Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 1
8. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 27. apríl ▯ Blað nr. 632 ▯ 29. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Kórónar markaðsverð Sauðfjárbændur óttast ekki samkeppni þótt innflutt lambakjöt fáist nú í verslunum. Mikilvægt sé þó að afurðastöðvar nýti sér kosti og gæði íslenska kjötsins í markaðs- og sölustarfi. Nýlega bauð Nettó upp á frosnar spænskar lambakórónur í verslunum sínum á 8.999 krónur fyrir kílóið. Varan var auglýst á 38% afslætti á 5.579 kr/kg. Ókryddaðar íslenskar lambakórónur eru ekki sýnilegar í almennum matvöruverslunum, en samkvæmt upplýsingum frá kjötvinnslu eru þær seldar á um 6.000–7.000 kr/ kg til veitingamanna. Sérverslanir á borð við Kjötkompaníið og Kjötbúðina bjóða upp á kryddlegnar lambakórónur eða lambakonfekt á um 9.000–10.000 kr/kg. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að sauðfjárbændur þurfi ekki að óttast samkeppni. „Svo framarlega sem afurðastöðvar og smásöluaðilar nýti sér kosti og gæði íslenska lambakjötsins í markaðs- og sölustarfi. Þar skiptir miklu máli að upplýsa neytendur um gæði vörunnar, sérstöðu og ekki síður að upprunaland vörunnar komi skýrt fram á neytendapakkningum.“ Í grein hans kemur fram að síðasta haust hafi reiknað meðalafurðaverð á Íslandi verið 755 kr/kg sem er með því allra lægsta í Evrópu. Á meðan hafi meðalafurðaverð á Spáni verið 1.086 kr/kg. „Við sauðfjárbændur gerum bara þá einföldu kröfu að okkur séu gefin tækifæri til að lifa af okkar búskap. Markaðurinn sér svo um sína.“ Í því samhengi bendir hann á að samkvæmt greiningu á afkomu sauðfjárbænda árið 2023 er að óbreyttu gert ráð fyrir að um 400– 600 kr/kg dilkakjöts vanti í tekjur til að rekstur bænda skili ásættanlegri afkomu og standi undir eðlilegri launagreiðslugetu. Frá árinu 2016 hefur framleiðsla á dilkakjöti dregist saman um 20%, farið úr 9.283 tonnum niður í 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir að samdrátturinn muni aukast enn meira í ár. Langmest kemur frá Spáni Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Meðalverð tollkvótans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk úthlutað 280.929 kg, Ekran ehf. fékk 40.000 kg, Innnes ehf. 20.000 kg og Samkaup 4.071 kg. Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. /ghp Sjá nánar á bls. 50 og 53. Fyrstu ærnar eru byrjaðar að bera um þessar mundir. Hér prílar golsótta gimbrin Drottning á móður sinni, en hún er fyrsta lamb þessa vors á Litla-Holti í Saurbæ í Dölum. Mynd / Dóróthea Sigríður Unnsteinsdóttir „Það er torskiljanlegt að þeir aðilar sem berjast hvað harðast gegn undanþáguheimildum fyrir íslenskan landbúnað eru oft þeir sömu og tala fyrir inngöngu í ESB, þar sem mun víðtækari undanþáguheimildir frá samkeppnisreglum gilda en hér á landi,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands. Í aðsendri grein fer hún yfir regluverk undanþáguheimilda afurðastöðva hérlendis og erlendis. Undanþága á borð við þá sem íslenskar afurðastöðvar í mjólkuriðnaði hafa hér á landi er að finna víða um heim. Herdís nefnir að í Noregi og innan ESB séu víðtækar undanþágur fyrir framleiðendur landbúnaðarvara og að í báðum tilfellum sé lögð megináhersla á starfsemi stórra rekstrareininga. Mjólkurframleiðsla á Norður- löndum lýtur svipuðu kerfi og hér þekkist. Eitt stórt fyrirtæki sér um söfnun og dreifingu mjólkur með frá 60-95% af allri framleiddri mjólk landsins undir. Stærðarhagkvæmnin er gífurleg í samanburði við Ísland. „Til að átta okkur betur á stærðarmun mjólkurframleiðslu landanna þá framleiddu danskir kúabændur um 5,7 milljónir tonna af mjólk árið 2021 og sænskir kúabændur framleiddu um 2,7 milljónir tonna. Íslenskir kúabændur framleiddu um 153 þúsund tonn af mjólk sama ár,“ segir Herdís Magna. Utan Evrópu er sömu sögu að segja. Í