað við aðrar borgir í Evrópu og tala ferðamenn um að jafngóðan mat hafi þeir ekki bragðað. Lambið það besta og fiskurinn svo ferskur og sósurnar frábærar. Þessi ummæli hlýja okkur um hjartaræturnar. ■ 48 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.