Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Pylsugerðarmaðurinn. LÍF&STARF Flestir eiga sér eitthvert uppáhald meðal vel gerðra vísna. Sjálfur er ég í þeim hópi, nema að þær eru svo mýmargar að ekki verður tölu á komið. Ungur lærði ég þessa vísu Þórarins Sveinssonar í Kílakoti í Kelduhverfi, og hún er mér afar kær: Skarðan drátt frá borði bar, barn að háttum glaður. Völl hann átti, en hann var enginn sláttumaður. Eftir Þorstein Magnússon frá Gilhaga er þessi haglega gerða staka: Víst er snauður barnlaus bær bús þótt auður dafni. Alltaf gnauðar andlaus blær yfir dauðu safni. Þegar gamla Tjarnarbrúin var rifin og ný brú steypt, tekin í notkun, þá orti Dósóþeus Tímóteusson: Mitt er gjarna hjarta heitt, í hinsta skjól er fokið. Nú er Tjarnarbrúin breytt og beggja jólum lokið. Næst er snotur vísa eftir Karl H. Bjarnason: Allt er hljótt um svalan sjó. Senn er nóttin liðin. Út við Gróttu gjálpin þó glepur óttufriðinn. Ólína Andrésdóttir orti einnig til sjávarins: Gyllir sjóinn sunna rík, sveipast ró um Faxavík, Esjan glóir gulli lík, gleði bjó mér fegurð slík. Kjarnmikill var jafnan kveðskapur Bólu- Hjálmars: Fyrr var stóra furan keik, fjörg við ergjur harðar. Í baki hokin, barrlaus eik beygist nú til jarðar. Eftir Svein Jónsson framtíðarskáld er þessi vísa: Ég veit þú hallar ei mig á, eg þó falla kunni, og ég svalli sæmd mér frá og sé í allra munni. Við lestur fyrstu ljóðabókar Þorsteins Erlingssonar, Þyrnar, orti Sigurður Halldórsson: Oft þó virðist lífið leitt og litla gleði að finna, fær mér einatt unað veitt ómur strengja þinna. Og enn er vísa eftir Sigurð Halldórsson á Akureyri: Þegar ógna vetrarvöld, vor er ljúft að dreyma, og ævidaga undir kvöld æskuna sína heima. Tryggvi Haraldsson á Akureyri spurði Jakob Ó. Pétursson (Pela) vin sinn um kunningsskap hans og Erlings Davíðssonar, ritstjóra Dags. Jakob taldi hann góðan, enda hefðu þeir búið saman og jafnvel deilt sæng í ferðalögum erlendis. Þá kvað Tryggvi Haraldsson: Undir Johnsons verndarvæng vaknaði ástarþeli, er þeir byggðu eina sæng Erlingur og Peli. Þegar Ulrich Richter fagnaði sextíu ára afmælinu, orti til hans Jóhannes Benjamínsson frá Hallkelsstöðum í Hvítársíðu: Magnast þér elli, margt er liðið, mun þó óhögguð staðreynd sú, að sextíu ár hefur kölski kviðið að kæmi sú stund, að birtist þú. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Starfsfólki og stjórn Bændasamtaka Íslands var boðið í heimsókn í nýja kjötvinnslu Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi. Tilefnið var búgreinaþing deildar svínabænda BÍ seinna um daginn. Þar vinnur margt starfsfólk við fjölbreyttar vélar, enda framleitt margslungið úrval matvara við bestu aðstæður. /ÁL Kjötvinnsla af nýjustu gerð Gestir gera sig klára fyrir heimsóknina. Starfsfólk pakkar kjötsneiðum. Myndir / ÁL Salami pylsur hanga í röðum. Stálhanski og stálsvunta koma sér vel þegar unnið er með beitta hnífa. Kjöti pakkað í stærri umbúðir. Svínakjöt hangir og bíður frekari vinnslu. Snitsel í neytendapakkningum. Ekki er allt afgreitt með vélum. Starfsmaður snyrtir kjötbita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.