Bændablaðið - 27.04.2023, Side 53

Bændablaðið - 27.04.2023, Side 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Búgreinadeild hrossabænda Bændasamtaka Íslands vill koma á framfæri að á Búgreinaþingi Hrossabænda 2023 var samþykkt að forsenda tilnefningar til ræktunarbús ársins miðist við fulla félagsaðild í Bændasamtökunum fyrir 1. maí ár hvert. Ekki er gerður greinarmunur á hvort ræktandi sé persóna eða skráð kennitala fyrirtækis. Aðrar forsendur fyrir tilnefningu eru óbreyttar. Stjórn Búgreinadeildar hrossabænda Vegna tilnefninga til ræktunarbús ársins Árið 2022 stóð íslenskur land- búnaður frammi fyrir miklum áskorunum vegna gífurlegrar hækkunar á framleiðslukostnaði. Þessi staða var ekkert eins- dæmi á Íslandi. Stjórnvöld hér á landi, líkt og um allan heim, komu til móts við bændur með auknum stuðningi. Enda hverri sjálfstæðri þjóð mikilvægt að standa vörð um matvælaframleiðslu og þau störf sem henni tengjast. Þrátt fyrir aðgerðir á síðasta ári er því miður ekki hægt að segja að betur líti út með rekstur sauðfjárbúa árið 2023. Viðbótarstuðningur stjórnvalda á síðasta ári var einskiptis aðgerð. Á síðasta ári hækkaði afurðaverð til bænda um 35%. Sú hækkun gerði lítið annað en að leiðrétta, fordæmalaust hrun afurðaverðs á árunum 2016-2017. Verðhækkanir á helstu rekstrarvörum hafa aðeins gengið til baka að litlu leyti. Í sumum tilvikum hækkað enn frekar. Það er því áfram vert að hafa áhyggjur af afkomu þeirra sem stunda sauðfjárbúskap. Frá haustinu 2016 hefur framleiðsla á dilkakjöti dregist saman um 20%. Farið úr 9.283 tonn niður í 7.408 tonn. Verði ekki brugðist við mun enn aukast á samdrátt í greininni. Í greiningu Bændasamtaka Íslands á afkomu sauðfjárbænda árið 2023 er, að óbreyttu, gert ráð fyrir því að það vanti um 400-600 kr/kg dilkakjöts í tekjur til að reksturinn skili ásættanlegri afkomu og standi undir eðlilegri launagreiðslugetu. Gert er ráð fyrir því að rekstrar'- kostnaður sauðfjárbúa hækki um 5% milli ára. Munar þar mestu um hækkun fjármagnskostnaðar og aðkeypt vinnuafl. Stórir rekstrarliðir eins og áburður, fóður, olía og plast eru nær óbreyttir milli ára. Sauðfjárrækt á Íslandi byggir, líkt og aðrar búgreinar, á Búvöru- lögum sem ramma inn það samkomulag sem stjórnvöld og bændur hafa gert um starfsskilyrði landbúnaðarins. Markmið þess samkomulag er að tryggja innlenda framleiðslu á landbúnaðarvörum og um leið skapa bændum viðunandi afkomu. Nú er í gangi endurskoðun á búvörusamningum. Í þeirri vinnu verður að horfa til þess hvort þessum grunnmarkmiðum Búvörulega sé náð. Það felast mikil verðmæti í þeirri þekkingu og framleiðslugetu sem sauðfjárræktin býr yfir. Með samdrætti í greininni tapast þessi verðmæti. Á sama tíma og unnið er að því að skapa sauðfjárrækt viðunandi rekstrarskilyrði má ekki gleyma að kröfur samfélagsins til landbúnaðar hafa breyst. Verkefni landbúnaðarins snýr ekki eingöngu að framleiðslu hefðbundinna afurða. Landbúnaðurinn gegnir einnig mikilvægu hlutverki á sviði umhverfis-, loftslags- og byggðamála. Öllum þessum hlut- verkum þarf landbúnaðurinn að sinna. En á sama tíma verður að tryggja þeim sem stunda landbúnað afkomu í samræmi við aðrar stéttir þessa lands. Þar þarf að byrja og þar liggur grunnur að farsælli lausn allra verkefna landbúnaðarins – Tryggjum bændum sanngjörn laun fyrir sín störf. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda. Launagreiðslugeta sauðfjárbúa er óásættanleg Trausti Hjálmarsson. Afkoma í sauðfjárrækt Framleiðsla ársins á dilkakjöti Mynd / Jón Eiríksson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.