Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 FRÉTTIR Meinafræði: Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli Fyrir skömmu greindist blóð- sjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi og reyndist vera smitaður af gífurlegum fjölda mítla. Greining á mítlinum leiddi í ljós að um var að ræða tegundina Ornithonyssus sylviarum, mítil sem er algengur um allan heim en hefur ekki áður fundist í villtum fuglum hér á landi. Tegundin getur verið alvarlegur skaðvaldur á alifuglabúum nái hún þar fótfestu en hingað til hefur mítillinn ekki fundist hér í hænsnum. Karl Skírnisson, dýrafræðingur hjá Tilraunastöðinni á Keldum, segir að fundur mítilsins sé áhyggjuefni þar sem tegundin sé mikill skaðvaldur í alifuglaeldi erlendis. „Mítillinn getur orðið verulegur skaðvaldur ef hann nær fótfestu á alifuglabúum hér á landi. Smitaðir fuglar verpa færri eggjum og stundum orsakar mítillinn fjöldadauðsföll. Fundur þessa mítils veldur áhyggjum, ekki hvað síst vegna þess að hér er á ferðinni sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja sem geta fundist í afurðunum, auk þess sem smitið veldur hýslunum ómældri þjáningu.“ Gríðarlegur fjöldi mítla Sýkti smyrillinn var afhentur Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði og hann reyndist vera smitaður af gífurlegum fjölda mítla sem sáust með berum augum skríða um á fiðri fuglsins. Smyrillinn var illa á sig kominn og drapst fljótlega þrátt fyrir að reynt væri að meðhöndla hann og hjúkra honum. „Nokkrir tugir mítla voru sendir á Keldur til greiningar og leiddi hún í ljós að um tegundina Ornithonyssus sylviarum var að ræða. Þrátt fyrir að mítillinn sé smátt sníkjudýr, tæplega eins millimetra langt, veldur það hýslinum miklum sársauka og skaða. Öll þroskastig í lífsferlinum lifa á honum og sjúga úr honum blóð. Lífsferillinn tekur ekki nema 5 til 7 daga þannig að smit getur magnast hratt og smit verður við snertingu,“ segir Karl. Greindist í sóttkví Í frétt á heimasíðu Mast frá 2018 segir að mítlar af sömu tegund hafi greinst á búrafuglum, spörfuglum, sem haldnir voru í sóttkví hjá innflytjanda skrautfugla. Þar segir, svipað og greint er frá hér að ofan, að um sé að ræða skaðlegt sníkjudýr sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu og velferð fugla og var þetta í fyrsta sinn sem mítillinn var greindur hér á landi. Greiningin var gerð á Tilrauna - stöðinni á Keldum. Skrautfuglum í þessari sendingu var eytt og húsnæðið sótthreinsað sem fuglarnir höfðu verið haldnir í meðan að þeir voru í sóttkvínni til að hindra að smitið dreifðist innanlands. Til mikils að vinna Ef vart verður við mítla er mikilvægt að grípa fljótt til aðgerða til að útrýma þeim því til mikils er að vinna að halda þessum skaðvaldi frá alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Við kaup og sölu, og annan flutning fugla, er mikilvægt að gæta þess að fuglarnir séu heilbrigðir og lausir við sníkjudýr. Fuglamerkingamenn og aðrir þeir sem handfjatla fugla hér á landi, hvort sem það eru villtir fuglar, alifuglar eða skrautfuglar, eru hvattir til að safna blóðmítlum sem kunna að finnast og koma þeim í greiningu þannig að hægt sé að fylgjast með því hvort þessi mítill sé að nema hér land. Auk þess sem fuglaeigendur ættu að setja sig strax í samband við dýralækni, vakni grunur um mítlasmit. /VH Blóðmítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum sem fannst á villtum smyrli. Mynd Karl Skírnisson. ÞÓR HF thor.is NÚ ER TÍMI TIL AÐ PANTA TÆKI Í VORVERKIN Byggjum brýr er heiti á brúa- ráðstefnu sem Vegagerðin hefur boðað til þann 26. apríl nk. Fjallað verður um brýr í víðu samhengi og litið til fortíðar, nútíðar og framtíðar að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meðal fyrirlesara eru erlendir brúarverkfræðingar, íslenskir sérfræðingar, verktakar í brúargerð og fræðimenn. Í upplýsingum frá Vegagerðinni kemur fram að á Íslandi eru 1.185 brýr, þar af eru 225 þeirra á Hringveginum. „Á ráðstefnunni verður farið yfir sögu brúa á Íslandi, hver staðan er á fækkun einbreiðra brúa, skoðaðar nokkrar áhugaverðar brýr sem eru í framkvæmd eða á teikniborðinu og farið yfir áskoranir framtíðar. Þá verður hönnun brúa í tengslum við náttúruhamfarir, áhrif loftslagsbreytinga og áskoranir verktaka í brúargerð einnig til umfjöllunar,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Ráðstefnan fer fram á Hótel Reykjavík Grand kl. 9–16.30. /MHH Ölfusárbrú við Selfoss, en nú á að fara að byggja nýja brú yfir ána, sem verður tekin í notkun 2026 ef allt gengur upp. Brúin er hluti af hringvegakerfi landsins. Mynd / Aðsend Ráðstefna um brýr Brúin yfir Hvítá í Borgarfirði er ein af þessum gömlu fallegu brúm á Íslandi. Mynd / Vegagerðin Land og skógur Þann 10. mars samþykkti ríkis- stjórn Íslands tillögu matvæla- ráðherra um sameiningu Land- græðslunnar og Skógræktarinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ný stofnun verði sett á fót undir heitinu Land og skógur. Frumvarpið fer nú til þingflokka stjórnarflokkanna til umsagnar og verður að lokum lagt fyrir Alþingi. Í tilkynningu matvæla- ráðuneytisins segir að áfram muni sérstök lög gilda um landgræðslu annars vegar og skóga og skógrækt hins vegar. „Báðar stofnanirnar hafa stórt og vaxandi hlutverk á sviði umhverfis- og loftslagsmála og hafa verið í samstarfi á fjölmörgum sviðum. Gæti sameining stofnananna því eflt þjónustu og ráðgjöf til bænda og annarra viðskiptavina.“ Talið er að heildstæð nálgun á nýtingu lands geti flýtt framgangi verkefna, til dæmis í þágu loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni. Tækifæri verða einnig til að hagnýta gögn og rekstur landupplýsinga til öflugra rannsóknarstarfs. Forsaga sameiningarferilsins nær aftur til byrjun febrúar á síðasta ári, þegar nýtt matvælaráðuneyti varð til. Þá færðust Landgræðslan og Skógræktin þangað yfir úr umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytinu. Síðasta vor kynnti ráðuneytið svo skýrslu starfshóps um forathugun á sameiningu. Í lok ágúst gaf Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt, Land og líf, auk aðgerðaráætlunar. /smh Landgræðslan og skógræktin sameinast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.