Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Í vikunni hafa birst fregnir af áhyggjum afurðastöðva um mögulegan kjötskort á markaði. Það er því tilefni til þess að rifja upp tilkynningu á vefsíðu einnar afurðastöðvar sem birtist þann 4. janúar 2021, svohljóðandi: „Vegna birgðasöfnunar og versnandi stöðu á kjötmarkaði lækkar innleggsverð nautgripa frá og með 18. janúar næstkomandi. Allir flokkar nema ungkálfar lækka um 5% og gripir sem eru undir 200 kg lækka um 3-5% umfram almennu lækkunina. Ungkálfar eru hækkaðir um 10% til að hvetja til minni ásetnings.“ Hér hafa menn ekki sýnt mikla fyrirhyggju þar sem það tekur næstum 2 ár að ala naut. Strax þarna voru send röng skilaboð til frumframleiðenda. Í mínum huga er það því furðuleg afstaða, þegar sömu aðilar tala um kjötskort þar sem heimildir til innflutnings eru án takmarkana. Meginvandi íslenskrar framleiðslu er að afurðaverð til bænda er ekki að ná framleiðslukostnaði hér heima eftir gríðarlegar aðfangahækkanir síðustu misseri. En afurðaverð til bænda hefur ekki haldið í við þær hækkanir sem hafa áhrif á framleiðslukostnað hér heima. Hvað er til ráða? Afurðaverð verður að hækka til bænda svo þeir sjái einhverja framtíð í framleiðslunni. En á sama tíma eru felldir niður tollar á öllum landbúnaðarvörum frá Úkraínu. Þar til ársins 2018 óx alifuglaræktun til jafns við fólksfjölgun á Íslandi. Eftir 2018 hefur þetta samband slitnað og framleiðsla á mann fór minnkandi en innflutningur jókst. Eru þetta afleiðingar viðskiptasamninga við Evrópusambandið sem stækkaði tollkvóta á innfluttum matvælum fimmfalt, þar af jukust tollkvótar á alifuglakjöti úr 200 tonnum í yfir 1.000 tonn. Við þetta lækkuðu tollaálögur á innflutt kjúklingakjöt töluvert. Þetta hefur ekki einungis áhrif á alifuglakjöt heldur hefur þetta áhrif á allan kjötmarkað á Íslandi. Tollfrjáls innflutningur Bændasamtök Íslands vöruðu við þessum afleiðingum fyrir rúmu ári síðan þegar frumvarp um tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum frá Úkraínu var til umræðu á Alþingi. Engir fyrirvarar voru settir við frumvarpið, líkt og ríki Evrópusambandsins gerðu, enda var um að ræða táknrænan stuðning við Úkraínumenn. Annað hefur þó komið á daginn og hafa Frakkar m.a. stöðvað innflutning á kjúklingi frá Úkraínu. Nú þegar hafa verið flutt inn á fimm mánaða tímabili um 185 tonn af hreinum vöðvum. Það gerir u.þ.b. 730 tonn af alifuglum. Heildar- framleiðsla á Íslandi eru 8.700 tonn og því nema þessar afurðir tæp 10% af ársframleiðslu á Íslandi á þessu fimm mánaða tímabili. Til viðbótar má nefna að þegar grannt er skoðað hverjir eru raunverulegir framleiðendur á þessu kjöti frá Úkraínu, þá kemur í ljós að viðkomandi fyrirtæki er skráð í Hollandi og framleiðir á ársgrunni um 250.000 tonn af kjúklingi. Það er því augljóst í mínum huga að samkeppni við svona framleiðslufyrirtæki mun aldrei ganga og þarna er ekki verið að styðja við úkraínska bændur, heldur alþjóða viðskiptaveldi sem velur sér staðsetningu með hagkvæmasta framleiðslugrunninn að leiðarljósi, þ.e. ódýrt fóður og ódýrt vinnuafl. Á Íslandi eru það störf og lífsviðurværi 500 einstaklinga sem starfa í alifugla- framleiðslu sem verið er að leggja að veði og ruðningsáhrifanna mun gæta á alla kjötframleiðslu á Íslandi. Heilnæmi afurða Íslenskum bændum hefur verið gert að starfa við umfangsmikið regluverk, aðbúnaðarreglum sem settar hafa verið af hinu háa Alþingi og bændum er gert að uppfylla. Þar skorumst við ekki undan þar sem velferð dýra er okkur umhugað. Við verðum þó á sama tíma að gera sömu kröfur til innfluttra afurða svo framleiðendur standi jafnfætis þeim kröfum sem þeim er gert að keppa við. Bændur á Íslandi hafa staðið fremst í heimi með framleiðslu afurða án lyfja og hormóna við framleiðslu á íslenskum afurðum. Rammasamningur landbúnaðarins Við endurskoðun búvörusamninga sem undirritaður var þann 4. febrúar 2021 kemur fram í 10. gr. samningsins: „Tollvernd er hluti af starfsskilyrðum landbúnaðarins. Aðilar eru sammála um að þróun tollverndar þarfnist áframhaldandi skoðunar í kjölfar nýlegrar skýrslu sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þá eru samningsaðilar sammála um að forsendur fyrir tollasamningi Íslands og ESB sem tók gildi í maí 2018 eru breyttar, sérstaklega hvað varða útflutningstækifæri. