Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Stuðningur við skógrækt félaga og samtaka STYRKIR TIL LOFTSLAGSVERKEFNA: UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR: www.skogur.is/vorvidur UMSÓKNARFRESTUR TIL 15. APRÍL! C M Y CM MY CY CMY K Vorvidur-auglysing_2023_BBL.pdf 1 16.3.2023 13:35:34 Ætlar þú að kjarna Hvolsvöll með okkur? Nýr miðbær á Hvolsvelli er nú í mótun. Gatnagerð er hafin og fjöldi nýrra lóða verður brátt úthlutað sem einni heild. Á svæðinu verður blönduð byggð undir verslun, þjónustu og íbúðahúsnæði. Um er að ræða einstakt tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á miðbæ Hvolsvallar og setja mark sitt á þetta einstaka svæði. Segja má að Hvolsvöllur sé hjarta Suðurlands, mikil uppbygging er á svæðinu og hefur íbúum fjölgað mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er í miklum blóma enda skartar Rangárþing eystra mörgum af fallegustu og þekktustu náttúruperlum Íslands. Umóknarfrestur er til 31. mars. Sótt er um lóðirnar rafrænt á: Lóðir lausar til úthlutunar www.hvolsvollur.is svo eru áframræktaðar þannig að úr verði kjöt og mögulega mjólk án þess að framleiðslan tengist notkun á nautgripum. Þetta er m.a. verið að rannsaka í Danmörku og eru þessar aðferðir komnar nokkuð langt á veg en þó er töluvert í land með að gera þetta með nógu hagkvæmum hætti þannig að vörurnar geti keppt við hefðbundnar landbúnaðarvörur Þar kemur m.a. til hár framleiðslu­ kostnaður, vandamál tengd bragð­ og áferðargæðum og fleira mætti nefna. Þó er ljóst að að þessu er unnið víða um heim og hefur vísindafólki miðað vel áfram. Staðreyndin væri sú að svona matvörur munu verða aðgengilegar í töluverðum mæli í framtíðinni. Hvenær það gerist nákvæmlega er þó erfitt að segja fyrir um hér og nú. Kynbætur fyrir minni metanlosun Þriðja erindið sem hér verður greint frá sneri að því hvort unnt væri að kynbæta fyrir minni metanlosun nautgripa en á vegum Háskólans í Árósum hefur verið unnið að því að rannsaka þennan möguleika. Í stuttu máli sagt þá er niðurstaða vísindafólksins sú að það er vel hægt að draga úr metanframleiðslu nautgripa í gegnum kynbótastarf, rétt eins og að kynbæta fyrir aukinni mjólkurframleiðslu, en til þess að hægt væri að gera það þyrfti að safna miklu betri gögnum á hverju kúabúi en nú er gert. Skýringin felst í því að safna þyrfti einstaklingsupplýsingum um styrk metans frá hverjum grip og er það best gert annaðhvort í mjaltaþjóni eða kjarnfóðurbás. Hvert kúabú þyrfti þá að setja upp tiltölulega einfaldan og ódýran búnað sem mælir styrk metans á hverjum tíma og tengir niðurstöðuna við mismunandi kýr. Jafnframt þyrftu bændur að skrá betur niður heildarát gripa en allt er þetta framkvæmanlegt ef vilji er fyrir hendi. 3. Bústjórn Þessi málstofa hefur verið fyrir­ ferðarmikil undanfarin ár en í ár voru einungis þrjú erindi í málstofunni. Raunar tengist efnið beint inn í svo til allar aðrar mál­ stofur enda bústjórn tengd allri starfsemi á kúabúum. Reynslan úr svínabúskapnum Eitt erindið í málstofunni var sérlega áhugavert en það sneri að reynslu danskra svínabænda af góðri bústjórn og hvernig nota má reynslu þeirra til þess að bæta bústjórnina á kúabúum. Þarna var m.a. komið inn á hve miklu máli skiptir að vera með góða gagnasöfnun svo unnt sé að bera saman niðurstöður við bæði meðaltal landsins en ekki síður við hóp búa sem eru að ná áþekkum árangri. Tilfellið er að þegar bændur eru að ná mjög góðum árangri þá verður bilið í meðalbúið oft ansi stórt og þá vantar raunhæfari viðmið svo hægt sé að ná enn lengra. Í erindinu voru sýndar tölur úr svínarækt þar sem kom t.d. fram að meðalgyltan í Danmörku er að skila af sér 34 grísum til lífs á ári en 25% bestu búin eru með að jafnaði 36,8 grísi. Bestu búin eru aftur á móti með í kringum 40 grísi sem vandir eru undan gyltum að jafnaði á ári og til þess að þessi bú geti bætt sig enn frekar þurfa þau að bera sig saman við hvert annað, þ.e. bestu búin við bestu búin. En hvernig er best að ná slíkum árangri og halda honum? Inn á það kom annar af tveimur ábúendum svínabúsins Thorupgaard, Peter Greibe, en það er einkar vel rekið svínabú með 1.200 gyltum með aðeins 8 starfsmönnum og nemur framleiðslan 46.000 grísum á ári en þeir eru seldir til áframeldis eftir frávenjur og sumir við 30 kílóa þunga. Þetta bú var áður rekið með mikilli eigin vinnu Peter og félaga hans, Esben, sem að eigin sögn skiptu sér af nánast öllu í rekstrinum, voru með mikla viðveru, komust lítið frá og auk þess var starfsmannaveltan mikil hjá þeim félögum. Ástandið var að buga þá og eitthvað varð að breytast og ákváðu þeir að fá hjálp sérfræðinga í bústjórn. Tóku upp LEAN Farið var í gegnum alla verkferla á búinu með LEAN skipulagi og vinnubrögð flestra þátta stöðluð með skriflegum hætti þannig að hver starfsmaður bjó til lýsingu á eigin verksviði og hvernig hann/hún tókst á við mismunandi verkefni. Þá voru settir upp vikulegir upplýsingafundir á búinu, þar sem farið var yfir árangurinn og hvar mætti gera betur og/eða breyta. Þeir gengu meira að segja svo langt að útbúa starfsmannahandbók fyrir búið, jafnvel þó ekki störfuðu fleiri þar en hér að framan greinir. Enn fremur settu þeir upp fasta fundi með hverjum starfsmanni, þar sem viðkomandi gat skrifað niður ábendingar um eigin verksvið og hvernig mætti bæta frekar vinnuumhverfið o.fl. Þetta leiddi til gjörbreytingar á rekstrinum, lykiltölurnar urðu betri og þeir Peter og Esben náðu að slaka á og njóta. Dæmið sýnir skýrt, sem reyndar hefur verið margoft skrifað um hér í Bændablaðinu og víðar, að með því að staðla sem flesta verkferla á búum má stórbæta árangurinn. Í næsta Bændablaði verður haldið áfram með umfjöllun um danska fagþingið. Fyrir áhugasama má benda á að flest erindi ráðstefnunnar eru aðgengileg á vefslóðinni: https:// www.tilmeld.dk/kvaegkongres 2023/praesentationer Svínabændurnir Esben og Peter tóku upp LEAN á svínabúi sínu og sjá ekki eftir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.