Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 18

Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Markaðir 150,3 kr Evra 136,36 kr USD 169,55 kr Pund 314,6221 kr 95 okt bensín 313,174 kr Díesel 18,63 USD Mjólk (USD/100 pund) 6,4 USD Korn (USD/sekkur) 35,4 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1289 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,715 USD Ostur (USD/pund) 4700 EUR Smjör (EUR/tonn) Rekstur sauðfjárbúa: Ekki má mikið út af bera Í júní í fyrra birti Hagstofa Íslands metnaðarfulla greiningu um afkomu í landbúnaði frá árinu 2008 til 2020. Síðan þá hefur árið 2021 bæst í gagnasafnið en enn er bið eftir árinu 2022. Mikið hefur verið ritað og rætt um stöðu sauðfjárræktar undanfarin ár og þá erfiðu stöðu sem bændur eru í. Ljóst er að árið 2022 var afar krefjandi fyrir landbúnaðinn í heild sinni, ekki þarf að fletta upp í ársuppgjörum til að staðfesta það. Samkvæmt afkomukönnun Hagstofunnar batnaði afkoma í sauðfjárrækt árið 2021 eftir mögur ár þar á undan. Samanlögð laun, hagnaður og breyting (hækkun eða lækkun) á eigin fé meðal sauðfjárbýlis hækkaði um 31% frá meðaltali áranna 2017-2020 en var engu að síður ekki nema 2,3 milljónir á verðlagi ársins. Stærð hefur þó mikið að segja þegar kemur að afkomu en býli með 501-600 kindur skilaði til að mynda rúmlega þrefalt meiri fjármunum í hendur eiganda síns en býli með 301-400 kindur. Þrátt fyrir að 2,3 milljónir króna í hendur bænda sé bæting frá því sem þeir hafa þurft að venjast á árunum á undan 2021 er ljóst að afkoman á árinu 2022 var verri. Samkvæmt greiningu Bændasamtaka Íslands tvöfaldaðist aðfangakostnaður á milli áranna 2021 og 2022. Fyrir meðalbúið þýðir það hækkun upp á rúmar tvær milljónir, nánast jafn mikið og bændur fengu í eigin vasa árið 2021. Skuldahlutfall í sauðfjárrækt er hagstætt og fer lækkandi yfir tímabilið sem rýnt er í. Fyrir flestar bústærðir er hlutfallið undir einum og á tímabilinu 2012 til 2021 lækkaði meðal skuldahlutfallið úr 85,6% niður í 74,6%. Eins og áður segir hafa niðurstöður fyrir árið 2022 ekki verið birtar en áhugavert verður að sjá hvað afkomukönnun Hagstofu Íslands mun leiða í ljós fyrir árið það ár. Raunin er þó sú að áfallsþol í sauðfjárrækt er ekki mikið. Þrátt fyrir lág skuldahlutföll er eigið fé í greininni lítið og laun lág. Ekki er mikið til að skera niður annað en viðhald og endurfjárfesting í býlunum sjálfum leiðir óhjákvæmilega til þess að arðsemi dregst saman. Í raun er margt sem bendir til að sú þróun sé þegar hafin og að fjárfestinga sé þörf á stórum hluta sauðfjárbýla. /SFB Vöru og hráefnisnotkun(m.kr.) Stærð býlis 2021 2022 (spá) Meðaltal 2,1 4,2 1-100 0,6 1,2 101-200 1,7 3,3 201-300 2,3 4,6 301-400 3,0 6,0 401-500 4,3 8,6 501-600 5,5 11,0 601-700 7,2 14,3 >700 8,8 17,5 Laun og hagnaður eftir stærð býlis (2021 verðlag) Stærð býlis m.kr Meðaltal 2,3 1-100 0,2 101-200 1,3 201-300 3,1 301-400 4,1 401-500 5,1 501-600 7,4 601-700 6,2 >700 12,3 Býli með 501-600 kindum skilaði rúmlega þrefalt meiri fjármunum í hendur eiganda síns en býli með 301-400 kindur. Mynd / ghp Eigið fé Eigið fé er að hluta til lögbundið eigið fé, sem þarf að vera í félögum til þess að lánardrottnar geti gert kröfu á það komi til þrots, en ge- tur líka verið óráðstafað eigið fé. Eigið fé er peningur sem fyrirtæk- jaeigandi telur að best sé að hafa inni í félaginu frekar en að taka það út og fjárfesta í einhverju öðru. Þann pening er sem sagt hægt að nýta til þess að bæta fyrirtækið að ein hverju leyti. Ef ekki er nein von um að bæta reksturinn er óráðsta- fað eigið fé greitt út sem arður. Öllu eigið fé fylg ir sem sagt einh- ver gróðavon og er því arðsemi oft sýnd í samhengi við hversu mikill peningur er í félögum sem eigið fé. Arðsemi eigin fjár (hagnaður/eigið fé). Árið 2012 státaði meðal sauðfjárbýli að 1,3 milljónum í eigið fé og skilaði 0,5 milljónum í hagnað. Árið 2015 var meðal eiginfjárstaða 2,5 milljónir (verðlag 2015, 2,3 á 2012 verðlagi) en hagnaður enn aðeins 0,5 milljónir. Laun+hagnaður (2012 verðlag) Hagnaður og eigin fjárstaða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.