Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023
FRÉTTIR
„Íslenskt lambakjöt“
fær upprunavottun
– Talið að það muni auka virði íslenska lambakjötsins bæði á Íslandi og erlendis
Evrópusambandið hefur nýlega
samþykkt umsókn Icelandic
lamb um að vörumerkið „Íslenskt
lambakjöt“ verði upprunavottað
– en það er fyrsta íslenska
landbúnaðarafurðin til að hljóta
slíka vottun.
Um er að ræða vottun með
tilvísun til uppruna, eða „Protected
Designation Of Origin“ (PDO), og fær
íslenskt lambakjöt nú að bera merki
vottunarinnar í markaðssetningu, en
það á að stuðla að neytendavernd,
auka virði afurða og koma í veg fyrir
óréttmæta viðskiptahætti.
„Íslenskt lambakjöt“, eða enska
vörumerkið „Icelandic lamb“, mun
þannig standa fyrir lambakjöt af
hreinræktuðum íslenskum lömbum,
sem eru alin og slátrað á Íslandi.
Matvælastofnun samþykkti
umsókn Markaðsráðs kindakjöts
í byrjun árs 2018, um að „Íslenskt
lambakjöt“ yrði verndað afurðaheiti,
sem er nauðsynlegt skref í átt
að evrópsku vottuninni. Varð
vörumerkið þar með fyrsta íslenska
landbúnaðarafurðin til að hljóta
slíka vernd á Íslandi. Síðan fékk
íslenska lopapeysan slíka vernd og
hjá Matvælastofnun liggur nú umsókn
um vernd fyrir íslenskt viskí.
Hafliði Halldórsson, fram
kvæmdastjóri Íslensks lambakjöts,
segir að Markaðsstofan Íslenskt
lambakjöt hafi unnið að því undanfarin
ár að fá íslenska lambakjötið skráð sem
verndað afurðaheiti á Evrópumarkaði
undir PDOmerkingunni, með það
fyrir augum að auka virði íslenska
lambakjötsins. „Ég er ekki í nokkrum
vafa um að PDOmerking muni auka
virði íslenska lambakjötsins, bæði
á innanlandsmarkaði og erlendis.
Reynsla Evrópuþjóða hefur sýnt að
vörur sem hafa PDOmerkingu seljast
að meðaltali á tvöföldu útsöluverði
í löndum ESB, samanborið við
staðgönguvörur. Merkingarnar
bæta einfaldlega samningsstöðu
bænda og framleiðenda verulega í
Evrópusambandinu.
Þá hafa kannanir á innanlands
markaði mælt að evrópsk
upprunavottun geti hækkað kaup
og greiðsluvilja íslenskra neytenda
umtalsvert,“ segir Hafliði. /smh
Hafliði Halldórsson framkvæmda-
stjóri Íslensks lambakjöts.
„Íslenskt lambakjöt“ hefur fengið upprunavottun Evrópusambandsins, sem talið er geta aukið virði afurðanna.
Alþjóðleg matvælakeppni smáframleiðenda:
Íslenskt fiskinasl útnefnt
besta sjávarafurðin
Holly T. Kristinsson, forstjóri Responsible Foods, með Næra
vörur. Mynd / Responsible Foods
Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá
Responsible Foods útnefnt besta sjávarafurðin
í alþjóðlegu matvælakeppninni World Food
Innovation Awards.
Um nýsköpunarkeppni framleiðenda matvæla er
að ræða og komst önnur vara frá fyrirtækinu, Næra
skyrnasl, í úrslit í nýsköpunarflokki keppninnar.
Að sögn Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóra
Responsible Foods, er Næra fiskinasl alveg ný útgáfa
af íslenskum harðfiski þar sem notast er við sérstakt
þurrkunarferli við vinnsluna á vörunni. „Við höfum
orðið vör við aukinn alþjóðlegan áhuga á þessari afurð
okkar og viðurkenningin mun verða lykilþáttur í því
að geta gert hana enn sýnilegri á heimsmörkuðum,“
segir Holly.
Samstarf við Loðnuvinnsluna
Responsible Foods vinnur fiskinaslið sitt í hátækni
vinnslu sinni á Fáskrúðsfirði og vinnur náið með
Loðnuvinnslunni þaðan sem hráefnið kemur.
