Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023
AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA
Eflum samkeppnishæfni
íslenskrar matvælaframleiðslu
Með nokkuð reglulegu millibili
sprettur upp umræða um
hvernig ganga megi frá íslenskri
matvælaframleiðslu, „íslenskum
neytendum til hagsbóta“.
Helstu tillögur
sem hafa heyrst
undanfarið eru
afnám tollverndar
á búvörur og
afnám heimildar
fyrir afurðstöðvar
í mjólkuriðnaði
til að starfa
saman með það að
markmiði að halda
niðri kostnaði, heimild sem íslenskur
mjólkuriðnaður hefur starfað eftir
síðastliðin 20 ár og á grunni hennar
náð fram mjög aukinni hagkvæmni
í rekstri.
Nokkurs misskilnings virðist
gæta í umræðunni um umrædda
undanþáguheimild, hún sé jafnvel
hið undarlegasta apparat og ýjað
að því að þetta sér gjörspillt og
séríslenskt fyrirbæri. Hér geri ég
undanþáguheimildir afurðastöðva að
umræðuefni mínu og vona að það
verði einhverjum að gagni.
Íslenska undanþáguheimildin
Íslenskur landbúnaður býr við eina
undanþágu frá samkeppnisreglum
sem gildir einungis fyrir
afurðastöðvar í mjólkuriðnaði. Í 71.
grein búvörulaga er afurðarstöðvum
í mjólkuriðnaði veitt undanþága
frá ákvæði í samkeppnislögum
sem felst í því að þeim er þar gert
heimilt að sameinast, gera með sér
samkomulag um verkaskiptingu milli
mjólkursamlaga að því er varðar
framleiðslu einstakra mjólkurvara og
hafa með sér annars konar samstarf
til þess að halda niðri kostnaði við
framleiðslu, geymslu og dreifingu
mjólkurafurða.
Samkvæmt skýrslu Hagrannsókna
sf, um þróun og hagræðingu í
mjólkurvinnslu á Íslandi á árunum
2000-2018 hafa hagræðingaraðgerðir
í íslenskum mjólkuriðnaði, sem
umrædd undanþáguheimild gerði
afurðastöðvum kleift að ráðast í,
skilað ávinningi sem nemur um 2-3
milljörðum króna á ári hverju, sem
skilar sér svo til neytenda í lægra
vöruverði og bænda í formi hærra
afurðaverðs.
Mjólkursamsalan er fyrirtæki í
eigu íslenskra kúabænda. Fyrirtækið
er lang stærst afurðastöðva hér á landi
en aðrar minni afurðastöðvar líkt og
Arna og Bio bú hafa einnig náð að
hasla sér völl þó að hlutdeild þeirra á
markaði sé minni. Reyndar er það svo
að það er margt í íslenska kerfinu eins
og það er í dag sem auðveldar nýjum
aðilum að koma á fót mjólkurvinnslu.
Minni aðilar hafa enga móttöku- og
söfnunarskyldu á mjólk, minni aðilar
þurfa ekki að tryggja framboð allra
vörutegunda allt árið um kring,
allar vinnslustöðvar fá hrámjólk á
sama opinbera verði frá afurðastöð
og þurfa ekki að greiða sérstaklega
fyrir flutning að vinnslustöð sinni
sama hvar þær eru staðsettar
á landinu og til viðbótar gefur
Auðhumla, móðurfélag MS, smærri
vinnsluaðilum afslátt upp á fyrstu
300 þúsund lítrana sem þær vinna.
Í umræðunni á fólk það til að kalla
Mjólkursamsöluna RISA á markaði.
Kannski hefur þjóðarstoltið gefið
nokkurn fyrirslátt, Ísland er stórasta
land í heimi og allt það. En við
skulum aðeins líta á hvernig málum
er háttað í nágrannaríkjum okkar.
Erlendar undanþáguheimildir
Samkvæmt skýrslu Lagastofnunar
HÍ 2020 um undanþágur frá
samkeppnisreglum er varða
samstarf búvöruframleiðenda í ljósi
EES/ESB-réttar segir að víðtækar
undanþágur gildi fyrir framleiðendur
landbúnaðarvara í Noregi og innan
ESB. Í norsku landbúnaðarstefnunni
er lögð áhersla á að samkeppnishæfni
framleiðenda landbúnaðarafurða
verði meiri starfi þeir í stórum
rekstrareiningum. Í ESB hefur
landbúnaðarstefnan forgangsáhrif
gagnvart samkeppnisreglum
og framkvæmdastjórn ESB
leggur mikla áherslu á stækkun
rekstrareininga.
