Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023
FRÉTTIR
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Fagfundur sauðfjárræktarinnar:
Erfðapróf í sjónmáli fyrir
erfðagallann bógkreppu
Á fagfundi sauðfjárræktarinnar
2023, sem haldinn var á Hvanneyri
á dögunum, kynnti Sæmundur
Sveinsson frá Matís verkefni
sem felst í leit að erfðaþáttum
bógkreppu – en í máli hans kom
fram að erfðapróf væri í sjónmáli
sem verður hægt að nýta til að
finna arfbera.
Sæmundur segir að niður
stöðurnar, sem stefnt er að nýta til
þróun erfðaprófs, sé í raun afrakstur
samstarfs RML, Keldna og Matís
ásamt rannsóknastofnuninni
AGResearch í NýjaSjálandi. Þessir
aðilar hafa stundað rannsóknir
á bógkreppu á undanförnum
tveimur árum, sem hafa verið
dyggilega studdar af Þróunarsjóði
í sauðfjárrækt.
„Bógkreppa hefur um áratuga
skeið verið alvarlegt vandamál í
íslenskri sauðfjárrækt. Þetta er
víkjandi erfðagalli sem veldur
vansköpun í leggjum framfóta og
allt bendir til að um eitt gen sé að
ræða,“ segir hann.
Mikil vansköpun
„Vansköpunin er í flestum tilfellum
það mikil að lömb komast ekki á
spena og er yfirleitt lógað stuttu
eftir burð,“ útskýrir Sæmundur.
„Víkjandi erfðagallar eru
sérstaklega erfiðir viðureignar í
búfjárrækt, þar sem einstaklingar
þurfa að hafa tvö eintök af hinu
gallaða geni til að svipgerðin
birtist. Þetta þýðir að arfberar eru
ekki greinanlegir fyrr en þeir gefa
af sér gölluð afkvæmi. Til að flækja
málið enn frekar eru vísbendingar
um að sami erfðagalli gefi aukinn
vöðvavöxt í arfblendnu ástandi.
Þetta þýðir að arfblendnir hrútar eru
líklegri en ella til að verða valdir á
sæðingarstöð. Nýjasta dæmið um
þetta er sæðingahrúturinn Viðar
17844, sem var afburðahrútur en
að öllum líkindum arfblendinn um
bógkreppugenið,“ segir Sæmundur.
Hann segir að meginmarkmið
verkefnisins sé að lýsa gallanum
meinafræðilega og þróa erfðapróf
til að hægt sé að finna arfblendna
einstaklinga. „Niðurstöður eru
lofandi og vonandi verður hægt að
nýta erfðapróf á fyrri hluta næsta árs
til að finna arfbera.
En til að sannreyna virkni
erfðaprófsins þarf að halda rann
sóknum áfram og til þess þurfum
við að fá erfðasýni af sem flestum
bógkreppulömbum sem fæðast í vor
ásamt foreldrum þeirra.“ /smh
Um söfnun sýna vegna bógkreppu rannsókna
Við söfnun sýna fyrir verkefnið verður lögð áhersla á að fá:
• Sýni úr sem flestum bógkreppulömbum sem fæðast í vor og báðum
foreldrum þeirra.
• Sýni úr sonum Viðars 17-844.
• Önnur áhugaverð sýni (s.s. Viðarsdætur eða hrútar sem liggja undir grun).
• Þar sem aðeins verður hægt að greina takmarkaðan fjölda sýna verður
beitt forgangsröðun við val sýna í greiningar og því ekki hægt að lofa því að
öll sýni sem berast verði hægt að greina – a.m.k. ekki í fyrsta kasti. Þessar
greiningar verða bændum að kostnaðarlausu þar sem þetta er hluti af
rannsóknarverkefni.
• Nota má sömu hylkin og verið er að dreifa vegna sýnatöku fyrir
riðuarfgerðargreiningar. Ekki er hægt að nota stroksýni fyrir þessar
greiningar. Merkja þarf sýnin vel (gripanúmer og bæjarnúmer) og láta
fylgja þeim upplýsingar um gripinn sem sýnið er úr og hvernig hann
tengist bógkreppu. Senda sýnin til Eyþórs Einarssonar, RML (Borgarsíða
8, Sauðárkróki) en Eyþór veitir nánari upplýsingar varðandi söfnun sýna
fyrir verkefnið (ee@rml.is). /Eyþór Einarsson
Bógkreppa er alvarlegt vandamál í íslenskri sauðfjárrækt, en hún veldur vansköpun í leggjum framfóta.
Sæmundur Sveinsson greindi frá erfðaprófi til að finna arfbera bógkreppu.
Nýtt þyrluflugfélag með höfuð-
stöðvar á Ólafsfirði hefur hafið
rekstur.
