Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 1
38 6. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 23. mars ▯ Blað nr. 630 ▯ 29 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Egill Gunnarsson, bústjóri í Hvanneyrarfjósi, kann að meta nálægðina við nemendur og fræðasamfélagið. Búinu er ætlað að vera aðsetur rannsókna og kennslu, á sama tíma og reksturinn á að vera sambærilegur og í dæmigerðum fjósum af svipaðri stærð. Egill segist skilja vel hvernig landsliðsþjálfurum líður í sínum störfum, enda hafa Hvanneyringar og bændur oft miklar skoðanir á hans verkum. – Sjá nánar bls. 30–31. Mynd / Ástvaldur Lárusson Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hefur innflutningshömlum verið kennt um. Innflutningur á nautakjöti hefur hins vegar aldrei verið meiri, sem hefur ekki skilað sér í verðlækkunum. Lækkanir á tollum hafa mikil áhrif á starfsumhverfi bænda, sem hefur sýnt sig í slæmri afkomu nautakjötsframleiðenda. „Ef horft er til verðþróunar kjöts á milli ára og hún borin saman við matvöru í heild sinni annars vegar og vísitölu neysluverðs hins vegar má sjá að flestar kjötafurðir hafa dregist aftur úr,“ segir Sverrir Falur Björnsson, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands. „Hækkun á almennu verðlagi frá byrjun árs 2009 er rétt rúm 70 prósent. Lambakjöt, svínakjöt og fuglakjöt er allt töluvert undir þeirri verðþróun yfir sama tímabil. Vissulega hefur verið skörp hækkun á þessu verði undanfarið ár en auðvelt er að sjá hversu mikið verð á þessum afurðum dróst aftur á löngu tímabili og ofan á það dembdust miklar aðfangahækkanir á landbúnaðinn á liðnu ári.“ Erlend markaðshlutdeild kjöts hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, eða úr fimm prósentum árið 2012 upp í rúm 16 prósent árið 2022. Á árunum 2012 til 2020 hækkaði verð á kjöti hægar en almennt matvælaverð, en hækkun þess síðarnefnda nemur að meðaltali 0,7 prósent á ári. „Á allra síðustu árum hefur kjöt hækkað meira í verði en önnur matvæli á sama tíma og innflutt kjöt hefur aldrei verið meira hlutfall af framboði,“ segir Sverrir Falur. Ef nautakjöt er skoðað sérstaklega, þá er innflutningur þess í sögulegu hámarki á meðan viðurværi nautgripakjötsframleiðenda hefur sjaldan verið verra. Þrátt fyrir að neytendur hafi aðgang að erlendu nautakjöti, þá hefur verðið hækkað umfram vísitölu neysluverðs. Þetta sýnir enn fremur að ekki sé hægt að ganga að því vísu að neytendur græði á innflutningi. Sverrir segir að Ísland hafi árið 2018 hafið aðlögunarferli að nýjum viðskiptasamningi Íslands og ESB sem undirritaður var árið 2015. Í því fólst samkomulag um sjöfalda aukningu á tollkvóta miðað við áður. Tollkvóti segir til um hversu mikið magn afurða má flytja inn utan almennrar tollskrár, þá annaðhvort að viðbættu útboðsgjaldi eða tollfrjálst. Aukningin kom í þrepum og var lokið árið 2021. „Þetta lækkaði innflutningsálögur og jók ávinning af innflutningi í samanburði við innlenda framleiðslu.“ /ÁL Verðþróun lambakjöts og nautakjöts í samanburði við meðaltal matvæla. Græna línan sýnir meðaltal matvæla, sú bláa sýnir verðþróun nautakjöts og sú rauða sýnir lambakjöt. Rétt er að benda á lambakjötið sem hefur dregist aftur úr öðrum vöruflokkum. Gulu stólparnir sýna aukningu á tollkvótum, en þrátt fyrir að nautakjöt sé flutt inn í meira magni en áður heldur það ekki aftur af verðhækkunum þess. Lífrænt vottuð framleiðsla: Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni Skortur er á áreiðanlegum opin- berum gögnum um fram leiðslu- magn og markaðshlutdeild lífrænt vottaðra matvæla á Íslandi. Tillögur eru komnar fram um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi. Stefna stjórnvalda er að auka hlutfall þessara matvara markvisst með tímasettri áætlun og eru tillögurnar ein birtingarmynd stefnunnar. Þeim er þannig ætlað að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar, þar sem eftirspurn eftir vottuðum lífrænum vörum fer vaxandi. Plássfrekastir vöruflokka á íslenskum lífrænt vottuðum markaði eru garðyrkja, eggjaframleiðsla, mjólkurvinnsla og kornframleiðsla til manneldis. Hlutfallið er hæst í garðyrkju, en þar er vitað að 13 af um 200 framleiðendum eru lífrænt vottaðir, eða um 6,5 prósent. Nesbú er eini íslenski eggja­ framleiðandinn og er talið að markaðs hlutdeild þeirra sé um fimm prósent í dag. Móðir Jörð ræktar um 100 tonn af korni á ári af um 9.500 tonna heildarframleiðslu í landinu, eða tæplega eitt prósent. Kornið frá Vallanesi er hins vegar allt ræktað til manneldis – og er stór hluti af þeirri heildarframleiðslu í landinu. Biobú ætlar að vinna mjólk úr 700.000 lítrum á þessu ári af um 800 þúsund lítra heildarmagni sem er í boði. Það er um 0,54 prósent framleiðsla af heildarkvóta ársins. /smh Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning – Neytendur njóta ekki góðs af aukinni markaðshlutdeild erlendra kjötvara Borgarbarnið sem starfaði hjá bændum í rúm 40 ár 32 36 Verðmætaaukning ullar Fjósameistari á Blikastöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.