Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 57

Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Bússi 19066 frá Búvöllum í Aðal - dal er sonur Stera 13057 og móðurfaðir er Dynjandi 06024. Þarna er á ferðinni mikið afurðanaut þar sem saman fara mikil mjólkur- lagni og há efnahlutföll í mjólk. Spenagerð verður líklega góð en til galla verður að telja að júgurgerð verður um meðallag sem og mjaltir og skap. Heildareinkunn 113. Bersi 20004 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi er sonur Hálfmána 13022 og móðurfaðir er Baldi 06010. Hér fer afurðanaut, mjög gott mat fyrir mjólkurlagni og efnahlutföll. Júgurgerð verður líklega góð en júgurband þó ekki áberandi. Heildareinkunn 109. Marmari 20011 frá Glitstöðum í Norðurárdal er undan Jörfa 13011 og móðurfaðir er Bambi 08049. Marmari kom fram á sjónarsviðið í haust með miklum látum enda hefur hann til að bera gott afurðamat og stórgóðu mati fyrir mjaltir og skap. Eins og hann á kyn til er mat fyrir júgur- og spenagerð sérlega gott. Heildareinkunn 115. Hengill 20014 frá Klauf í Eyja- firði, sonur Ýmis 13051 og móðurfaðir er Úlli 10089. Hengill sækir sína kosti einkum í júgur- og spenagerð ásamt mjög góðum mjöltum og frábæru skapi. Afurðagetan verður líklega í góðu meðallagi og fituhlutfall í mjólk heldur neðan meðallag. Heildareinkunn 111. Banani 20017 frá Vatnsenda í Eyjafirði er sonur Jörfa 13011 og móðurfaðir er Bambi 08049. Banani kom til notkunar í haust eins og stormsveipur. Eins og ætternið segir til um liggja styrkleikar Banana í frábærri júgur- og spenagerð auk þess sem vænta má stórgóðra mjalta og góðs skaps. Heildareinkunn 115. Keilir 20031 frá Brúnastöðum í Flóa er undan Hálfmána 13022 og móðurfaðir er Bolti 09021. Styrkleika sína sækir Keilir í mjög gott fyrir júgurgerð, mjaltir og skap ásamt því að afurðamat er gott. Rétt er að benda á að mat fyrir hæð dætra er sérlega hátt, nokkuð sem hann hefur frá afa sínum, Bolta 09021. Heildareinkunn 108. Garpur 20044 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi er sonur Jörfa 13011 og móðurfaðir er Bambi 08049. Það kemur ekki óvart ef horft er til ætternis að Garpur sækir sína kosti í júgur- og spenagerð en auk þess er mat hans fyrir afurðir, mjaltir og skap mjög gott. Fátt er um galla að segja enda er heildareinkunn 112. Óðinn 21002 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi er undan Kláusi 14031 og móðurfaðir er Úlli 10089. Þarna fer afurðanaut, mikil mjólkurlagni og hátt fituhlutfall í mjólk. Júgurgerð virðist góð, spenagerð mjög góð og mat fyrir skap er sérlega gott. Mat um próteinhlutfall í mjólk er hins vegar neðan meðallags. Heildareinkunn 115. Hákon 21007 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum er sonur Ýmis 13051 og móðurfaðir er Fossdal 10040. Þarna fer naut þar sem vænta má frábærrar júgurgerðar, júgurhreysti, mjalta og skaps. Spenar aftur á móti stuttir og frekar grannir og afurðageta í góðu meðallagi þar sem próteinhlutfall er í lægri kantinum. Heildareinkunn 109. Kaldi 21020 frá Hraunhálsi í Helgafellssveit er undan Risa 15014 og móðurfaðir er Foss 09042. Kaldi er yngsta naut sem komið hefur til notkunar fram að þessu án þess að teljast til óreyndra nauta, ekki enn liðin tvö ár frá fæðingu hans. Kaldi skartar mjög góðu afurðamati ásamt góðu mati um júgur- og spenagerð og skap. Mjaltir verða líklega meðalgóðar og dætur hans ættu að verða stórar og háfættar kýr eins og ætterni hans segir til um. Heildareinkunn 111. Eins og sjá má af þessari yfirferð er nautakosturinn afbragðsgóður og aldrei hafa eins ung naut verið í fullri notkun. Með því næst fram umtalsverð stytting ættliðabils sem aftur hraðar erfðaframförum verulega. Þá styttist í að meirihluti íslenska kúastofnsins verði arf- greindur sem aftur styrkir nauts- mæðravalið verulega og bætir enn í erfðaframfarirnar. Á næsta ári fara fyrstu kvígurnar, sem tekin voru sýni úr eftir að sýnataka varð almenn, að bera. Þar með mun hlutfall mjólkurkúa með erfðamat fara hratt hækkandi í stofninum. Ég vil beina þeim tilmælum til þeirra sem ekki hafa enn hafið sýnatöku úr kvígunum að gera það hið fyrsta. Hér gildir hið fornkveðna með að allir taki þátt. Það sama á við um kynbótastarfið í heild sinni þar sem eitthvert stærsta vandamálið er lítil notkun sæðinga á kvígur. Þetta leiðir af sér að kynbóta- starfið er ekki keyrt á mestu mögulegum afköstum sem aftur dregur úr erfðaframförum og svo veldur þetta ákveðnum vandkvæðum í sæðingastarfseminni. Með fækkun búa getur sá vandi komið upp að á einstaka svæðum verði fjárhagslegum grunni sæðinganna ógnað ef meginþorri búa á viðkomandi svæði notar ekki sæðingar á kvígur. Það er staða sem við viljum ekki að upp komi. Ég óska ykkur svo gleðilegs og góðs sumars með þökk fyrir veturinn. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt. MICROLIFT HYBRID BRETTATJAKKAR Nokkrir Microlift Hybrid tjakka með 1,5 og 2,0 tonna lyftigetu á tilboðsverði Tjakkarnireru til sýnis hjá PMTKrókhálsi 1 ET15MH Microlift 1500kg burðargeta, 221.400 kr + vsk. (Rafdrin keyrsla) ET15MH Microlift 1500kg burðargeta. Stuttir gaar* 243.000 kr + vsk. *Stuttir gaar kom vel út í þrengstu aðstæðum ET20MH-P 2.000kg burðargeta. 305.100 kr + vsk. (Rafdrin keyrsla og lyfting) ET20MH-P-S 2.000kg með tölvuvog 374.400 kr + vsk. (Rafdrin keyrsla og lyfting) Góð kaup eru í brettatjakki með vog sé þörf fyrir gaalvog ETNAHringu í 698 1539 eða sendu tölvupóst á siggi@pmt.is og við sendum þér nánari upplýsingar og Microlift vídeó. Microlift hefur reynst vel.hjá Garðyrkjubændum og Fjárbændum. Spyrjið þessa: Halla s. 662 6693 (Gróður), Vignir ( Auðnsholt), Dagur 862 1502 (Reiti, Borgarrði), Bjarki 848 0038 (Breiðavaði, Blönduós), Jón Elvar s. 863 4410 (Þrasastöðum, Fljótum). Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Skráið smáauglýsingar á www.bbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.