Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Í dag eru 25 pláss leigð út og af þeim eru 15 meðlimir mjög virkir. „Þetta er afskaplega skemmtilegt samfélag. Þarna er mikið spjallað og mikið kaffi drukkið og þarna hafa myndast vináttu- og kunningjasambönd í gegnum árin og þetta hefur gengið algjörlega árekstralaust. Þetta áhugamál er útbreitt. Það er ótrúlegur fjöldi sem á vélar í geymslum og skúrum, enda er biðlisti eftir plássi hjá okkur,“ segir Þorfinnur. Framtíðin óljós Nokkur óvissa er þó með framtíðina þar sem bankinn sem á húsnæðið hefur hugmyndir um að nýta plássið í eitthvað annað samhliða mikilli fyrirhugaðri uppbyggingu í Blikastaðalandinu. „Allavega verðum við þarna út þetta ár og ég held að það sé velvilji hjá bankanum að framlengja áfram,“ segir Þorfinnur, en tekur fram að allt sé mjög óljóst sem stendur. Aðspurður um hvers vegna þessi starfsemi sé mikilvæg segir Þorfinnur þetta stuðla að því að vélar séu endurbyggðar í stað þess að vera hent. „Þetta er partur af landbúnaðarsögunni okkar og gaman að varðveita þessa hluti. Flestir sem þarna eru eiga einhverjar rætur að rekja til sveita og þetta rifjar upp gamla og góða daga þegar menn voru að byrja að vinna með tækjum.“ Inntur eftir tímanum sem uppgerð á traktor tekur segir Þorfinnur eitt til tvö ár mjög algengt. „Menn eru að vinna þetta í sínum frítímum.“ Allir meðlimirnir eru með lykil og geta komið og farið að vild. Þeir sem eru komnir á eftirlaun eru gjarnan alla virka daga, á meðan þeir sem eru í vinnu mæta um kvöld og helgar. Aðstaðan er býsna góð, en allir meðlimir koma með helstu verkfæri og hafa aðgang að klefa með tækjum til að sandblása og sprautulakka. Þegar vélarnar koma á Blikastaði eru þær í mjög mismunandi ástandi. „Sumar eru ótrúlega góðar og á öðrum þarf að fara í alla mögulega slitfleti í vélum og gírkassa. Svo þarf að smíða blikkhluta eftir leifum af orginal brettum og húddum.“ Því eru dráttarvélarnar á Blikastöðum allt frá því að vera sundurteknir vélahlutir í kössum yfir í nánast tilbúin tæki. Enn fremur eru tíu vélar í betri stofunni. Að aflokinni uppgerð fara vélarnar ýmist þangað eða í geymslu hjá eigendunum. Margir merkisgripir „Þarna er Centaur vél sem Þjóðminjasafnið á – módel 1934. Það er einn merkilegasti gripurinn þarna. Það komu sex svona vélar til landsins og ég held að þetta sé sú sem kom seinast.“ Enn fremur segir Þorfinnur að á Blikastöðum sé unnið að uppgerð dráttarvélar af gerðinni Austin. Hún er frá 1920 eða 1921 og telur hann að þetta sé elsta dráttarvélin sem varðveist hefur á landinu, en þær allra fyrstu komu örfáum árum áður. Dráttarvélar eru í miklum meirihluta, en einnig eru nokkrir jeppar. Þar á meðal einn Land Rover, Rússajeppi, Bronco og Toyota jeppi. Meginstarfsemin fer fram í sjálfu fjósinu, en einnig eru nokkur pláss á þremur öðrum stöðum á víð og dreif um húsaplássið. Halda samkomur „Við erum nýbúnir að halda 80 manna þorrablót sem tókst mjög vel,“ segir Þorfinnur, en það er það fyrsta sem er haldið eftir heimsfaraldur. Ferguson-félagið hefur verið í nokkru samstarfi við mennina á Blikastöðum og hafa staðið fyrir opnu húsi á vorin. Þann 19. maí næstkomandi verður fyrsta slíka samkoman eftir heimsfaraldur. „Þá kemur alveg óhemja af dráttarvélum og verður farið í hópakstur. Það hafa komið hundruð manna þegar þetta var áður.“ REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Rafmögnuð gæði Blikastaðir eru neðan við Vesturlandsveginn, rétt vestan við byggðina í Mosfellsbæ. Óljóst er hvort vélakarlarnir fái áfram að nýta aðstöðuna þar. Hífa, lyfta, slaka Vökvadælur, mótorar, tjakkar, tankar, lokar. HMF bílkranar. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS LAUSNIR Á LAGER Power to lift Okkur datt í hug að taka þetta á leigu og sjá hvort væri hægt að leigja út pláss til að gera upp gamlar dráttarvélar ...“ www.bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.