Bændablaðið - 27.04.2023, Side 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023
Norðmenn hafa ræktað Aberdeen
Angus í 65 ár og í dag eru þar
nærri 1.700 kýr ættbókarskráðar.
Samtals eru um 9.800 kýr sem má
kalla Angus en til þess þurfa þær
að vera a.m.k. 75% Angus.
Norskir bændur hafa stundað
markvissa ræktun í fjölda ára og
eru útlitsdómar og ómmælingar
á bakvöðva notaðir til að velja
ásetningsgripi eins og þekkist úr
sauðfjárræktinni hérlendis.
Árið 2017 voru Aberdeen
Angus fósturvísar fluttir hingað til
lands frá Noregi. Síðan þá hefur
erfðaefni úr þeim verið í dreifingu
með sæðingum en einnig hafa verið
seldir lifandi gripir og fósturvísar
frá einangrunarstöð Nautís.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
hefur fengið fyrirspurnir um dóma
og ómmælingar á lifandi gripum sem
koma út úr þessari ræktun og því
lögðu tveir ráðunautar RML land
undir fót og fóru til Noregs að læra
meira um ræktunarstarf Norðmanna.
Útlitsdómur svipaður
og í mjólkurkúm
Útlitsdómurinn minnir mikið á þann
dóm sem notaður er hérlendis á
mjólkurkýr. Ákveðnir eiginleikar eru
metnir á skalanum 1-9 en breytilegt
hvaða gildi er best og er skalinn
ólíkur milli kúakynja. Í töflu 1 má
sjá hvaða eiginleikar eru dæmdir og
hver er besta einkunnin fyrir hvern
eiginleika hjá Angus kyninu.
Fæturnir eru undirstaða gripsins
og því er lagt mikið upp úr því að
þeir séu í lagi. Samkvæmt Kristian
Heggelund, ábyrgðarmanni ræktunar
hjá TYR, á ekki að nota gripi í
ræktun sem skora lágt í eiginleikum
fyrir fætur. Ástæðan er sú að það
hefur áhrif á endingu gripanna og
getu nauta til að stökkva, ásamt getu
kúa til að standa undir nautinu við
beiðsli. Þá eru staða hækla og halli
klaufa mikilvægir eiginleikar sem
hafa mikil áhrif á heildarmat og geta
valdið því að glæsilegur gripur fari
ekki í ræktun.
Bakvöðvi er mældur meðfram
hryggjasúlunni milli 13. rifbeins
og mjaðmarhorns (mynd 1). Þegar
komin er mæling á vöðva og fitu
spáir hugbúnaður í ómtækinu til
um fitusprengingu í vöðvanum. Hjá
góðum Angus nautum er æskilegast
að hún sé yfir 3%. Fitusprenging
hefur mikil áhrif á kjötgæði og er
æskilegast að kjötið sé vel fitusprengt
því þá er það bragðmeira, safaríkara
og meyrara. Hátt arfgengi er á þykkt
bakvöðva, fitu og fitusprengingu og
því eiginleikar sem gott er að skoða
í ræktun.
Kristian sá um skipulag
heimsóknarinnar til Noregs og
byrjaði ferðin á nautastöðinni Staur
skammt utan við Hamar. Þar voru
24 naut sem biðu dóms en alls voru
80 naut af Charolais, Simmental,
Hereford, Limosín og Angus kyni
í fjósinu. Nautin eru tekin inn á
nautastöð við 230 daga aldur og
fara í tilraun þar sem vaxtargeta
og fóðurnýting er mæld í 147
daga. Í lok tilraunar eru öll nautin
byggingarmæld, ómmæld og þeim
gefinn útlitsdómur.
Fyrir hvert kyn eru ákveðin
viðmiðunargildi fyrir þá eiginleika
sem eru skoðaðir, m.a. hæð,
brjóstdýpt, breidd mala og ummál
pungs. Sé nautið undir viðmiðum
við mælingar er það mælt aftur 14
dögum seinna til að tryggja að hann
sé nógu þroskaður fyrir sæðistöku.
Naut undir viðmiðum eru tekin úr
tilrauninni. Eftir dóm og mælingar
á Staur eru sæðinganautin valin en
nautin sem ekki fara í sæðistöku eru
flest seld á uppboði nema þau sem
fá falleinkunn fara í slátrun. Naut
sem tekin eru í ræktun þurfa að
fá yfir 5 í heildareinkunn og vera
innan viðmiða í byggingamælingum.
