Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 FRÉTTIR Gæði fyrir dýrin og þig! FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Ágangsfé: Ekki féhirðir annarra – Kominn með nóg af yfirgangi búfjáreigenda Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórs- stöðum, eru á meðal landeigenda sem stóðu á bak við auglýsingu í síðasta tölublaði Bændablaðsins þar sem eigendum búfjár var bent á að ekki mætti beita búfé í löndum nokkurra jarða án leyfis. Þórarinn segist fullsaddur af því að vera „smalaþræll“ annarra. Í áðurnefndri auglýsingu kemur jafnframt fram að; „verði ágangur búfjár í eigu annarra en landeiganda í lönd jarðanna verður leitað atbeina sveitarstjórnar eða eftir atvikum lögreglu til að láta smala.“ Landeigendurnir að baki auglýsingunni eiga jarðir í Reykholts- dal og Hálsasveit í Borgarfirði. „Þetta er þannig að ég á stórt land og menn sleppa öllu fénu á mig og svo krefjast þeir að ég smali því á haustin,“ segir Þórarinn, sem lagði til átta manns í göngur síðasta haust. Sjálf eiga hjónin nokkra tugi fjár og voru í kúabúskap á árum áður. „Landið sem fylgir minni jörð er 2.900 hektarar,“ segir Þórarinn og liggur það að stærstum hluta á heiðarlandi milli Reykholtsdals og Flókadals og að sameiginlegum afrétt. „Ég borgaði á síðasta ári 80 þúsund til að halda úti afréttinum – bæði fjárgjöld og jarðargjöld – og mér finnst sjálfsagt að styðja það ef menn nota afréttinn, en ekki mitt land og mig sem smalaþræl.“ Enn fremur eiga Þórarinn og Guðfinna fjalllendi í sameign með sveitarfélaginu. „Fólk keypti jörð sem liggur að þessu sameiginlega fjalllendi. Það var svo ofboðslegur ágangur af fé af landinu að þau fóru fram á að við myndum girða. Við girtum fyrir tvær milljónir, ég og sveitarfélagið, vegna ágangsfjár annarra, þar á meðal frá ríkisbúinu Hesti. Þetta er ríkisfé og ég er ekki ríkisféhirðir,“ segir Þórarinn. Andstætt gæðastýringu Þeir sem nýta landið hans Þórarins eru þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt. Hann segir að með því skuldbindi þeir sig til að beita fé sínu á land þar sem þeir mega hafa það. Þar vísar Þórarinn sérstaklega til fjórðu greinar gæðastýringarinnar þar sem segir að umsóknum skuli fylgja: „Skrifleg heimild til nýtingar lands þar sem framleiðandi fer ekki með heimild til nýtingar sem landeigandi eða ábúandi.“ Þórarinn segir að þetta snúist um samninga. Þeir sem beita fénu á hans landi sleppi sínum lömbum á vorin og fá þau fullvaxin að hausti. „Þú ert að fá allan arðinn úr landi annarra án leyfis. Ég geri engan greinarmun á landnytjum eða grasi, vatni; heitu eða köldu, silungapolli eða laxveiðiá. Ef húsið okkar er ólæst, er þá sjálfsagt að menn vaði í ísskápinn?“ Ef eigendur kindanna hefðu sinnt smalamennsku á sínu fé í upphafi segir Þórarinn að málið liti allt öðruvísi út núna. „Nú finnst mér menn vera búnir að standa svo lengi í þessum slag við mig að ég er ekki tilbúinn til að heimila beit nema að undangengnum samningum. Ég er búinn að standa í þessu í 30 ár og ég hef alltaf farið í smalamennskur.“ Snýst ekki um skógrækt Málið snýst ekki um gróðurvernd eða skógrækt. „Þetta snýst um yfirgang,“ segir Þórarinn og bætir við að þeir sem stunda fyrirtækjarekstur skuli ekki gera út á eigur annarra. „Ég vil ekki vera smalaþræll fyrir nágranna mína. Þrælahald á Íslandi er löngu bannað og vistarbandið er búið. Það verður allt vitlaust og ég verð sennilega kærður,“ segir Þórarinn aðspurður hvað muni gerast ef hann neiti að smala. „Ég ætla að láta reyna á það í haust. Ég á ekki það margar kindur að ég get haft þær allar í beitarhólfum hér heima.