Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Þrátt fyrir að makríllinn í Norðaustur-Atlantshafi hafi verið veiddur langt umfram ráðleggingar fiskifræðinga árum saman virðist þessi ofveiði ekki hafa skaðað stofninn hingað til að neinu marki. Vísindamenn hafa stöðugt vanmetið stærð stofnsins vegna skorts á áreiðanlegum rannsóknagögnum en góð nýliðun hefur haldið veiðunum uppi. Það hefur lengi vakið nokkra furðu að þrátt fyrir „gegndarlausa ofveiði“ á makríl, eins og það hefur verið kallað, um áralangt skeið skuli stofninn ekki vera orðinn rjúkandi rúst. Veiðar úr honum hafa verið að meðaltali 41% umfram vísindaráðgjöf síðan árið 2010, fyrst og fremst vegna þess að veiðiþjóðirnar hafa ekki getað komið sér saman um skiptingu aflans sín í milli. Þá hefur það einnig vakið athygli að enda þótt veitt hafi verið rösklega umfram ráðgjöf eitt árið skuli ráðgjöfin stundum hafa verið hækkuð árið á eftir. Rangar aflatölur Við leituðum skýringa á þessu hjá Guðmundi Óskarssyni, sviðsstjóra á uppsjávarsviði Hafrannsókna- stofnunar. Hann sagði að á löngu tímabili á árunum fyrir 2000 og mögulega alveg fram til ársins 2005 hafi lítið verið að marka uppgefnar aflatölur í makrílveiðum. Veitt hafi verið langt umfram skráðan afla. Þetta svindl leiddi að lokum til málaferla, m.a. í Skotlandi, þar sem skipstjórar og útgerðir voru dæmd fyrir atferlið. Á þeim tíma var í gildi samningur milli þáverandi veiðiríkja um makrílveiðarnar. Árið 2005 fer makríllinn svo að ganga til Íslands og síðan þá hefur enginn allsherjarsamningur ríkt um veiðarnar. Reyndar gerðu Noregur, ESB og Færeyjar með sér samkomulag á tímabili en sá samningur féll úr gildi fyrir nokkrum árum. Lélegt og ónákvæmt stofnmat En hvers vegna hefur makrílstofninn ekki liðið fyrir það að vera veiddur langt umfram vísindalega ráðgjöf? „Meginskýringin er sú að stofn- matið hefur verið mjög lélegt og ónákvæmt,“ segir Guðmundur. „Gögnin sem unnið hefur verið með hafa ekki verið góð eða áreiðanleg. Aflagögn aftur í tímann skipta mjög miklu máli en þau voru fölsuð og röng á löngu tímabili eins og áður kom fram. Eggjaleiðangrarnir sem farnir hafa verið jafnan á þriggja ára fresti frá því á 8. áratugnum allt frá Biskay flóa og norður fyrir Bretlandseyjar gefa vísitölu um stærð hrygningarstofns sem virðist ekki hafa gefið góða mynd af þróun stofnsins. Svo fórum við af stað með sumarleiðangur ásamt Norðmönnum og Færeyingum, þar sem mælt er magn og dreifing makrílsins ákvörðuð í ætisgögnum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og milli Íslands, Færeyja og Noregs. Þessi mæling hófst upp úr 2010 og sú tímaröð er fyrst núna að verða nógu löng til þess að hafa eitthvað að segja. Að auki var farið að taka gögn frá merkingum og endurheimtum á makríl inn í stofnmatið fyrir nokkrum árum. Við trúum því að með lengri tímaröðum sem og nýjum og betri gögnum getum við bætt stofnmatið en það er alltaf spurning hvenær það verður nógu gott,“ segir Guðmundur. Stofnmat aðlagað að aflatölum Hvað varðar það að ráðgjöfin hafi stundum verið hækkuð árið eftir að veitt var gróflega umfram tillögur vísindamanna segir Guðmundur að það skýrist af því að stöðugt hafi farið fram endurskoðun á stofnstærðinni miðað við aflagögn árið á undan. Það sem haldið hafi uppi svona miklum makrílafla árum saman sé góð nýliðun inn í stofninn allt frá árinu 1991. Hins vegar megi ekki gera ráð fyrir því að svo verði um alla framtíð og tíðni stórra árganga hafi verið lægri síðustu ár. Umframkeyrsla í norsk-íslenskri síld Það er ekki bara makríllinn sem er samningslaus heldur á það líka við um norsk-íslensku síldina og kolmunnann þótt yfir skemmri tíma sé. Fljótlega eftir að norsk-íslenska síldin hóf göngu sína á haf út á ný í átt til Íslands um miðjan tíunda áratuginn eftir 25 ára hlé gerðu veiðiþjóðirnar með sér samkomulag um að veitt skyldi samkvæmt veiðiráðgjöf vísindamanna og kvóti og kvótaskiptingin ákveðin á vettvangi Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Frá