Oft eru það fæturnir á nautunum
sem gerir lokaútslagið, en það er
lagt mikið upp úr því að fótstaða
og halli klaufa séu rétt og nautin
hreyfi sig rétt. Annar eiginleiki
sem er afar mikilvægur í norska
ræktunarstarfinu er skap gripanna.
Sýni nautin frávik í skapi, séu
ógnandi eða hættuleg í hegðun, eru
þau ekki sett í ræktun og ef þau eru
hættuleg manninum á nautastöðinni
eru þau tekin úr tilrauninni. Það
gerist þó afar sjaldan. Séu efasemdir
um skap eru nautin atferlisprófuð
áður en ákvörðunin er tekin.
Heimsókn hjá Høystad Angus
Eftir þjálfun RML starfsmanna
á Staur var farið með Kristian að
dæma ársgömul naut og kvígur hjá
Svein Eberhard Østmoe, eiganda
Høystad Angus og formanni
Norsk Angus félagsins. Svein er
mikill ræktunarmaður og hefur
verið öflugur í notkun sæðinga
og fósturvísa og má rekja nokkur
íslensk Angus naut til hans bús.
Aðstaðan á búinu er einföld með
heimagerðri rétt og rekstrarhring
að einföldum tökubás (Mynd 2).
Gripirnir voru greinilega vanir að
fara inn í hringinn og voru þeir allir
mjög rólegir. Í mínus 20 stiga frosti
undir hálfþaki sáu starfsmenn RML
um að ómmæla alla 48 gripina en
Kristian sá um útlitsdóminn.
Fita og vöðvi eru ekki mæld á
staðnum eins og í lambadómum
hér á landi, heldur inni á skrifstofu
þar sem niðurstaðan er meðaltal
tveggja mynda sem tækið geymir
fyrir hvern grip. Þegar dómurinn
og mælingarnar eru komin inn í
skýrsluhaldsforritið er bændum send
KORNHORN RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS
Nýlega undirrituðu Land-
búnaðarháskóli Íslands (LbhÍ)
og matvælaráðuneytið (MAR)
samning um kynbætur á byggi
fyrir íslenskar aðstæður.
Samningur-
inn markar í
raun tímamót
þar sem hlé
hefur verið á
kornkynbótum
frá því Jónatan
Hermannsson
kornkynbóta-
maður fór á eftirlaun. Enn njótum
við góðs af því merka starfi og
af þeim efnivið sem hann skildi
eftir sig. Samtals hafa átta yrki
komið úr því verkefni, helst ber
að nefna hinn sexraða Smyril og
hina tvíraða Kríu. Nýr samningur
felur í sér samstarf LbhÍ við
Lantmännen, sænskt fyrirtæki í
eigu bænda, sem meðal annars
stundar kynbætur á plöntum. Þetta
er nýtt samstarf af gömlu meiði.
Lantmännen og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
(RALA), síðar LbhÍ, áttu í
samstarfi um plöntukynbætur og
sérstaklega bygg fyrir tilstuðlan
Þorsteins Tómasonar, fyrrverandi
forstjóra RALA.
Verkefnið byggði á
samstarfi við Lars Gradin,
fyrrverandi tilraunastjóra og
byggkynbótamanns í Lännäs í
Norður-Svíþjóð. Sem dæmi má
nefna yrkið Judit frá Lars sem
hefur lengi verið vinsælt meðal
íslenskra bænda. En Lars fór
nýverið líka á eftirlaun.
Í ljósi þessara tímamóta var
ráðist í að endurskipuleggja
kynbótaverkefnin hjá Lant-
männen. Innleitt var erfða-
mengjaúrval og byggð
kynbótahvelfing með stuðningi
sænska ríkisins. Vegna hins
árangursríka samstarfs gafst
okkur tækifæri á að taka þátt í
hinu nýja kynbótaverkefni og
með fjármagni MAR hafa fyrstu
foreldralínurnar úr íslenska
byggkynbótaverkefninu verið
sendar í kynbótahvelfinguna í
Svalöv í Svíþjóð. Þar verða til á
bilinu 10-20 þúsund einstaklingar
árlega, allir erfðagreindir, sem fá
sitt kynbótamat byggt á erfðaspá.
Eitt þúsund bygglínur úr kynbóta-
hvelfingunni munu koma til
Íslands strax næsta vor til prófunar
og bætingar á erfðaspálíkönum.
