Bændablaðið - 27.04.2023, Page 55

Bændablaðið - 27.04.2023, Page 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is - Sími 588 6070 SJÁLFVIRK POTTASTÝRING MEÐ SNERTISKJÁ OG VEFVIÐMÓTI POTTASTÝRING REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Rafmögnuð gæði kúabóndans Flemming Sønder- gaard, en erindið flutti hann ásamt mjólkurgæðaráðgjafanum Michael Lyrhøj Mortensen. Flemming er með 200 svart- skjöldóttar kýr, með orkuleiðrétta meðalnyt upp á 13.200 kg og fjóra Lely A3 mjaltaþjóna. Kúabúið var með nokkuð stöðugt frumutöluvandamál og hún oftast í kringum 280 þúsund í ml. Hann var orðinn þreyttur á þessu, enda fá danskir bændur hærra verð fyrir mjólk sem er að jafnaði með færri frumur í ml en 200 þúsund, auk þess sem alþekkt samhengi er á milli aukinnar hagkvæmni og lægri frumutölu vegna aukinnar framleiðslu og færri kostnaðarsamra meðhöndlana. Flemming fékk Michael með sér í lið og fyrsta verkefnið var að „skrifborðsgreina“ búið, þ.e. skoða fyrirliggjandi gögn og rýna í þau. Gagnarýnið sýndi skýrt að ungu kýrnar voru síður með frumutöluvandræði eins og oft er og ágerðist vandamálið eftir því sem kýrnar höfðu verið lengur í fjósinu. Aureus sýkingar voru algengar en einnig Uberis og Dysgalactia en þessar bakteríur ollu um helmingi allra júgurbólgutilfella. Vegna eðlis Aureus baktería lá beinast við að skoða smitvarnir við mjaltaþjónana og vegna tíðni Dysgalactia mátti einnig ætla að mjaltaþjónarnir meðhöndluðu spenana ekki af nærgætni eða rétt við og eftir mjaltir. Þá bentu Uberis sýkingarnar til þess að hreinlæti í fjósinu væri ábótavant. Þetta mátti allt greina án þess að stíga fæti inn í fjósið! Þegar í fjósið var komið lagði Michael strax áherslu á að skoða spenana vel og sá fljótt að spenaendarnir litu að jafnaði ekki vel út, þ.e. margir útdregnir. Þetta bendir alltaf til þess að mjaltirnar séu rangar og oft er skýringin sú að kýrnar selja ekki nógu vel. Það sýndu mælingar Michael einnig en margar kýr lögðu ekki niður mjólkina nógu vel í upphafi mjalta. Það gerir mjaltirnar lengri og það verður auk þess of mikill undirþrýstingur við spenaendana, vegna lítils flæðis mjólkur, sem veldur því að þeir dragast út. Auk þess mat hann þrifnað mjaltaþjónanna ekki nógu góðan, þvottaburstar þeirra voru of slitnir og kýrnar heldur óhreinar þegar þær komu í mjaltir. Allt þetta hafði áhrif á tíðni smita af völdum framangreindra baktería. Það var því farið í það að auka undirburðinn í básunum, svo kýrnar yrðu hreinni og fara yfir stillingar á innréttingum svo kýrnar myndu liggja rétt í básunum. Þá var tíðni útskiptinga á þvottaburstum aukin og þvottatími burstanna á spenum var aukinn til að auðvelda kúnum að leggja niður mjólkina. Þá var skipt um spenasprey og yfir í tegund sem mýkti húðina, sett var upp staðlað þrifaskipulag á mjaltaþjónunum og fleira var gert til þess að koma í veg fyrir að bakteríur gætu smitað jafn auðveldlega og áður. Niðurstaða þessarar vinnu, og breytinga á vinnulagi, skilaði sér í því að í dag er búið með að jafnaði 130 þúsund frumur í ml. 8. Nýting Góð nýting á aðföngum, tækni, gripum, vinnutíma og fleiru er hverju kúabúi mikilvægt og þessi málstofa kom inn á þetta efni. Í málstofunni var m.a. fjallað um fjölbreytt aðgengi kúabænda að hrati frá hinum og þessum framleiðslufyrirtækjum, hrati sem hægt væri að nýta sem ódýrt fóður fyrir nautgripi. Þá var talað um nýtingu á gefnum steinefnum, nýtingu á landi o.fl. en það erindi sem e.t.v. á best við íslenskar aðstæður var það sem