Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 59

Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 til haga. Á stórum búum þar sem frjósemi er mikil eða ójöfn geta tilfærslur orðið margar og eru dæmi um að 10-18% lifandi fæddra lamba á einstökum búum fái fósturmóður. Oft og tíðum getur flækjustigið því orðið hátt og mikilvægt að skráningar og utanumhald endurspegli það. Einnig má benda á að þetta eru oft „verðmæt“ lömb í ræktun þar sem þau eru oftast undan frjósömustu ánum. Þar sem margir koma að sauðburðarvinnunni bætist enn við áskorunin af því að allar skráningar skili sér örugglega á miðlægan stað, gjarnan inn í gulu vorbókina eða beint inn í fjárvís.is ef rafrænar skráningar fara fram í rauntíma. Þar sem rafrænar skráningar fara fram í rauntíma er auðvelt að setja fósturmóður eða breyta fósturmóður beint inn í örugga vistun í vorbókinni í Fjárvís en til þess þarf þó nokkra tæknivæðingu. Mæla má með því að hafa tvöfalda skráningu fyrir reglu, til dæmis að skrá bæði hjá blóðmóður og fósturmóður í gulu bókina eða bæði í síma og á töflu sem tekin er mynd af með reglulegum hætti. Þó skráningin gleymist á öðrum staðnum er ólíklegra að hún gleymist á báðum stöðum. Eitt af því sem mögulegt er að nota til að auðvelda utanumhald um lömb sem vanin eru undan er að hafa aukanúmeraröð til að merkja þau strax. Þá er best að geyma saman skráningabók, penna, númer og töng, skrifa aukanúmerið og smella í lambið um leið og það er tekið undan. Í hitt eyrað fær þá lambið númer inni í númeraröðinni við hlið systkinis ef um það verður að ræða. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þau lömb sem eru tekin undan strax og sett á munaðarleysingjaheimili þar til tækifæri kemur til að venja þau undir aðra móður. Gott skipulag borgar sig Eftirlit og umhirða á sauðburði þarf eftir fremsta megni að fara eftir föstu skipulagi. Það minnkar líkur á að nauðsynleg verk verði útundan eða að eftirlit fari ekki fram tímanlega til að grípa bráðatilfelli sem leiða til affalla. Engin ein regla um skipulag getur hentað öllum búum en hvert bú þarf að setja niður sitt skipulag og allir sem koma að vinnunni þurfa að vera upplýstir um hvert þeirra hlutverk er. Þá þarf skipulag að taka mið af því að uppfylla grunnþarfir bæði manna og dýra fyrir hvíld og fóður. Sem dæmi um það má nefna að láta eftirlitsferðir á einstaklingsstíur fara fram þegar hvort sem er styttist í tilfærslur, þrif eða gjafir en hafa eftir föngum tímabil strax eftir slíkt þar sem ró er á svæðinu sem einstaklingsstíur eru til að tryggja nægilegan áttíma og jórturtíma/hvíld. Mikilvægt er að sníða vinnuskipulag og skipulag í fjárhúsum saman. Þá er gott að hafa í huga að gönguleiðir séu greiðar og stuttar til að spara sporin og orkuna í mannskapnum. Stutt þarf að vera og auðvelt að nálgast þau hjálpartæki og tól sem nýtt eru við sauðburð, til dæmis við burðarhjálp, þrif og svo framvegis. Í stórum fjárhúsum er ágætt að hafa fleiri en eitt sett af mest notuðu hlutunum. Sömuleiðis má nefna að hafa saman þær ær sem fljótlega eiga að bera eða báru á svipuðum tíma til að auðvelda eftirlit. Gott er að hafa ákveðið rými, helst þar sem umgangur er mikill, fyrir sjúkrastíur og stíur til að venja undir þar sem eftirlit þarf að vera enn þá tíðara en reglubundið eftirlit. Nauðsynlegt er að hafa burðareftirlit með óbornum ám sem ekki eru komnar í virkan burð með að minnsta kosti tveggja klukkustunda fresti skv. spurningakönnun meðal sauðfjárbænda. Þeir bændur sem nefndu þá tíðni voru með minni afföll en þeir sem höfðu lengra á milli eftirlitsferða. Þegar burður er hafinn þarf að þétta eftirlit með því að allt fari eðlilega fram en gæta þess að ær hafi næði þegar allt er eðlilegt þar sem ónæði getur tafið burðinn og gert vandamálaburð úr annars eðlilegum burði. Eftirlit á fyrstu 36 klst. eftir burð þarf að vera nokkuð þétt. Fyrst þarf að hafa eftirlit með því að lömb hafi komist eðlilega á fætur og á spena helst innan klukkustundar. Næst tekur við eftirlit með því að ærin jafni sig eðlilega eftir burðinn, gangi sér til fóðurs og með því að lömb sýni ekki einkenni slefsýki. Misjafnt er eftir eðli og alvarleika slefsýki hversu þétt það eftirlit þarf að vera en víðast þarf það að vera á 3-6 klukkustunda fresti. Þá þarf að athuga hvort lömb eru blaut á höku, löt eða hafa loftþaninn kvið. Í flestum tilfellum koma einkenni slefsýki ekki fram fyrr en eftir 4-6 klst. og hættan er sömuleiðis liðin hjá eftir 1-2 sólarhringa frá burði. Eftirlit eftir að 36 klst. eru liðnar snýst um aðrar sýkingar eða sjúkdóma hvort sem er lamba eða áa og hvort ær éta vel og hvort framför lamba er eðlileg. Þá má lengja á milli eftirlitsferða en reglubundið eftirlit borgar sig allan tímann sem fé er á húsi og þar til því er sleppt. Guðrún Hildur Gunnarsdóttir, Guðfinna Harpa Árnadóttir, Árni Brynjar Bragason og Eyþór Einarsson. Rólegheitafæðing í burðarstíu. Vönduð og fagleg lögmannsþjónusta með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Hvolsvelli. Helstu réttarsvið: Félagaréttur, eignaréttur, samningaréttur, orkuréttur, erfðaréttur, gjaldþrotaréttur stjórnsýsluréttur o.fl. Yfir 30 ára reynsla af lögmannsstörfum. Helgi Jóhannesson, lögmaður  helgi@lr.is  Sími 849-0000 Borgartúni 25, Reykjavík  Austurvegi 4, Hvolsvelli  Sími 515-7400 LÖGMANNSÞJÓNUSTA VARAHLUTIR OG BÍLAVÖRUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI BÆJARHRAUNI 12 220 HAFNARFIRÐI S. 555 4800 Hafnargata 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200 Furuvöllum 15 600 Akureyri S. 535 9085 Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244 STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 REYKJAVÍK S. 535 9000 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.