Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 FRÉTTIR Velkomin á nýja skoðunarstöð á Selfossi! Engar tímapantanir, bara að mæta! Eyravegur 51, 800 Selfoss Sími 590-6996 Nýsköpun: Hús úr hampi Hampur er til ýmissa hluta nýti- legur og þar á meðal sem byggingar- efni. Anna Kristín Karlsdóttir og Jan Dobrowolski frá Lúdika arki- tektum hafa myndað nýjan starfshóp með Hampfirma undir nafninu BioBuilding. Fyrsta verkefni þeirra er að byggja 15 fermetra tilraunahús úr hampsteypu á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. „Hugmyndin er að nota íslenskan iðnaðarhamp í hampsteypu sem notuð verður í útveggi og sem einangrun í þak tilraunasmáhýsis til að rannsaka hvernig aðstæður á Íslandi koma til með að fara með húsið og hver möguleiki hamps er sem framtíðarbyggingarefni hér á landi.“ Hampur, kalk og vatn „Samsetning hampsteypu er í raun mjög einföld. Við notum trénið frá stönglunum úr plöntunni og blöndum því saman við kalkblöndu og vatn. Við vinnum verkefnið meðal annars í samvinnu við Hampfélagið, sem ræktaði hamp á einum hektara að Sandhóli í Skaftárhreppi síðastliðið sumar, og það er sá hampur sem við notum í tilraunina. Eftir að húsið er komið upp er svo ætlunin að skoða veðrunarþol og hvernig hampsteypan bregst við tíðum breytingum á milli frosts og þíðu sem er einkennandi fyrir íslenska veðráttu. Húsið verður klætt að utan bæði með náttúrulegri múrhúð og íslenskri timburklæðningu sem veðurkápu. Með þessu móti á húsið að geta andað en það er nauðsynlegt fyrir hampsteypuna.“ Heilnæmt byggingarefni Anna segist ekki enn vita hversu mikið af hamptréni hafi fengist úr ræktuninni frá Sandhóli þar sem þau séu enn að vinna úr efniviðnum. Þegar því er lokið þá sé hægt að bera upplýsingarnar saman við þekktar tölur erlendis frá en hluti af verkefninu er að skoða hversu mikið af hampi fæst af 1 ha af landi. „Hampsteypa er byggingarefni sem mætti einna helst setja í flokk einangrunarefna, þó að hún stígi inn á aðra flokka byggingarefna, þá er þetta ekki berandi efni. Kosturinn við hampsteypuna er margvíslegur en hún viðheldur jöfnu raka- og hitastigi innandyra, er gufugegndræp, einangrandi og losar hita mun hægar en hefðbundin einangrun. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hampsteypa bindur kolefni sem er eiginleiki sem mjög fá byggingarefni geta státað af og er hún því kolefnishlutlaus auk þess sem hún er endurvinnanleg.“ Umhverfisvænt Anna lærði arkitektúr á Bretlandseyjum og segir að eftir námið hafi hún farið að skoða möguleika hamps og að það hafi komið sér á óvart að hvergi væri minnst á hann í náminu. „Mörg efni sem notuð eru í byggingariðnaði eru mjög mengandi en hampur er umhverfisvænn og virkilega góður kostur sem byggingarefni en allt of lítið notaður. Enn sem komið er er öll úrvinnsla á iðnaðarhampnum unnin í höndunum eða með einföldum vélbúnaði þar sem ekki er til sérhæfður vélbúnaður hér á landi sem getur unnið úr plöntunni. Sú vinna er tímafrek og því var stærðinni haldið í lágmarki. Við sem stöndum að tilrauninni erum enn að reikna út kostnaðinn við ræktun og efnisúrvinnslu til að hægt sé að sjá betur hver efniskostnaður er. Hönnun, bygging smáhýsisins og tilraunir væru ómögulegar án þeirra styrkja sem við höfum hlotið en þeir eru frá frá Rannís, Hönnunarsjóði, frumkvöðlastyrkur frá Íslandsbanka og Aski mannvirkjasjóði. Fyrir þá sem vilja fylgjast með verkefninu má gera það á biobuilding.is. Auk þess sem það verður til sýnis á HönnunarMars,“ segir Anna. /VH Anna Kristín Karlsdóttir og Jan Dobrowolski hjá Lúdika arkitektum telja að hampur sé umhverfisvænna byggingarefni en flest önnur sem eru í notkun í dag. Myndir / Aðsendar Teikning af tilraunahúsinu sem reisa á í Grímsnesi.Sýnishorn af hampsteypu. Áframhaldandi samstarf Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli (BFB) munu viðhalda samstarfi um sameiginleg hagsmunamál félagsmanna í matvælaframleiðslu. Það kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Í ályktun sem hennir fylgir segir að mikil tækifæri blasi við íslenskri matvælaframleiðslu á næstu árum og áratugum. Mikilvægt sé að aðilar sem starfi í þágu hagsmuna íslenskra matvælaframleiðslu vinni þétt saman og beiti sér fyrir því að stefnu- mörkun stjórnvalda endurspegli þessi tækifæri og geri fyrirtækjum í mat- vælaframleiðslu kleift að sækja fram. „Í ályktuninni kemur fram að hið opinbera þurfi að stórefla fjárfestingu í menntun á sviði matvælaframleiðslu. Einnig segir í ályktun samtakanna að sameiginlegir hagsmunir matvælaframleiðenda byggi á samvinnu ólíkra fyrirtækja á grundvelli áherslna á sviði sjálfbærni, öryggis, heilnæmis og verðmætasköpunar. Með slíku skapist aukin tækifæri til að styrkja stöðu innlendrar mat- vælaframleiðslu,“ segir í tilkynningu. Samtök iðnaðarins voru bakhjarlar Samtaka smáframleiðenda matvæla við stofnun, ásamt Matarauði Íslands og Landbúnaðarklasanum. /ghp Innheimta svæðisgjalda Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna. Frá árinu 2017 hafa verið innheimt svæðisgjöld af gestum sem heimsækja Skaftafell. Í sumar tekur í gildi sú nýbreytni að gjald verður tekið fyrir gestkomu við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Frá þessu er greint á heimasíðu Vatna- jökulsþjóðgarðs. Svæðisgjaldið er lagt á þegar ökutæki kemur að hliði á bílastæði og miðast verðið við stærð bifreiðar. Aðgangseyrir fyrir fimm manna fólksbifreiðar er 1.000 krónur og hækkar gjaldið í nokkrum þrepum. Hæst fer það í 8.500 krónur fyrir rútur sem rúma meira en 33 farþega. Svæðisgjaldið gildir í sólarhring og er veittur fimmtíu prósent afsláttur ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið heimsótt áður innan sólarhrings og fullt gjald greitt þar. Þjónustan sem gestir fá aðgang að með greiðslu aðgangseyrisins felst í bílastæðum, gestastofu, salernum, fræðslu og leiðbeiningum frá landvörðum, aðgangi að gönguleiðum og þátttöku í fræðslugöngum þegar þær eru á dagskrá. Tjaldstæðisgjöld eru ekki innifalin. /ÁL Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni. Mynd / Rolf Gelpke Hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.