“ /ÁL Þórarinn Skúlason. Páskaútgáfa Bændablaðsins Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi. Athugið að skila þarf öllu rituðu efni, skrá smáauglýsingar og senda auglýsingaefni í blaðið fyrir 30. mars nk. Eggjabúskapur: Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa Tvö eggjabú munu hætta fram- leiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir að aðrir framleiðendur hafi þegar aukið framleiðslu sína sem nemur þeirri fækkkun. Þótt markaðurinn sé viðkvæmur og mikill fjöldi ferða- manna kalli á aukna framleiðslu horfi ekki í eggjaskort á árinu. Alls eru starfandi tíu eggjabú á tólf jörðum á landinu og hefur innlend framleiðsla svarað innlendri eftirspurn eftir ferskum eggjum. Einhver innflutningur hefur þó átt sér stað, aðallega af söltuðum, gerilsneyddum eggjarauðum sem notaðar eru í sósugerð. Í júní næstkomandi mun allri eggjaframleiðslu með hænum í búrum verða hætt, og eftir það verða allar varphænur í lausagöngu. „Vegna þess mikla kostnaðar sem er því samfara hafa tveir eggjaframleiðendur hætt sinni eggjaframleiðslu hvað ég best veit,“ segir Halldóra K. Hauksdóttir, formaður deildar eggjabænda hjá Bændasamtökunum og eggjabóndi hjá Grænegg í Sveinbjarnargerði. „Aðrir framleiðendur hafa þó stækkað umfang sitt sem samsvarar framleiðslu þeirra búa.“ Tæp 4.500 tonn framleidd Eggjamarkaðurinn er viðkvæmur að sögn Halldóru. „Júní, júlí og ágúst eru stærstu eggjasölu- mánuðir ársins og er það til- komið vegna ferðamannafjölda. Því þurfa framleiðendur að taka mið af og mæta aukinni eftirspurn þá mánuði.“ Engar aðgengilegar opinberar hagtölur liggja fyrir um framleiðslu eggja í dag. Nokkur ár eru síðan búfjáreftirlit og Hagstofan söfnuðu saman tölum um fjölda varphæna og framleiðslumagn í hverju héraði. Framleiðendur þurfa hins vegar að gefa upp magntölur til Matvælastofnunar vegna eftirlitsgjalds og ýmissa rannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni nam framleiðsla eggja í fyrra 4.453 tonnum. Er það mun meiri framleiðsla en árið 2021 þegar hún nam 3.949 tonnum, en minna en árið 2020 þegar framleiðslan var 4.745 tonn. /ghp Tveir eggjaframleiðendur munu hætta starfsemi í júní og verða þá átta bú starfandi. Mynd /ghp Halldóra K. Hauksdóttir, formaður deildar eggjabænda. Um 5% fækkun sauðfjár – Mannfjöldi er orðinn meiri á Íslandi Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósenta fækkun sauðfjár á milli ára, úr tæplega 386 þúsund niður í rúmlega 366 þúsund fjár. Um 95 prósent sauðfjárbúa hafa skilað haustskýrslum fyrir síðasta ár miðað við skil árið 2021. Í upplýsingum ráðuneytisins kemur fram að ætla megi að hlutfall þeirra sem hafa þegar skilað skýrslum sé enn hærra, ef tekið er tillit til þeirra sem eru hættir frá fyrra ári. Fullorðnum ám fækkar úr rúmum 301 þúsund niður í rúm 288 þúsund. Ásettum lambgimbrum úr rúmum 66 þúsund niður í rúm 60 þúsund, sem gera um níu prósenta fækkun. Eftirfylgni með skilum á haustskýrslum stendur nú yfir í ráðuneytinu og má gera ráð fyrir að því ljúki um miðjan apríl. Sögulega þykir það nú tíðindum sæta að sauðfé er færra á landinu en mannfjöldi, en samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 387.758 íbúar á Íslandi þann 1. janúar 2023. /smh Búnaðarþing fram undan Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 30. og 31. mars næstkomandi. Alls munu 63 þingfulltrúar eiga rétt til fundarsetu og munu vinna að afgreiðslu tillagna í fimm nefndum: Félags- og fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, stefnumörkunarnefnd, fag- og innviðanefnd og umhverfisnefnd. Þingfulltrúar skiptast svo; úr búgreinadeild nautgripabænda koma 20 fulltrúar, sauðfjárbændur eiga 17 fulltrúa, fjórir koma úr deild garðyrkju. Hrossabændur, skógarbændur, alifuglabændur, eggjabændur og svínabændur eiga tvo fulltrúa hver og einn fulltrúi kemur úr deildum geitfjárræktenda, landeldis og loðdýrabænda. Þá situr einn fulltrúi ungra bænda, einn frá VOR og einn fulltrúi frá félaginu Beint frá býli. Þá sitja sex fulltrúar frá búnaðar- samböndum víða um land. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, setur þingið kl. 11 þann 30. mars og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpa það. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra,mun einnig stíga í pontu og afhenda landbúnaðarverðlaun. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki kl. 17 þann 31. mars. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.