Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS NorFor er samnorrænt fóður- matskerfi til að reikna fóðurætlanir fyrir jórturdýr í mjólkur- eða kjötframleiðslu. Kerfið byggir á fóðurrannsóknum á Norður- löndunum og fóðurtöflu sem inniheldur helstu hráefni sem eru notuð á Norðurlöndum. Nýtt líkan fyrir orku (NEL20) í kjarnfóðri sem byggir á efna- innihaldi kjarn- fóðursins og meltanleika var þróað árið 2019. Fyrir þann tíma var nauðsynlegt að vita nákvæmlega hráefnasamsetningu til að áætla orkuinnihald. Vegna uppfærslu á meltanleikalíkaninu í NorFor árið 2021 þurfti að uppfæra líkanið fyrir orkuinnihald í kjarnfóðri í kjölfarið. Orkugildið gerir notendum kleift að bera saman mismunandi kjarnfóður og velja það sem er hagkvæmast fyrir viðkomandi bú. Því er mikilvægt að fóðursalar uppfæri gildin í fóðurtöflunni reglulega og gefi upp nákvæm orkugildi. Í tengslum við uppfærsluna var ákveðið að taka samtals 146 kjarnfóðursýni sem skiptust í 84 frá Danmörku, 15 frá Íslandi, 24 frá Noregi og 23 frá Svíþjóð til að bera spáð orkugildi út frá efnagreiningu saman við það sem er gefið upp í NorFor-fóðurtöflunni. Íslensku sýnin voru flest fengin beint frá fóðurframleiðendum en 3 sýni voru tekin úr sílóum hjá bændum. Sýnin voru votmæld og efnagreind með NIR-tækni hjá Eurofins í Hollandi og niðurstöður bornar saman við skráð gildi í NorFor. Samhliða var líkanið fyrir orku prófað aftur til að tryggja öryggi þess við útreikningana. Íslensk skráning í lagi Ákveðið var að bæta öskuinnihaldi inn í líkanið eftir prófun, þannig að í dag byggir það á innihaldi trénis, fitu, hrápróteins, ösku og meltanleika lífræns efnis. Í framhaldinu var líkanið notað til að reikna út orkugildið í áðurnefndum kjarnfóðursýnum. Mörkin fyrir útlaga voru samkvæmt ESB-stöðlum ± 5% frávik frá uppgefnu gildi. Útlagar voru samtals 35 (24%) í gagnasafninu, aðeins 2 gildi voru hærri en uppgefið orkugildi en 33 mældust með minni orku en uppgefið var í fóðurtöflunni. Sænsku sýnin voru með flesta útlaga (46%) og þar á eftir norsku sýnin með 33%. Sýnin frá Danmörku og Íslandi komu nokkuð vel út þar sem útlagar voru 14% og 13%, sem þýðir að aðeins féllu tvö af íslensku sýnunum utan marka (mynd 1). Með því að skoða samband allra þátta í líkaninu og útlagana kom í ljós að trénisgildið vó mest, þ.e.a.s. því meiri breytileiki í efnagreindu og uppgefnu trénisinnihaldi í fóðurtöflunni, þess meiri breytileiki var á raunverulegu og uppgefnu orkugildi. Niðurstöðurnar voru kynntar fyrir þeim íslensku fóðurframleiðendum sem tóku þátt í skimuninni. Góð umræða skapaðist um mikilvægi þess að uppfæra blöndurnar inni í NorFor- Uppfærsla á orkugildi í NorFor og skimun kjarnfóðurs Ditte Clausen. Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á kynbóta mats- útreikningum fyrir sauðfjár- ræktina. Nýjum eiginleikum hefur verið bætt við, vægi eiginleika í heildareinkunn hefur verið breytt og þá hefur opnast sá möguleiki að bændur geta skilgreint eigin heildareinkunn út frá sínum forsendum í Fjárvís. Nýir eiginleikar og helstu breytingar Ásamt hinum hefðbundnu eiginleikum – gerð, fitu, frjósemi og mjólkurlagni – er nú reiknað kynbótamat fyrir sex nýja eiginleika: Ómvöðva, ómfitu, fallþunga bein áhrif, fallþunga mæðraáhrif, lífþunga bein áhrif og lífþunga mæðraáhrif. Ómvöðva- og ómfitumælingar úr lambaskoðunum, sem byggja á bakvöðvamælingu og fitu yfir bakvöðva, eru keyrðir sem tengdir eiginleikar saman í mati með gerð og fitu. Með því eykst öryggi kynbótamatsins fyrir slátureiginleikana og það lagar bjögun á gerðarmati hrúta sem mikið er sett á undan. Í líkönum fyrir gerð, fitu, ómvöðva og ómfitu er leiðrétt fyrir þungaflokki, kyni, búi og ári. Þá er einnig komið í gagnið kynbótamat fyrir þunga lamba, annars vegar fallþunga og hins vegar lífþunga. Þessir eiginleikar skiptast svo aftur niður í einkunn fyrir bein áhrif og því næst mæðraáhrif. Einkunnir fyrir bein áhrif eiga að vera mat á vaxtargetu lambanna sjálfra. Einkunnir fyrir mæðraáhrif eiga að vera mat á afurðasemi áa/dætra og á að koma í staðinn fyrir kynbótamat fyrir mjólkurlagni. Lífþunga- og