Ef við lítum til fyrirkomulags á
Norðurlöndunum má sjá að svipað
kerfi þekkist þar. Í Danmörku er
fyrirtækið Arla með um 80% af
allri unninni mjólk, en Mammen
mejerierne er næst stærst með tæp
3%. Í Finnlandi er Valio með um
75% af unninni mjólk, Arla er næst
stærst með tæp 9%. Í Noregi er
TINE langstærsti aðilinn á markaði
og var lengi vel eini aðilinn. Í dag sér
fyrirtækið um söfnun og dreifingu
u.þ.b. 95% allrar framleiddrar
mjólkur í landinu og árið 2016
framleiddi fyrirtækið um 80% af
öllum mjólkurvörum í Noregi. Í
Svíþjóð er Arla stærsta fyrirtækið
og er umfang þess um 60% af
mjólkurmarkaðinum.
Til að átta okkur betur á
stærðarmun mjólkurframleiðslu
landanna þá framleiddu danskir
kúabændur (skv. International
Dairy Federation) um 5,7 milljónir
tonna af mjólk árið 2021 og sænskir
kúabændur framleiddu um 2,7
milljónir tonn. Íslenskir kúabændur
framleiddu um 153 þúsund tonn af
mjólk sama ár.
Ef við horfum út fyrir landa-
mæri Evrópu er augljóst að undan-
þáguheimildir fyrir fyrirtæki í
landbúnaði er að finna annars staðar
í hinum stóra heimi. Í Michigan í
Bandaríkjunum er til að mynda
ostagerð starfrækt sameiginlega
af þremur stórfyrirtækjum. Þessi
mjólkurvinnsla vinnur mjólkafurðir
úr um 1,3 milljörðum lítra af
mjólk á ári hverju eða tæplega
nífaldri heildarársframleiðslu
íslenskra kúabænda. Meðal
eiganda afurðastöðvarinnar er
samvinnufyrirtækið Dairy Farmers
of America sem er stærsta mjólkur -
vinnslufyrirtæki í heimi með um
3,4% markaðshlutdeild á heimsvísu.
Mjólkursamsalan er í raun
agnarsmátt peð í samanburði við stór
mjólkurvinnslufyrirtæki landanna
sem ég nefni hér að ofan. Íslenskir
kúabændur eru í beinni samkeppni
við þessa aðila og fleiri og eykst
sú samkeppni ár frá ári. Árið 2022
var hlutfall innflutnings 12,5%
af sölu innlendra osta. Í magni
hefur innflutningur osta aukist um
459 tonn frá árinu 2016, þegar
sala innfluttra osta var 5,1% af
markaðnum. Hlutfall erlendra osta
hefur þannig rúmlega tvöfaldast frá
2016. Þó ekki sé nema bara í ljósi
þróunar á samkeppnisumhverfinu er
nauðsynlegt fyrir okkur að glata ekki
þeirri stærðarhagkvæmni sem við þó
höfum náð undanfarin ár og áratugi.
Í ljósi þessa er erfitt að skilja
umræðu um að afnema einu
íslensku undanþáguheimildina frá
samkeppnisreglum og brjóta upp
stórar rekstrareiningar, þveröfugt
við það sem þekkist og stefnt er að
innan ESB.
Þrjú skref að minni samkeppni
Það er torskiljanlegt að þeir aðilar
sem berjast hvað harðast gegn
undanþáguheimildum fyrir íslenskan
landbúnað eru oft þeir sömu og tala
fyrir inngöngu í ESB, þar sem mun
víðtækari undanþáguheimildir frá
samkeppnisreglum gilda en hér á
landi. Í þennan kokteil blandast
svo áhugi þessara sömu aðila á að
afnema þá fáu verndartolla sem eftir
eru fyrir íslenskan landbúnað.
