Bændablaðið - 23.03.2023, Side 7

Bændablaðið - 23.03.2023, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Pylsugerðarmaðurinn. LÍF&STARF Flestir eiga sér eitthvert uppáhald meðal vel gerðra vísna. Sjálfur er ég í þeim hópi, nema að þær eru svo mýmargar að ekki verður tölu á komið. Ungur lærði ég þessa vísu Þórarins Sveinssonar í Kílakoti í Kelduhverfi, og hún er mér afar kær: Skarðan drátt frá borði bar, barn að háttum glaður. Völl hann átti, en hann var enginn sláttumaður. Eftir Þorstein Magnússon frá Gilhaga er þessi haglega gerða staka: Víst er snauður barnlaus bær bús þótt auður dafni. Alltaf gnauðar andlaus blær yfir dauðu safni. Þegar gamla Tjarnarbrúin var rifin og ný brú steypt, tekin í notkun, þá orti Dósóþeus Tímóteusson: Mitt er gjarna hjarta heitt, í hinsta skjól er fokið. Nú er Tjarnarbrúin breytt og beggja jólum lokið. Næst er snotur vísa eftir Karl H. Bjarnason: Allt er hljótt um svalan sjó. Senn er nóttin liðin. Út við Gróttu gjálpin þó glepur óttufriðinn. Ólína Andrésdóttir orti einnig til sjávarins: Gyllir sjóinn sunna rík, sveipast ró um Faxavík, Esjan glóir gulli lík, gleði bjó mér fegurð slík. Kjarnmikill var jafnan kveðskapur Bólu- Hjálmars: Fyrr var stóra furan keik, fjörg við ergjur harðar. Í baki hokin, barrlaus eik beygist nú til jarðar. Eftir Svein Jónsson framtíðarskáld er þessi vísa: Ég veit þú hallar ei mig á, eg þó falla kunni, og ég svalli sæmd mér frá og sé í allra munni. Við lestur fyrstu ljóðabókar Þorsteins Erlingssonar, Þyrnar, orti Sigurður Halldórsson: Oft þó virðist lífið leitt og litla gleði að finna, fær mér einatt unað veitt ómur strengja þinna. Og enn er vísa eftir Sigurð Halldórsson á Akureyri: Þegar ógna vetrarvöld, vor er ljúft að dreyma, og ævidaga undir kvöld æskuna sína heima. Tryggvi Haraldsson á Akureyri spurði Jakob Ó. Pétursson (Pela) vin sinn um kunningsskap hans og Erlings Davíðssonar, ritstjóra Dags. Jakob taldi hann góðan, enda hefðu þeir búið saman og jafnvel deilt sæng í ferðalögum erlendis. Þá kvað Tryggvi Haraldsson: Undir Johnsons verndarvæng vaknaði ástarþeli, er þeir byggðu eina sæng Erlingur og Peli. Þegar Ulrich Richter fagnaði sextíu ára afmælinu, orti til hans Jóhannes Benjamínsson frá Hallkelsstöðum í Hvítársíðu: Magnast þér elli, margt er liðið, mun þó óhögguð staðreynd sú, að sextíu ár hefur kölski kviðið að kæmi sú stund, að birtist þú. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Starfsfólki og stjórn Bændasamtaka Íslands var boðið í heimsókn í nýja kjötvinnslu Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi. Tilefnið var búgreinaþing deildar svínabænda BÍ seinna um daginn. Þar vinnur margt starfsfólk við fjölbreyttar vélar, enda framleitt margslungið úrval matvara við bestu aðstæður. /ÁL Kjötvinnsla af nýjustu gerð Gestir gera sig klára fyrir heimsóknina. Starfsfólk pakkar kjötsneiðum. Myndir / ÁL Salami pylsur hanga í röðum. Stálhanski og stálsvunta koma sér vel þegar unnið er með beitta hnífa. Kjöti pakkað í stærri umbúðir. Svínakjöt hangir og bíður frekari vinnslu. Snitsel í neytendapakkningum. Ekki er allt afgreitt með vélum. Starfsmaður snyrtir kjötbita.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.