„Við höfum notað tímann
núna til að keyra okkur í gang og
koma okkur í rétta gírinn fyrir
sumarið, sem er ávallt háannatími
í þyrlurekstrinum. Viðbrögðin hafa
verið frábær og gaman að sjá hvernig
bókanir hlaðast inn á dagatalið
fyrir næstu mánuði,“ segir Jón Þór
Þorleifsson, framkvæmdastjóri
HeliAir Iceland, en fyrirtækið mun
halda úti þyrlurekstri frá Ólafsfirði
og í Reykjavík.
Allir flugmenn félagsins eru
íslenskir og leggur félagið mikla
áherslu á að flugmenn þekki vel til
íslenskra aðstæðna. „Þrír flugmenn
eru í vinnu hjá okkur og auk þess
eru nokkrar stöður sem fylgja því
að halda úti flugrekstrarleyfi. Það
eru nokkrir í eigendahóp HeliAir en
aðaleigandinn er Árni Helgason ehf.
á Ólafsfirði,“ segir Jón Þór.
Honum fannst tímabært að byggja
upp ferðaþjónustu á Ólafsfirði.
„Skíðaflugið hefur verið mjög
vinsælt hér á Tröllaskaganum síðustu
árin. Eftirspurn eftir þyrluferðum á
svæðinu hefur verið að aukast og því
fannst okkur kjörið að stökkva inn
og byggja upp félag hér á svæðinu
sem gæti sinnt þessum markaði.
Við höfum líka mikla trú á því að
þetta eigi eftir að vinna vel saman,
að vera með þyrlur í rekstri bæði
á Ólafsfirði og Reykjavík,“ segir
Árni Helgason. Boðið er upp á ýmis
konar útsýnisflug. „Auk þess erum
við líka að sinna ýmsu verkflugi,
s.s. flutningi á efni og hífingar
með þyrlu. Vélin sem við erum að
fljúga núna er Bell 407 GXP, sem
er ný vél og er sérstaklega hönnuð
til útsýnisflugs með extra stórum
gluggum. Þessi vél hentar líka vel
til hífinga og hefur reynst okkur vel
í þeim verkefnum,“ segir Árni. /mhh
Ólafsfjörður:
Mikil eftirspurn eftir
þyrluflugi í sumar
Eiganda þyrlufyrirtækisins fannst
orðið tímabært að byggja upp
ferðaþjónustu á Ólafsfirði.
Myndir / Aðsendar
Frakkland:
Bannað varnarefni í innkölluðum tómötum
Matvælastofnun Frakklands hefur
innkallað stóra lotu af tómötum
vegna þess að þeir innihalda
sveppavarnarefnið klóróþalóníl
sem getur verið hættuleg heilsu
manna.
Tómatarnir fóru í dreifingu 22.
febrúar en hefur nú verið tekið úr
sölu úr verslunum. Þeir neytendur
sem keypt hafa vöruna geta
skilað þeim í verslun og fengið
endurgreitt. Matvælastofnun
Frakklands segir í tilkynningu
að í öllu falli ætti ekki að borða
tómatana því neysla sveppaeitursins
geti valdið margvíslegum
heilsufarsvandamálum. Öllum þeim
sem kunna að hafa neytt tómatanna
er bent á að ráðfæra sig við lækni ef
einhverjir kvillar gera vart við sig.
Notkun varnarefnisins
klóróþalóníls er bönnuð í
matvælum og fóðri samkvæmt
reglugerð framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins. Bannið gildir
einnig hér á landi samkvæmt
ákvæðum EESsamningsins. Bann
við notkun þess tók gildi í Evrópu
árið 2020.
Efnið er notað sem breiðvirkt
varnarefni gegn sveppum, skordýrum
og myglu í plöntum. Enn er notkun
þess víðtæk í Bandaríkjunum, sér í
lagi við ræktun á hnetum, kartöflum
og tómötum. /ghp
Tómatarnir innihéldu sveppaeitur.
Mynd / Tom Hermans
Bandarísk rannsókn:
Þvagfærasýkingar úr
kjúklinga- og svínakjöti
Samkvæmt nýlegri bandarískri
rannsókn má rekja 85 prósent
allra þvagfærasýkinga í
Bandaríkjunum til E.coli
bakteríusýkinga og átta prósent
þeirra eiga uppruna sinn í
kjúklinga- og svínakjöti.
Karl G. Kristinsson, prófessor
og yfirlæknir á sýklafræðideild
Landspítalans og læknadeild háskóla
Íslands, vekur athygli á þessari
staðreynd á Facebooksíðu sinni.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru
birtar í tímaritinu One Health.
Lönd með gríðarlega mikið
sýklalyfjaónæmi
Í rannsókninni voru 1.188 E. coli
sýni úr fólki skoðuð og 1.923 sýni
úr kjötafurðum.
Karl spyr síðan á Facebook
síðu sinni: „Hvers vegna erum við
þá að flytja inn frosna kjúklinga
frá löndum með gríðarlega mikið
sýklalyfjaónæmi í E. coli og fleiri
bakteríum?“ /smh
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla-
fræðideild Landspítalans.