Fiskinaslið inniheldur einnig íslenskan ost og smjör
frá Mjólkursamsölunni sem á í góðu samstarfi
við fyrirtækið. Í tilkynningu er haft eftir Herði G.
Kristinssyni rekstrarstjóra að fólk sem jafnvel borðar
ekki fisk sé hrifið af naslinu. Með þessari vöruþróun
hafi einmitt verið ætlunin að umbylta hefðbundnum
harðfiski yfir í form sem breiðari hópur geti borðað.
/smh
Á aðalfundi Landbúnaðarklasans
9. mars var samþykkt að starfsemi
hans yrði lögð í dvala, en gögn
hans verða þó áfram vistuð hjá
Bændasamtökum Íslands (BÍ) verði
áhugi á að taka upp þráðinn síðar.
Landbúnaðarklasinn var stofnaður
í júní árið 2014 í þeim tilgangi að
tengja saman þá aðila sem vinna í
landbúnaði og matvælaframleiðslu,
auk þess að stuðla að aukinni arðsemi
og nýsköpun innan greinarinnar.
Fjármunir renna til
smáframleiðenda
Finnbogi Magnússon var formaður frá
2018. Hann segir að á undan förnum
misserum hafi mál þróast þannig að
stóru bakhjarlar Landbúnaðarklasans
hafi á síðasta ári einbeitt sér að stofnun
Samtaka fyrirtækja í landbúnaði
(SAFL). „Bæði BÍ og SAFL eru með
á sinni stefnuskrá að efla nýsköpun
og aðra svipaða starfsemi sem
Landbúnaðarklasinn hefur mikið til
snúist um.
Það er nú eiginlega ástæðan fyrir
því að ekki var lengur áhugi á að
halda þessu áfram.
Á fundinum var ákveðið að láta
þá fjármuni sem eftir voru í félaginu
renna til Samtaka smáframleiðenda
matvæla, eða alls tæpar 1,4 milljónir
króna,“ segir Finnbogi.
Til sjávar og sveita
Landbúnaðarklasinn var með
samning við Sjávarklasann og
Matarauð Íslands um að frumkvöðlum
Landbúnaðarklasans væri veitt aðstaða
í frumkvöðlasetri Sjávarklasans. Þá
stóð Landbúnaðarklasinn að rekstri
viðskiptahraðalsins Til sjávar og
sveita í samstarfi við nokkra aðila.
Síðustu stjórn Landbúnaðarklasans
skipuðu þau Finnbogi Magnússon
formaður, Freyja Þorvaldar, bóndi
á Grímarsstöðum og gjaldkeri,
Höskuldur Sæmundsson, Bænda
samtökum Íslands, Bjarni Ragnar
Brynjólfsson, Mjólkursamsölunni og
Karvel L. Karvelsson frá Ráðgjafar
miðstöð landbúnaðarins. /smh
Landbúnaðarklasinn
lagstur í dvala
Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun
að nýta ekki niðurstöður úr
líftölumælingum til verðfellingar
mjólkur þar sem bráðabirgða
tækjabúnaður sýnir hærri gildi
en vant er.
Rannsóknarstofa mjólkur
iðnaðarins hefur haft að láni notað
mælingatæki erlendis frá, en beðið
er eftir nýjum búnaði í aprílmánuði.
Gæðaráðgjafar Auðhumlu munu fara
yfir líftölumælingar aftur í tímann,
allavega aftur í febrúar og lengra ef
þurfa þykir. Ef mjólk hefur verið
verðfelld og vafi leikur á réttmæti
mælinga, mun slíkt verða leiðrétt og
viðkomandi mjólkurframleiðendur
upplýstir. Frá þessu er greint á
heimasíðu Auðhumlu.
Enginn vafi leikur á réttmæti
mælinga á öðru efnainnihaldi
mjólkur, svo sem fitu, prótein,
fríum fitusýrum, úrefni og kasein
og að auki frumutölu mjólkur.
Líftölumælingar verða áfram
birtar mjólkurframleiðendum til
leiðbeininga um stöðu og þróun á
líftölu. /ÁL
Vafi á réttmæti
líftölumælinga
Mjólkurtankur. Mynd / Úr safni
Svansson ehf, Melabraut 19, 220 Hafnarfirði. Sími : 6974900 Tölvupóstur : sala@svansson.is