og með árinu 2017 hefur hins vegar ekki náðst sátt um skiptinguna og hver og ein þjóð hefur gefið einhliða út aflamark á hverju ári. Þetta hefur leitt til þess að heildarafli hefur aukist langt umfram vísindaráðgjöf. Framúrkeyrslan nam 54-65% á árunum 2017 og 2018 og um og yfir þriðjung á árunum 2019- 2021. Síldarstofninum hrakar Að sögn Guðmundar er stofnmat norsk-íslensku síldarinnar mun áreiðanlegra en stofnmat makrílsins. Stofninn hefur verið að minnka vegna slakrar nýliðunar en einnig vegna of mikillar veiði. Það vantar stóra árganga inn til þess að lyfta stofninum upp. Í síðustu skýrslu Hafrannsóknastofnunar segir að þessar umframveiðar auki hættuna á því að hrygningarstofnstærð fari undir varúðarmörk, sem leiði til minni afrakstrar til lengri tíma litið og að nýting stofnsins verði ekki lengur sjálfbær. Þótt yfirleitt sé veikt samband milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar eru jafnan minni líkur á að fá góða nýliðun úr litlum stofni og varúðarmörk taka tillit til þess í veiðiráðgjöf, segir Guðmundur. Kolmunnaafli umfram ráðgjöf Sömu sögu er að segja um kolmunnann og norsk-íslensku síldina. Stofnmatið er talið þokkalega gott, gagnstætt því sem gildir um makrílinn, og kolmunninn var lengi veiddur samkvæmt veiðiráðgjöf fiskifræðinga, en síðustu árin hefur því ekki verið að heilsa. Árið 2022 var veiðiráðgjöfin til dæmis 753 þúsund tonn en aflinn fór í 1.108 þúsund tonn eða 47% umfram ráðgjöfina. Athygli vekur að fyrir árið 2023, þ.e.a.s. yfirstandandi ár, er hins vegar ráðlögð veiði upp á 1.360 þúsund tonn, þrátt fyrir umframkeyrslu áranna á undan. Kolmunninn endist stutt í veiðinni Guðmundur segir skýringuna felast í því að sterkir árgangar séu að koma inn í stofninn, einkum sá frá árinu 2020. Nýtingarstefnan hvað kolmunnann varðar hefur leitt til þess að hann er veiddur alveg frá eins árs aldri og í mestu magni við þriggja og fjögurra ára aldur. Fiskurinn endist því mjög stutt í veiðinni, kannski ekki nema til sex ára aldurs að einhverju ráði. Til þess að geta haldið uppi jöfnum veiðum þarf breiðari aldursdreifingu í stofninn sem fæst með minna veiðiálagi. Að sögn Guðmundar hafa íslensk stjórnvöld talað fyrir því í samningaviðræðum að veiðiálagið verði minnkað í þessu skyni þannig að hrygningarstofninn verði stærri og þar með minni sveiflur í afla. Fiskifræðingar of varkárir? En hvað segir Guðmundur um þá staðhæfingu sem stundum heyrist að fiskifræðingar séu óþarflega varkárir í ráðgjöf sinni og svo komi í ljós að þótt veitt sé langt umfram ráðgjöf hafi enginn skaði orðið? „Þetta er gömul umræða og á alveg rétt á sér hvað makrílinn varðar, en það helgast af því að rannsóknagögn hafa verið óáreiðanleg og góð nýliðun í stofninn hefur haldið þessum mikla afla uppi eins og áður sagði. Við sjáum þetta alls ekki í norsk-íslensku síldinni og kolmunnanum. Stofnmatið þar er mun áreiðanlegra. Umframveiðarnar á norsk-íslensku síldinni eru þegar farnar að hafa áhrif á stofninn. Markmiðið í nýtingu þessara stofna, eins og annarra fiskistofna, hlýtur að vera að hafa stóra og heilbrigða stofna, viðhalda sjálfbærni þeirra og stuðla að hámarksafrakstri til langs tíma litið. Það leiðir svo aftur til jafnari veiði og hagkvæmari útgerðarhátta,“ sagði Guðmundur Óskarsson. Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com NYTJAR HAFSINS Makrílafli 1981 til 2021. Mynd / Hafrannsóknastofnun. Stærð makrílstofnsins lengi vanmetin Makríl í kös. Mynd / Aðsend Makrílafli VEIÐISVÆÐI ÓSKAST Vegna mikilla eftirspurna þá köllum við eftir nýjum veiðisvæðum í flóru félagsins. Bæði stöðuvötn og rennandi vatn. Skoðum einnig veiðisvæði á afskektum stöðum. Veiðifélagið Fish Partner er í stöðugum vexti og leitast eftir fleiri samstarfsaðilum um land allt óháð fisktegund og tegund vatnasvæðis. Vinsamlegast hafið samband við Kristján í síma 898 3946 eða á netfangið kristjan@fishpartner.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.