Sé lokamarkmiðið að veikja
samkeppnishæfni innlendrar
matvælaframleiðslu þá er þetta þó
auðvitað skothelt plan: Skref 1;
afnema verndartolla, skref 2; koma
í veg fyrir að íslenskur landbúnaður
búi við sama regluverk og þekkist í
helstu samkeppnislöndum og skref
3; afnema einu undanþáguheimildina
fyrir íslenskan landbúnað sem
fyrirfinnst í íslensku regluverki.
Þannig munum við í raun sjá
samkeppni á íslenskum markaði
minnka, þegar innlend framleiðsla
verður komin úr kælum matvöru-
verslana og innflutningsaðilar verða
einir um markaðinn.
Gerum innlendan landbúnað
samkeppnishæfari
Við höfum nú þegar fengið
smjörþefinn af afleiðingum minni
tollverndar í íslenskri nauta-
kjötframleiðslu. Frá árinu 2018
hefur tollkvóti fyrir nautakjöt frá
ESB sjöfaldast í magni, en tollkvóti
er tiltekið magn vöru sem hægt er að
flytja inn til landsins án allra tolla.
Á sama tíma hefur útboðsverð á
tollkvótunum lækkað um 28% sé
tekið tillit til verðlagsbreytinga.
Hefur þetta engu skilað til neytenda
skv. upplýsingum Hagstofunnar,
raunar hækkaði verð á nautakjöti
og á sama tíma lækkaði afurðaverð
til bænda. Bænda sem eru nú margir
hverjir að gefast upp og við erum
farin að sjá aukinn skort á íslensku
nautakjöti og þar með minna úrval
fyrir neytendur.
Erlendis búa afurðastöðvar við
undanþáguheimildir sem gera þeim
kleift að ná aukinni framlegð og
hagkvæmni í kjötvinnslu. Stjórnvöld
alls staðar í kringum okkur átta
sig á mikilvægi þess að veita
landbúnaðinum þetta aukna svigrúm.
Skynsamlegast væri að horfa til þess
að veita svipaðar undanþágur fyrir
kjötafurðastöðvar hér og þekkist í í
ESB og Noregi, frekar en að ganga
frá greininni hérlendis með afnámi
tolla og almennri þröngsýni.
Í stað þess að leggja til að taka
skref afturábak og afnema einu
undanþáguheimild landbúnaðarins
frá samkeppnislögum í íslenskum
lögum eigum við að taka skref
fram á við og efla samkeppnishæfni
innlends landbúnaðar.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
varaformaður BÍ.
Herdís Magna
Gunnarsdóttir.
Undanþáguheimildir fyrir fyrirtæki í landbúnaði er að finna víða um heim.
Í Michigan í Bandaríkjunum er til að mynda ostagerð starfrækt sameiginlega
af þremur stórfyrirtækjum. Mynd / Glanbia
Óneitanlega fylgja því
fjölbreyttar tilfinningar að byrja
í nýju starfi. Langoftast er það
viss tilhlökkun að takast á við ný
verkefni og nýjar áskoranir sem
fylgir starfanum en rannsóknir
hafa þó sýnt fram á að með
nýju starfi geti jafnframt fylgt
streita og einnig hjá þeim sem
eru að ljúka starfsferli sínum
eða hætta í starfi.
Fyrir því
eru margar
ástæður. Að
hefja rekstur
er eitt og
sér stórt
viðfangsefni
sem snýr ekki
einungis að
f j á r m á l u m
heldur einnig þekkingu á því
lagaumhverfi sem unnið er eftir.
Við það bætist þörf á þekkingu
í meðferð búfjár, jarðræktun,
fóðuröflun og meðhöndlun á
tækjum og búnaði. Þeir sem hefja
rekstur eru jafnframt að hefja
störf sem framtíðarstjórnendur
og þurfa sem slíkir að mæta
síbreytilegum áskorunum og að
vera vel á sig komnir líkamlega
og andlega. Til að kóróna háan
streitustuðul þá er heimilið
yfirleitt staðsett á vinnustaðnum
þannig að viðkomandi er nær
alltaf í vinnunni.
Kúltúr á vinnustað
Líkt og á öðrum vinnustöðum
er vinnustaðamenning og
stjórnunarstílar í landbúnaði
mjög mismunandi sem mótast
yfirleitt af reynslu og menntun.