fallþungamælingar eru keyrðar saman í kynbótamatinu sem tengdir eiginleikar. Í líkönum fyrir þunga er leiðrétt fyrir kyni, burði lamba, fjölda lamba sem gengu með móður, aldri móður, búi, ári og aldri lamba við vigtun/slátrun. Stuðst er við fyrstu lífþunga- mælingu sem skráð er í Fjárvís þannig að hjá þeim bændum sem skrá lífþunga reglulega yfir haustið þá er kynbótamat fyrir lífþunga að segja talsvert um mæður lambsins og hvernig lömbin eru að koma úr sumarhögum. Við viljum því eindregið hvetja bændur til að vigta sem flest lömb beint af sumarbeitinni og skrá vigtina inn í Fjárvís. Það stendur til að keyra kynbótamat fyrir þunga reglulega yfir sláturtíðina næsta haust og því gætu bændur sem skrá líf- og fallþunga í Fjárvís fengið uppfærslu á kynbótamati gripanna eftir hverja keyrslu. Mælingar fyrir lífþunga lamba sem og fallþungamælingar sem tínast inn nýtast til að reikna mat á eftirlifandi gripi og ætti að auðvelda endanlegt val á ásetningslömbum. Vægi eiginleika í nýrri heildareinkunn kynbótamats Ástæður fyrir því að vægi heildareinkunnar hefur verið breytt eru aðallega tvær. Í fyrsta lagi var þörf á að draga úr vægi fitunnar. Áherslan í ræktunarstarfinu á fitu hefur í raun verið á síðustu árum að halda henni í horfinu frekar en að leggja áherslu á að minnka hana. Jafnvel hefur það hentað sumum að auka hana en í heildina þarf að halda henni hæfilegri. Þetta hefur endurspeglast í vali á hrútum inn á stöðvarnar en reynt hefur verið að hafa í boði hrútakost sem er breytilegur m.t.t. fitusöfnunar þannig að bændur geti valið gripi eftir því hvað hentar á hverju búi. Samkvæmt ræktunarmark- miðunum skal stefnt að því að um 90% framleiðslunnar fari í fituflokka 2 og 3 en síðasta haust fór einmitt 90 % dilka í þessa tvo flokka. Vægi fitu í heildareinkunn kynbótamats var 16,5 % en í nýrri heildareinkunn verður það sáralítið, eða 5%. Hugmyndir eru á lofti um að þróa kynbótamatið í framtíðinni á þann hátt að fitueinkunnin hafi ákveðið kjörgildi og öfgarnar virki neikvætt í báðar áttir. Hin ástæðan er að nauðsynlegt var að endurskoða vægið þegar nýir eiginleikar bættust við kynbótamatsútreikninga. Að sinni mun kynbótamat fyrir ómmælingar ekki vega inn í heildareinkunn, enda er nú tekið tillit til þeirra í kynbótamati fyrir gerð og fitu sem eru ræktunarmarkmiðseiginleikarnir. Þá munu eiginleikarnir „lífþungi bein áhrif“ og „lífþungi mæðraáhrif“, a.m.k. fyrst um sinn, ekki hafa vægi í heildareinkunn. Ræktunarmarkmiðs eiginleikinn er fallþungi en horft til lífþunga sem viðbótarupplýsinga. Ákveðið var að setja 20% vægi á „fallþungi bein áhrif“ og 20% á „fallþungi mæðraáhrif“ og vega því fallþungaeiginleikarnir 40% í nýrri heildareinkunn. Áður var mjókurlagni með 33,3% vægi en mun hér eftir ekki hafa sérstakt vægi. Sú einkunn verður þó reiknuð og birt fyrst um sinn. Ný vægi hafa verið samþykkt af fagráði í sauðfjárrækt og verður heildareinkunn gripa uppfærð í Fjárvís á næstunni. Einkunn bónda Í kynbótamatsyfirlitinu í Fjárvís hefur ásamt nýju eiginleikunum sex einnig bæst við dálkur sem heitir „Einkunn bónda“. Með því að fara inn í - Notandi – og svo – Stillingar – geta bændur skilgreint sína eigin heildareinkunn sem birtist í þessum nýja dálki. Bændur geta því sett sín eigin ræktunarmarkmið og raðað upp gripum búsins út frá þeim forsendum. Eyþór Einarsson og Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautar hjá RML. Eyþór Einarsson og Þórdís Þórarinsdóttir. Vægisbreytingar og fjölgun eiginleika – Kynbótamat í sauðfjárrækt Myndin sýnir vægi eiginleikanna í nýrri heildareinkunn kynbótamats. Fyrir breytingu var vægið: Gerð 16,5%, Fita 16,5%, Frjósemi 33% og Mjólkurlagni 33%.. Af lifandi sæðingastöðvarhrútum stendur Angi 18-882 frá Borgarfelli efstur samkvæmt nýrri heildareinkunn. Mynd 1. Spáð orkuinnihald samkvæmt líkaninu (x-ás) borið saman við skráð orkuinnihald í NorFor-fóðurtöflu (y-ás). Útlínur samkvæmt ESB viðmiði (±5%) eru sýndar með punktalínum. Íslensku sýnin eru merkt með gult x. Útlagar eru rauðlitaðir (Alvarez, et al. 2022).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.