Bændablaðið - 27.04.2023, Page 63

Bændablaðið - 27.04.2023, Page 63
63Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 skýrsla þar sem gripum eru raðað upp eftir niðurstöðunni frá besta til lélegasta. Ekki er einungis raðað upp eftir ómmælingu og útlitsdómi, heldur teknir með margir þættir s.s. kynbótamat fyrir fæðingarþunga, vaxtarhraði og margt fleira. Allar upplýsingar um gripina koma fram og eru í þessari skýrslu sem er svo aðgengileg öllum í skýrsluhaldinu og notuð varðandi sölu og kaup lífdýra. Sé gripurinn ekki hæfur til undaneldis kemur það skýrt fram á blaðinu hans með rauðum stöfum þannig að það fari ekki fram hjá bóndanum þegar hann velur ásetnings- eða sölugripi. Búfjárdómar á íslenskum Angusgripum Í framhaldi ferðarinnar til Noregs og þjálfunarinnar sem fór þar fram mun RML bjóða bændum að fá starfsmenn RML til að dæma nautgripi af Angus kyni (minnst 50% Angus). Í fyrstu verður aðeins hægt að fá útlitsdóm á gripum en vonandi verður hægt að bæta við ómmælingum í nánustu framtíð. Gripir þurfa að vera á aldrinum 290- 450 dagar þegar þeir eru dæmdir en gott er að miða við um eins árs aldur. Mikilvægt er að hafa aðstöðu í lagi þannig að umhverfi og aðgengi til að dæma gripina sé öruggt. Dómarar hjá RML eru Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir. Þau sem hafa áhuga á að fá útlitsdóm á Angus- gripi til að auðvelda val á ásetningi eða sölugripum er bent á að hafa samband við Ditte Clausen (ditte@ rml.is, s: 5165011). Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Heimasmíðuð aðstaða til meðhöndlunar gripa. Tökubásinn og rekstrarhringur eru undir þaki en annars er aðstaðan opin. VÖRU SKEMMA TIL SÖLU klaustur.is Skemman hefur aldrei verið reist og er seld í því ástandi sem hún er í. Um er að ræða um 540 fm vöruskemmu með gluggum og hurðum, kambstáli og steypustyrktarneti keyptri hjá H. Haukssyni ehf. Skemman verður afhent að Iðjuvöllum 10, Kirkjubæjarklaustri. Skaftárhreppur tekur sér rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Skemman verður seld með öllu því sem henni tilheyrir ásamt teikningum sem liggja fyrir. Skaftárhreppur óskar eftir tilboðum í vöruskemmu sem keypt var til notkunar sem sorpflokkunarstöð. Nánari upplýsingar Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri í síma 842 5800. Tilboð berist fyrir 1. maí nk. Tilboðum skal skilað í lokuðu umslagi á skrifstofu Skaftárhrepps, fyrir 1. maí 2023. Tilboð skulu merkt: Vöruskemma, ásamt nafni bjóðanda og fullu heimilisfangi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.