Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 9,0m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 SK ES SU H O R N 2 01 2 Ögurhva fi 8 130 h auksson@hhauksson.is 7-18 tonn LESENDARÝNI Raunveruleg staða nautgriparæktar Staða nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi er grafalvarleg svo ekki meira sé sagt. Nú stefnir í að haustið 2024 verði á markaði um 300 tonnum minna af íslensku nautakjöti en síðustu tvö ár. Ástæða sam- dráttar í nauta- kjötsfram leiðslu er einfaldur. Helgast það af stöðunni sem uppi er í dag, að um 10% færri nautkálfar eru nú settir á. Auk þess eru nú í dag rúmlega 2.500 færri lifandi naut í landinu en þau voru í upphafi árs 2021. Nautum yngri en 12 mánaða, ásetningsnautum, fækkar mest, eða 1.200 færri en þau voru fyrir tveimur árum. Eldistími nautgripa er langur, ákvarðanir sem teknar voru vorið og sumarið 2021 var leiðsögn um hversu mikið framboð er af íslensku nautakjöti á markaði í dag. Í nýlegum gögnum Hagstofunnar kemur fram að nautakjötsframleiðslan var rekin með töluverðu tapi. Rekstrarniðurstaða áranna 2017-2021 var í öllum tilfellum neikvæð, hvort sem horft er á framleiðslukostnað með eða án afskrifta og fjármagnsliða. Nautakjötsframleiðendur greiddu með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2019, 603 kr., árið 2020, 568 kr. og árið 2021, 412 kr. Á síðasta ári er áætlað að nautakjötsframleiðendur hafi greitt a.m.k. 500 kr. með hverju kílói af framleiddu nautakjöti. Þessi er staðan þó svo að afurðaverð hafi hækkað og viðbótarfjármagn hafi komið í formi áburðarstuðnings og í gegnum spretthóp matvælaráðherra. Staða nautakjötsframleiðleiðenda er alvarleg og sjáum við það hvað best ef við berum saman vísitölu neysluverðs, sem hefur hækkað um 25% stig frá ársbyrjun 2018. Þegar á sama tíma hefur vísitala afurðaverðs til nautgripabænda hækkað einungis um 6%. Hér er vaxtamunurinn 19% stig og verð til bænda að þróast algjörlega í öfuga átt við vísitölu neysluverðs. Það er vitlaust gefið. Því legg ég enn til að komið verði á tímabundinni undanþágu frá virðisaukaskatti til frumframleiðenda til að koma betur til móts við bændur. Staðan kallar á breyttar áherslur og hvetur okkur til að huga enn frekar að innlendri matvælaframleiðslu. Hugum að hagsmunum heildarinnar. Ég þreytist ekki á að minnast á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Staðan í heiminum minnir okkur rækilega á mikilvægi að tryggja að neytendur hafi ávallt aðgang að góðum og heilnæmum matvælum. Stefna um fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi er liður í stefnu almannavarna- og öryggismála sem er hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Íslendingar eiga að standa vörð um fæðu- og matvælaöryggi með dyggum stuðningi við innlenda matvælaframleiðslu, sama í hverju hún felst – eiga það skilið frá okkur. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir. Því legg ég enn til að komið verði á tímabundinni undanþágu frá virðis- aukaskatti til frumframleiðenda til að koma betur til móts við bændur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.