Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Ummynduð laufblöð venusargildru, Dionaea muscipula. Mynd / wikimedia.org Í bók Davids Attenborough, Einkalíf plantna, segir að lífið hjá plöntu sem getur látið blöðin fljóta á yfirborðinu í lygnu vatni geti verið tiltölulega auðvelt. „Engin gerir það með stórfeng­ legri eða ágengari hætti en risavaxna amasónliljan. Fyrst sést stór og gildur brumhnappur á floti, alsettur þyrnum. Hann opnast á nokkrum klukkustundum og blaðið breiðir úr sér. Það er með uppsveigðan jaðar, um 15 sm háan, og getur fljótlega ýtt frá sér öðrum flotblöðum, sem verða á vegi þess. Að neðan er það styrkt með öflugum rifjum. Þau eru með lofthólfum og auka þannig flothæfnina. Blaðið stækkar um hálfan fermetra á dag og verður allt að 2 metrar í þvermál. Það er purpuralitt að neðan og með mörgum beittum göddum, kannski til að verjast fiskum. Á sömu plöntu koma stundum fjörutíu eða fimmtíu blöð á einu vaxtarskeiði, og þau leggja undir sig yfirborð vatnsins, svo fáar aðrar plöntur geta vaxið í námunda við þau.“ Í grasagarðinum í Kew er gróðurhús sem var byggt árið1852 eingöngu til að rækta risavatnaliljur. Kjötætuplöntur Laufblöð kjötætuplantna eru líklega allra sérhæfðustu laufin í plönturíkinu. Lauf venusargildru, Dionaea muscipula, líkjast helst munni með röð af göddum á vörunum. Inni í munninum eða innan á blöðunum eru svo minni og dreifðari broddar. Fljúgi fluga inn í opinn munninn þarf hún að snerta þrjá af broddunum áður en blöðin lokast snarlega og fanga hana. Flugan lokast inni í eins konar búri og hennar bíður ekkert annað en að leysast upp í meltingarsafa sem laufið framleiðir. Laufblöð flugugleypis af ættkvíslinni Nepenthes mynda pokalaga belg með hálum brúnum sem flugur og jafnvel lítil froskdýr renna ofan í og meltast þar. Á sumum tegundunum hefur laufið einnig ummyndast í lok á belginn til þess að ekki rigni ofan í hann og bráðin hugsanlega sloppið á sundi. Líftími laufa Eins og nafnið gefur til kynna lifa sumargræn laufblöð aðeins eitt sumar en lauf sígrænna tegunda lengur. Í hitabeltinu geta plöntur borið laufið í nokkur ár. Lauf barrtrjáa eru yfirleitt, en ekki alltaf, sígræn og lifir það mislengi á trjánum. Barr á furu stendur gjarnan í þrjú til fimm ár en tólf til þrettán ár á grenitrjám. Laufgun að vori og litir haustsins Plöntur eru skynugar á birtu og hita og stjórnast laufgun á vorin og undirbúningur fyrir vetur að þeim þáttum. Þegar sólin fer að rísa og hitinn að hækka að loknum vetri fara plöntur að undirbúa laufgun og vöxt. Starfsemi sígrænna plantna er fyrr á ferðinni en sumargrænna sem þurfa að mynda nýtt lauf á hverju ári. Á haustin, þegar kólnar og dimmir, hætta plöntur meðal annars framleiðslu á blaðgrænu og grænu kornin brotna niður. Við það verða annars konar litaefni í blöðunum eins og karótín sýnileg og það eru þau sem gefa laufinu gula og rauða haustliti. Varnir laufa Plöntur beita ýmsum ráðum til að verja sig fyrir grasbítum og öðrum afætum. Til eru loðin lauf eða laufblöð með litlum göddum eða þyrnum. Lauf annarra tegunda gefa frá sér varnarefni sem geta verið verulega varasöm. Brenninetla er dæmi um plöntu með stökk brennihár sem gefa frá sér vökva sem svíður undan komist hann undir húðina. Risahvönn er önnur varasöm planta og myndar safa sem verður virkur í sólarljósi og getur valdið þriðja stigs bruna. Neríur eins og þekktar eru hér á landi sem pottaplöntur eru taldar með eitraðri plöntum í heiminum og verða flest dauðsföll af þeirra völdum eftir að dýr eða menn hafa neytt laufblaðanna. Laufnytjar Auk þess sem laufblöð framleiða súrefni og binda koltvísýring dregur laufskrúð úr hita og eykur skjól, litur þeirra er líka róandi. Laufblöð eru undirstaða fæðu allra grasbíta og um leið langflestra nytjadýra í landbúnaði og á sama tíma hluti af fæðu fólks um allan heim á hverjum einasta degi. Lauf er notað í líkingamáli Jobsbókar 13: 24­26 sem tilvísun og vísar til tryggðar en þar segir: Hvers vegna hylur þú auglit þitt og lítur á mig sem óvin þinn? Ætlarðu að skelfa skrælnað laufblað, ofsækja visinn reyr þar sem þú gerir mér bitra kosti. Nánast allt krydd sem við notum til að bragðbæta matinn okkar er upprunalega laufblöð. Mörg lyf eru unnin úr laufblöðum og ekki má gleyma að ýmis litarefni leynast í laufi og að kaffi, te, tóbak og lyfjahampur eru þurrkuð laufblöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.