Breyttar áherslur verða einnig
á eiginleikum og vægi þeirra
fyrir íslenska byggið. Uppskera,
rúmþyngd og þurrefnishlutfall
vega þyngst. Hæð byggs mun
einnig fá sinn sess, en það er
mitt mat að byggstráið sé of langt
við okkar aðstæður. Þess skal
samt geta að kornbændur hafa
hafnað dvergvöxnum yrkjum.
Hin ákjósanlegasta hæð er enn
til rökræðu. Mikilvægt er að ná
virku samráði við bændur um
þessa eiginleika og vægi þeirra
í kynbótum. Stofnun fagráðs í
jarðrækt með það hlutverk að
ræða kynbótamarkmið gæti orðið
hinn virki samráðsvettvangur.
Hagkvæmni byggkynbóta
fyrir búgreinina eru ótvíræð og
skynsöm fjárfesting hins opinbera.
Hin nýja tækni mun enn fremur
efla erfðaframfarir í kynbótum
með styttra kynslóðabili og auknu
öryggi í úrvali. Akademískur arður
af verkefninu er einnig talsverður
þar sem norrænt samstarf mun
eflast fyrir vikið, staða LbhÍ
verður sterkari og aðgengi að
alþjóðlegum samkeppnissjóðum
mun aukast með tilkomu fastrar
fjármögnunar í kynbótum.
Ljóst er að eftirvæntingin er
mikil og kröfurnar háar. Vinnan
verður strembin og fátt má út af
bregða til þess að ná tilætluðum
árangri á sem skemmstum tíma.
En þetta verkefni framtíðarinnar
byggir á traustum grunni.
Vegurinn fram undan er beinn
og breiður, bundinn slitlagi og af
herðum risanna er skyggni gott.
Hrannar Smári Hilmarsson,
tilraunastjóri í jarðrækt hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hrannar Smári
Hilmarsson.
Nýtt upphaf
kornkynbóta
Ráðunautar læra búfjárdóma og
ómmælingar holdagripa í Noregi
Starfsmenn RML að störfum við ómmælingar á Høystad Angus. Mynd / Í eigu Sveins Eberhard Østmoe
Linda Margrét
Gunnarsdóttir.
Ditte Clausen.
Besta einkunn 5 7 7 9 8 3 0 7 9 9 9 8 9 9 9 6 5 8 8 5 6 5 0 9
Vægi í % 20 15 15 15 15 15 5 12,5 12,5 12,5 12,5 12,5 12,5 12,5 12,5 15 15 13 13 13 13 13 5 100
Yf
irl
ín
a
St
æ
rð
H
al
li
m
al
a
M
al
al
en
gd
M
al
ab
re
id
d
Be
in
ab
yg
gi
ng
Fr
áv
ík
sk
óð
ar
Bó
gb
re
id
d
Bo
ld
ýp
t
H
er
ða
rb
re
id
d
Le
nd
Læ
ra
br
ei
dd
In
nr
i l
æ
ri
Læ
ra
dý
pt
Læ
ra
ho
ld
St
að
a
hæ
kl
a
frá
h
lið
H
al
li
kl
au
fa
St
að
ah
æ
kl
a
af
ta
n
frá
Fó
ta
st
ill
in
g
að
fr
am
an
K
la
uf
sa
m
hv
er
fa
K
la
uf
ve
gg
ur
K
la
uff
or
m
Fr
áv
ík
sk
óð
ar
H
ei
ld
ar
m
at
Norsk aberde Skrokkur (vægi 24%) Vöðvafylling (vægi 38%) Fætur (vægi 28%)
en Angus
Væ
gi
10
%
Dómsskalinn fyrir útlitsdóm er frá 1-9 en 9 er ekki alltaf besta einkunnin. Fyrir Aberdeen Angus raðast besta einkunn
fyrir hvern eiginleika og vægi þess í útreikningum á heildarmati eins og sýnt er í töflunni.
Byggyrkjatilraun á Hvanneyri
2022.
Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf.
Stjórn Ferðaþjónustu bænda hf. hefur ákveðið að boða til aðalfundar
fimmtudaginn 11. maí 2023, kl. 10:00.
Fundurinn verður haldinn í Bragganum, Nauthólsvegi 100, 102 Reykjavík.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta.
2. Tillaga um starfskjarastefnu
3. Tillaga um kaup á eigin bréfum.
4. Önnur mál.
Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til
stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar.
Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Tilkynnt verður um framboð
tveimur sólahringum fyrir upphaf aðalfundar á skrifstofu félagsins.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis tveimur vikum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 09:30
á fundarstað.
Reykjavík, 26. apríl 2023
Stjórn Ferðaþjónustu bænda hf.