Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Í síðustu tölublöðum Bænda- blaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Íslandi. Því er hér haldið áfram. Áður en lengra er haldið vilja greinarhöfundar þó leiðrétta það sem þeir héldu blákalt fram í síðasta blaði að Bjórhátíðin á Hólum hefði verið fyrsta bjórhátíðin á Íslandi. Glöggur lesandi benti okkur á það að skömmu áður en hún var haldin hafði netsíðan Bjórspjall.is haldið upp á árs afmæli sitt með bjórsamkomu sem nefndist „Uppskeruhátíð“ á veitingastaðnum Ránni í Keflavík og þar með sett rána fyrir komandi hátíðir (meðvituð gamanmál). Það væri fyrsta bjórhátíðin á Íslandi! Er því hér með komið á framfæri. Þau brugghús sem fjallað hefur verið um undanfarið hafa flest átt það sameiginlegt að vera lítil, vera á landsbyggðinni og vera ástríðuverkefni einstaklinga. Þau eiga það líka sameiginlegt að vera í samtökum handverksbrugghúsa, en það næsta í þessum greinarflokki er ekkert af þessu. Þar er þó engu minni ástríða svífandi yfir vötnum. Þegar nýir eigendur Ölgerðarinnar ákváðu að byggja nýtt húsnæði undir starfsemina hjá sér á Grjóthálsi í kjölfar yfirtöku var eitt sem forstjóra langaði mikið að gera. Það var að taka almennilega og vel á móti fólki en vísindaferðir og heimsóknir til stærsta áfengisinnflytjandans og næststærsta bjórframleiðanda landsins voru vitanlega eftirsóttar. Andri Þór Guðmundsson hafði margs konar hugmyndir, að koma upp Bjórskóla, að búa til lítið handverksbrugghús, byggt á fyrirmyndum frá Kaupmannahöfn, og að hafa sjálfrennandi foss niður veggina enda vatn undirstaðan í framleiðslu Egils og Ölgerðarinnar. Þetta var á því drottins ári 2007. Við hrunið voru allar hugmyndir dregnar saman, fossinn innandyra varð að prentuðum striga á veggnum, Epal húsgögnum var skilað og almennt aðhald sýnt til að fyrirtækið færi ekki sömu leið og mörg önnur. Einu var þó sem betur fer ekki hægt að skila en það voru gyllt bruggtæki sem þegar voru komin til landsins. Bríó var hann nefndur Egill Skallagrímsson bjó á Borg á Mýrum þannig að Borg brugghús var kannski ekki óvæntasta nafngiftin á þessu tilraunaeldhúsi Ölgerðarinnar. Inn var ráðinn ungur maður sem hafði bæði lært bruggfræði og spilaði á horn í afleysingum með Sinfóníunni, Sturlaugur Jón Björnsson. Stulli, eins og hann er alla jafna kallaður, var hugmyndaríkur og átti rætur að rekja í heimabruggsenuna sem þá var að slíta barnsskónum. Stulli prófaði ýmislegt í nýju tækjunum sem sett voru upp í einu horni nýju byggingarinnar. Fyrsti bjórinn á markað þó var sérbrugg fyrir eina vinsælustu bjórknæpu þess tíma, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Bríó var hann nefndur og var um tíma einungis seldur á Ölstofunni og varð fljótlega goðsagnakenndur bjór, þurrhumlaður lager með bæverskum Mittelfrüh humlum. Bjóráhugamenn hafa í gegnum tíðina dásamað þennan bjór en kenning greinarhöfunda er þó að sérvalið glas, sem fylgdi bjórnum og raunar braut áratuga einokun bjórkollunnar sem aðalglas veitingastaða þegar kom að bjór, hafi orðið til þess að virkja afmissutilfinningu bargestanna svo rækilega að fljótlega hafði Borg ekki undan að framleiða bara Bríó. (Glasið góða hafði líka þann kost að vera 0,4 lítrar sem drykkfelldir blaðamenn og aðrir fastagestir Ölstofunnar áttuðu sig ekki endilega á þegar kom að verðútreikningum.) Bæta varð við framleiðslurýmið og Borg brugghús var formlega mætt til leiks. Þetta var árið 2010. Annar bjórinn sem Borg brugghús kom með gekk ekki jafn vel. Eftir vel heppnað samstarf við þá félaga Kormák og Skjöld var ákveðið að blása til samstarfs við nýlega opnað steikhús sem hét Austur. Ansi ljúffengt breskt brúnöl sem nefnt var eftir staðnum og átti að vera steikarbjór varð bjór nr. 2 en skemmst er frá því að segja að fastakúnnahópurinn sem Austur var best þekktur fyrir var ekki endilega markhópurinn fyrir steikhús og hvað þá brúnöl. Vissulega er og var þarna eitthvert gott orðagrín sem ekki verður endilega haft eftir hér, en bjórinn varð skammlífur og flestir bjórnirðir smökkuðu þennan bjór í fyrsta sinn þegar hann var endurgerður í tilefni af 10 ára afmæli Borgar. Sá þriðji var ef til vill sá sem skilgreindi Borg brugghús eins og við þekkjum það í dag, en þegar þarna var komið var Stulli ákveðinn í því að nú væri kominn tími til að brugga og bjóða upp á ferskan IPA bjór, en slíkt hafði ekki verið reynt til almennrar sölu áður, eftir því sem greinarhöfundar komast næst. Rétt er þó að ítreka fyrirvara sbr. inngang að þessari grein hér að framan að aldrei skyldi alhæfa. Stulli bar upp hugmyndina við þá sem réðu en eitthvað gekk stirðlega að fá endanlegt samþykki fyrir bjórnum enda vel humlaðir bjórar nær óþekktir utan heimabruggsamfélagsins og bjór nr. 2 hafði ekki gengið sem skyldi. Niðurstaðan varð því sú að gera skyldi 2 bjóra, nr. 3, Úlf, þurrhumlaðan IPA sem fáir höfðu trú á og svo annan sem varð nr. 4 og fékk nafnið Bjartur, sem var heitgerjaður lager og átti að vera sá sem drægi vagninn. Í sem skemmstu máli hefur Borg sjaldnast náð að anna eftirspurn á Úlfi, en er löngu hætt að framleiða Bjart. LÍF&STARF ÞÓR HF thor.is BÆNDUR VELJA MAKITA Handverksbrugghúsin á Íslandi: Borg brugghús, brugghúsið í borginni Höskuldur og Stefán hoskuldur@bondi.is Sérvalið glas sem kom fyrst á markað með Bríó. Myndir / Aðsendar Annar greinarhöfunda og Sturlaugur, fyrsti bruggmeistari Borgar. Valgeir og Árni á bjórhátíðinni á Hólum. Myndir / HS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.