Bandaríkjunum starfrækja þrjú risafyrirtæki saman mjólkurvinnsluna MWC í Michigan- ríki. Verksmiðjan vinnur osta og mysuprótein úr um 1,3 milljörðum lítra af mjólk árlega, sem samsvarar magni um 9 ára framleiðslu mjólkur á Íslandi. Í verksmiðjunni eru framleidd yfir 130.000 tonn af osti og tæp 9.000 tonn af mysupróteinum á ári. Starfsmenn verksmiðjunnar eru um 260 talsins. Fyrirtækin þrjú sem eiga verksmiðjuna eru meðal stærstu mjólkurvinnslufyrirtækja í heimi; það stærsta Dairy Farmers of America, sem er með heimsmarkaðshlutdeild upp á 3,4%, Glanbia, sem er tólfta stærsta mjólkurvinnsla í heimi með um 0,9% heimsmarkaðshlutdeild og minnst þessara þriggja heitir Select Milk Producers og framleiðir úr 9,5 milljörðum lítra af mjólk á ári. „Í umræðunni á fólk það til að kalla Mjólkursamsöluna RISA á markaði. (...) Mjólkursamsalan er í raun agnarsmátt peð í samanburði við stór mjólkurvinnslufyrirtæki landanna sem ég nefni,“ segir Herdís Magna enn fremur í grein sinni. Hún varar því við þeim tillögum að afnema þá heimild sem afurðastöðvar í mjólkuriðnaði hafa til að starfa saman með það að markmiði að halda niðri framleiðslukostnaði. /ghp Sjá nánar á bls. 52. Hvað er risa- fyrirtæki? Úreltar riðuvarnir Miðfjarðarhólf í Vestur-Húna- vatnssýslu hefur bæst í hóp sýktra sauðfjárveikivarnarhólfa, eftir að riðutilfelli greindust á tveimur bæjum og þurfti í kjölfarið að skera þar niður um 1.400 fjár. Ákall fólks er nú víða hávært innan búgreinarinnar um nauðsyn þess að breyta þurfi fyrirkomulagi riðuveikivarna á Íslandi. Tillögur yfirdýralæknis þess efnis hafa legið í landbúnaðarráðuneytinu frá því í desember 2021 þar sem gert er ráð fyrir nýju heildarskipulagi þessara mála. Meðal breytinga sem þar er lagt til er að hlífa skuli gripum með verndandi arfgerðir þegar skera þarf niður hjörð í kjölfar staðfestra riðutilfella. Auk þess eru þar tillögur að breytingum á fyrirkomulagi varnarhólfa, sem komið var á til að útrýma öðrum sauðfjársjúkdómum en riðu og höfðu borist til Íslands með innfluttu fé. Á liðlega 40 árum hafa rúmlega 850 hjarðir verið skornar niður á Íslandi, með meira en 200 þúsund fjár. Deildar meiningar eru um árangurinn af þessum aðgerðum, en ljóst er að tjónið er mikið – bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt – fyrir bændur sem hafa ræktað upp sínar hjarðir. Á þessum tíma hafa ríflega 620 bæir gengið í gegnum þær hörmungar. Riðutilfellum fækkað og hjörðum Óumdeilt er að riðutilfellum hefur fækkað umtalsvert, en að sama skapi einnig fjölda hjarða í landinu. Þegar niðurskurðaraðgerðir hófust voru 25 varnarhólf af 38 sýkt. Í dag eru átta af 25 hólfum sýkt. Riða hefur komið aftur í nýjan fjárstofn á um 12 prósent bæjanna og á suma oftar en einu sinni. Áætlað er að aflétting riðuhafta verði í Landnámshólfi 31. desember á þessu ári. Mikið ræktunarstarf er þegar hafið sem felur í sér útbreiðslu á arfgerðunum tveimur sem taldar eru verndandi gegn riðu. Hrútar með slíkar arfgerðir voru fengnir á sæðingastöðvar fyrir síðustu fengitíð og voru nokkrir í hópi þeirra vinsælu. Má búast við að þúsundir lamba muni bera arfgerðirnar eftir sauðburð nú í vor. Eyþór Einarsson, sauðfjár ræktarráðunautur hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins, hefur stýrt átaksverkefni í arfgerða- greiningum og er í teymi sem leiðir það verkefni að rækta upp riðuþolinn sauðfjárstofn á Íslandi. Hann telur æskilegt að yfirdýra- læknir hafi tækifæri til að velja mismunandi leiðir þegar upp koma riðutilfelli; í fyrsta lagi að skera allt niður eins og hér er gert, skera allt niður nema verndandi arfgerðir eða bara sýkta gripi þó það séu ekki mikið af verndandi arfgerðum í hjörðinni. /smh Sjá nánar á bls. 20-22. „Þvílíkur snilldar- undirburður“ 4 Ekki byggt á einni nóttu 40 Landsmót kvæðamanna 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.