fjallaði um nýja tækni við mat á áti og þunga kúa. Þessi tækni kallast CFIT, sem stendur fyrir Cattle Feed InTake, og samanstendur af þrívíðum myndavélum sem komið er fyrir í fjósum. Þessar myndavélar taka myndir af kúnum og sér forrit um að reikna út þunga þeirra. Þá fylgist kerfið með áttíðni hverrar kýr og getur þannig gefið mikilvægar upplýsingar sem hægt er að keyra saman við önnur gögn um kúna s.s. afurðasemi til þess að finna hagkvæmustu gripina. Það er einmitt megintilgangur CFIT, að finna hagkvæma ein- staklinga fyrir áframhaldandi ræktun, enda er kerfið þróað af norræna ræktunarsambandinu Viking Genetics með það í huga að finna gripi sem nýta fóðrið sem best. Kerfið er enn í prófun og þróun en fyrstu niðurstöður lofa góðu um framhaldið. Þannig hafa vísindamenn Viking Genetics komist að því að gögnin má nota til þess að bæta bústjórn búanna og kerfið kemur t.d. upp um slakt fóður en þá éta kýrnar minna sem kerfið nær að mæla. Þá benda fyrstu niðurstöður til þess að nota megi upplýsingarnar til þess að finna kýr sem þurfi athygli s.s. vegna beiðslis eða sjúkdóma svo dæmi sé tekið. Mjög áhugavert kerfi sem er þó enn í þróun en Viking Genetics hefur þó gefið út að stefnt sé að því að bústjórnarhugbúnaður fyrir CFIT verði tilbúinn til nota fyrir bændur árið 2026. Í þeim þremur greinum sem nú hafa verið birtar í Bændablaðinu um danska fagþingið í ár hefur hvorki verið fjallað um allar málstofur, né heldur öll erindi í þeim málstofum sem þó hefur verið gripið niður í og því er áhugasömum lesendum bent á að svo til öll erindi danska fagþingsins eru aðgengileg á vefnum www.tilmeld.dk. Leiðrétting Í 4. tölublaði Bændablaðsins í ár fjallaði undirritaður um einkar áhugaverða ársskýrslu IFCN fyrir árið 2021, en fyrir mistök var titill hinnar ensku töflu, sem með greininni fylgdi, ranglega þýddur þannig að upplýsingarnar úr töflunni urðu ekki réttar og þar af leiðandi hluti af umfjöllun í texta. Biðst velvirðingar á því. Taflan, sem er hér í réttri mynd, sýnir annars vegar helstu mjólkurframleiðslulönd heimsins raðað eftir framleiddu mjólkurmagni og hins vegar raðað upp eftir því mjólkurmagni sem skilar sér í afurðastöðvar viðkomandi lands. Hér sést vel hve gríðarlega mikill munur er á milli landa þegar horft er til uppbygginga á afurðastöðva- og sölukerfum. /SS Númer Land Magn framleiddrar orkuleiðréttrar mjólkur milljarðar kg. 1 Indland 236,8 2 Bandaríkin 101,6 3 Pakistan 50,1 4 Kína 34,8 5 Brasilía 34,1 6 Þýskaland 33,1 7 Nýja-Sjáland 25,1 8 Frakkland 24,9 9 Tyrkland 19,8 10 Rússland 19,1 Númer Land Magn innveginnar orkuleiðréttrar mjólkur milljarðar kg. 1 Bandaríkin 101,0 2 Indland 40,6 3 Kína 32,3 4 Þýskaland 31,7 5 Nýja-Sjáland 25,1 6 Brasilía 24,7 7 Frakkland 24,4 8 Rússland 19,1 9 Bretland 15,6 10 Holland 15,0 Búfjáreigendur í Kjósarhreppi athugið. Eigendur jarðanna Hvammsvíkur, Hvamms, Háls, Neðri Háls, Laxárnaess, Fells, Eyrar og Káraness í Kjósarhreppi. Vekja hér með athygli búfjáreigenda að ekki er heimilt að beita búfé á þessum jörðum nema með leyfi jarðareigenda. Verði ágangur búfjár annara en landeigenda á þessum jörðum verður leitað atbeina sveitarstjórnar, eða eftir atvikum lögreglu, til að smala ágangsbúfénaði þangað sem það á að vera á kostnað eigenda þess. Sbr. 33. gr. laga nr.6/1986. Er búfjáreigendum bent á beita búfé sínu í þeirra heimalöndum eða annarsstaðar sem þeir hafa heimild til að beita því. Kjósarhreppur apríl 2023 - Landeigendur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.