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur þegar óskað eftir endurskoðun samningsins. Samningsaðilar eru sammála um að meginmarkmið endurskoðunar samningsins verði að auka jafnvægi milli skuldbindinga samningsaðila út frá ávinningi af samningnum. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem er ætlað að greina og koma með tillögur að úrbótum varðandi skjölun og eftirfylgni tollafgreiðslu ákveðinna tegunda landbúnaðarvara vegna mögulegs misræmis í gögnum um innflutning landbúnaðarafurða. Þegar niðurstaða vinnunnar liggur fyrir munu stjórnvöld kynna Bændasamtökunum niðurstöður og fyrirhuguð viðbrögð.“ Ég tel að nú verði stjórnvöld að koma að borðinu og bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í landbúnaði. LEIÐARI Tölur óskast Hagtölur á borð við framleiðslutölur og neyslutölur, tölur um framboð og eftirspurn, eru nauðsynlegar fyrir stefnumótun. Ef stefnan er að auka hlutdeild í framleiðslu verður að liggja fyrir hver hlutdeild í framleiðslu er. Í fréttaskýringu blaðsins er fjallað um skort á gögnum um lífrænan búskap. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Environice um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi kemur fram að skortur sé á gögnum um markaðshlutdeild lífrænt vottaðra matvara á Íslandi. Aðrar grundvallartölur eru heldur ekki fyrir hendi: Fram- leiðslumagn í lífrænum búskap hér á landi liggur ekki fyrir. Slík gögn eru hins vegar nauðsynleg forsenda stefnumótunar á sviði framleiðslunnar. Í blaðinu er einnig fjallað um íslenskan eggjabúskap en hann stendur undir innlendri þörf á ferskum eggjum. Nú er von á miklum fjölda ferðamanna og fækkun eggjabúa en framleiðendur telja eggjaskort ekki fram undan. Þó liggja ekki fyrir neinar tölur þess efnis. Hver er þörfin? Hver er áætluð neysla ferðamanna og landsmanna? Hvernig mæta framleiðslueiningarnar þeirri neyslu? Upplýsingar um eggjaframleiðslu liggja ekki fyrir á opinberum vettvangi, ólíkt tölum um kjötframleiðslu sem hægt er að nálgast á Mælaborði land- búnaðarins. Þessar tölur segja okkur margt. Þær eru mælikvarði á gengi landbúnaðarframleiðslu ár frá ári, þær geta sýnt fram á framfarir (eða afturfarir) í framleiðslunni. Hún er mælikvarði á fæðuöryggi. Fæðuöflun Fæðuöryggi er ein af frumábyrgðum hverrar þjóðar. Ríkari þjóðir njóta meira fæðuöryggis vegna aðgangs þeirra að fjármagni til matvælakaupa. Þær þjóðir sem verst hafa orðið úti vegna hækkandi matvælaverðs í heiminum eru þær sem ekki hafa bolmagn til að mæta verðhækkunum. Geta landa til aukinnar fæðufram- leiðslu takmarkast oft af vatns- og landauðlindum. Miðað við það er Ísland í þeirri stöðu að geta framleitt fæðu langt umfram þörf. Engu að síður er landið eitt af því sem flytur inn hvað hæst hlutfall af fæðunni sinni. En sem auðug þjóð á eyju fullri af auðlindum og þekkingu erum við í einstakri stöðu. Þannig ættum við að nýta stöðu okkar til að skipuleggja þá fæðuöflun sem hér er möguleg frekar en að stunda innflutning í stórum stíl. Á innihaldi skýrslu starfshóps um eflingu kornræktar má ráða að það væri ekki eingöngu skynsamleg notkun á ríkisfjármagni, heldur bókstaflega hagstæð til lengri tíma, að fjárfesta nú þegar í innviðauppbyggingu svo hér geti þrifist ný búgrein innan nokkurra ára. Á máli matvælaráðherra mátti ráða að slík ráðstöfun sé í forgangi innan ráðuneytisins. Fram kemur að búgreinin þurfi styrk til að halda af stað í þá vegferð en gæti staðið undir sér og framleitt korn á samkeppnishæfu verði innan fárra ára. Ég hef heyrt um óskynsamlegri notkun á almannafé. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Hvað er kjötskortur? Vinnuvélanámskeið á Hvanneyri um miðja síðustu öld. Auk þátttakenda er á myndinni jarðýta af gerðinni Bucyrus-Erie frá Bucyrus International, Inc., Suður Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands. GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.