Vinnumenning okkar er samsett
af hegðun, gildum, viðhorfum
og samskiptum sem viðkomandi
hefur ýmist lært af öðrum eða
tekið upp frá sinni menntun í
greininni. Þetta þekkja flestir
sem vinna verkhæfð störf sem
geta lýst sér í viðhorfum eins
og „við gerum svona hér“, þó
svo að forsendan sé ekki þekkt.
Á sama vinnustað eru oft ólíkar
kynslóðir, með ólík viðhorf og
afstöðu til vinnu sem brýnt er
fyrir samstarfsfólk og stjórnendur
að gera sér grein fyrir og einnig
þeim annmörkum sem geta fylgt
þessum breytileika.
Hér á landi eru um 9.000
störf tengd landbúnaði. Þetta
er vinnuafl sem er samsett að
meginhluta af karlmönnum
á miðjum aldri, þar sem
starfanum fylgir oft líkamlegt
erfiði sem krefst viðveru nær
alla daga ársins. Ef þetta er
yfirfært á stöðuna í dag spannar
samsetning bænda kynslóðir sem
hafa eins og sagt er mismunandi
stjórnunarstíl. Elsti hópurinn,
60–80 ára, var alinn upp af
kynslóð sem þekkti ekki annað en
að lífið væri vinna og aðhylltist
mikla formfestu. Þessi kynslóð
dregur dám af þeim lærdómi
og er mjög vinnusamt og þekkt
fyrir að ganga mjög nærri sér í
vinnu. Þetta er kynslóð sem er
jafnvel ekki viljugt til að sleppa
tökunum til þeirra sem yngri
eru. Aldurshópurinn 30–60 ára
er fjölmennastur en ólíkur þeim
eldri, sýnir meira sjálfstæði,
fylgir ekki ráðum forfeðra og
vilja gera hlutina á sinn hátt.
Og það sem munar mestu að þau
eru ekki jafn reiðubúin að fórna
jafn miklu fyrir vinnuna sem er
talsvert ólíkt eldri kynslóðum.
Að lokum er það yngsta fólkið.
Þeim er eðlislægt að vinna í
hópi og breytingar eru hluti af
eðlilegu lífi. Þetta er kynslóð sem
býr yfir fjölbreyttari menntun
og meiri tæknifærni og mun
væntanlega leiða atvinnuveginn
í framtíðinni.
Enginn er fæddur í starfið
Þaulreyndur og farsæll kúabóndi
hafði það á orði að honum þætti
best að ráða til sín fólk sem sýndi
vinnusemi, frumkvæði og væri
fyrst og fremst skemmtilegt. Þeir
aðilar væru mun móttækilegri
fyrir leiðbeiningum og kæmu með
jákvætt viðhorf til starfans sem
er afar mikilvægt því enginn er
fæddur í nokkurt starf. Að þessu
sögðu er ljóst að stjórnunarstílar
geta verið mjög ólíkir og sem
dæmi um það er hvernig fólki
er sagt til þegar það hefur störf.
Það er mikill munur á því að
kenna fólki með því að henda
þeim í djúpu laugina og troða
marvaðann og láta fólk sjálft
um að bjarga sér eða vera með
bæði munnlegar og skriflegar
leiðbeiningar um hvernig á
að vinna verkin. En þetta er í
hnotskurn dæmi um viðhorf
fólks til vinnu og afstöðu þeirra
sem stjórna. Stjórnun getur
reynst mörgum erfitt verkefni
og að skipuleggja eigin vinnu,
og á sama tíma verið frábær
samstarfsfélagi. Að stýra
og stjórna fyrirtæki er ekki
meðfæddur hæfileiki heldur þarf
hver og einn að læra það til að
ná sem farsælustum rekstri. Það
ætti að vera eðlilegur hlutur að
þeir sem hætta eða hefja búskap
leiti ráðgjafar varðandi svo
fjölþætt og oft flókin verkefni
sem þessum ákvörðunum fylgir.
Að vera sáttur við sitt
hlutskipti og vera stjórnandi
í eigin lífi er hluti af góðu
geðheilbrigði og farsælu lífi.
Halla Eiríksdóttir,
stjórnarmaður BÍ, hjúkrunar-
fræðingur og sauðfjárbóndi.
Bændageð:
Á ég að byrja
eða hætta?
Halla Eiríksdóttir.