Bændablaðið - 27.04.2023, Síða 71

Bændablaðið - 27.04.2023, Síða 71
71Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiGLÖGGUR FYLKI FESTA TVEIR EINS MYRKT GRÓP MULDUR AUKA- LEIKARA PATTI JAÐAR KEFLI STARTARI OFSAGT SKYLDIR ÖRLÆTI SKIPTI ÓÞOLANDI ANSI MEÐ ÞRÁÐUR FYRIR- GEFIÐ TÍÐ FÁT HRING- SÓLAR SLITUR STANSAÐ KÚGUN TINDUR TILEFNI ÓLM STUTT- NEFNI AF GÁLEYSI KVK NAFN LEYSI ÆTA SJÚK- DÓMUR HREYKJA GASPUR FÓTA- SKORTUR SKRÍPA- LEIKUR STÍGUR SKÖMM VISNA NOKKUR TRUFLUN YFIR- BRAGÐ KK. NAFN SKORDÝR ÓKYRR FANGI MÖGULEGT VARA TRÉ AUMA KAPPNÓG LANGUR TVEIR EINS MEGNAÐI RENGJA FRÝS ÞANKI PRÓF- GRÁÐA PASSA- SEMI ÖFUG RÖÐ FLJÓTFÆR ÁHALD STRENGUR LITUR BEISKJA H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 195 LITLAUS HLÉ RÓMVERSK TALA MÁLMUR VASKUR TÓMUR ÓMINNI G L E Y M S K A LOSA SVEFN FÚI R O T VÆGUR KRÚS L I N U R RYKKUR SKYLDIR Á T K GÁTU N Á Ð U R FÁEINUM ÁVÖXTUR N O K K R U M K Á STEFNA S HRYGGJA S VERKFÆRI ÖFUG RÖÐ A SNATT GEIT D Ó L VARÚÐ BLETTUR Í RÖÐ LEIKUR R S VÍNANDI Á HRÆRI- GRAUTUR A Ó K Æ R SKEKKJAST RITFÆRI H A L L A S T DROLL KÓGEÐUGUR N Æ R STREÐ JAPLA P U Ð SAMHÆFA TUÐA A Ð L A G AKEMST G R A M E Ð L A AFHENDA G E F A GISTARÁNEÐLA A A RAÐTALA GARMUR A N N A R RÁÐAGERÐ MEIR Æ T L U NTVEIR EINS P HALARÓFA SKAÐI R U N A VÆNT TVÍSTÍGA G O T T NOKKUR HEIGULL F Á Á M Æ L I AFBIÐUR VEFUR H A F N A R DÚDDI TSKAMMIR L E K A SKART ÓTTIST N I S T I TÍÐUM ÖFUG RÖÐ O F THRIPA M I I N S N GERVI R Ó I E T K A T MINNKAR A R FEITI É O N L A Í R AÁ VÍXL BÓKA H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 194 SÖFNIN Í LANDINU www.bbl.is Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett á fallegu safnasvæði við Garðskagavita í Suðurnesjabæ, þar sem víðsýni er til allra átta, fjölbreytt fuglalíf, hafið í sinni síbreytilegu mynd og gönguleiðir með sjónum. Byggðasafnið varðveitir og segir sögu atvinnu- og mannlífs á Suðurnesjum. Safnið er til húsa í fyrrum hlöðu og fjósi vitavarðar á Garðskaga en viðbygging er frá 2005. Menningarminjar er víða að finna í Suðurnesjabæ, m.a. Skagagarðurinn frá 10. öld, á Rosmhvalanesi, sem er gamalt nafn yfir þetta svæði. Vélbáturinn Hólmsteinn GK20, 43 tonna trébátur, stendur við safnið. Vélasafn Guðna Ingimundarsonar og GMC trukkurinn hans hafa mikið aðdráttarafl. Vélasafnið er einstakt og samanstendur af 60 vélum, m.a. gufuvél, sem notaðar voru til sjós og lands, uppgerðum af Guðna og flestar gangfærar. Við hátíðleg tækifæri eru sumar vélarnar gangsettar t.d. 1948 Red Wing Thorobred KK. Trébáturinn Fram, súðbyrtur sexæringur með Engeyjarlagi, smíðaður 1887, er varðveittur á safninu. Súðbyrðingar komust á skrá UNESCO í desember 2021, yfir óáþreifanlegan menningararf. Tveir traktorar eru á safninu, Ferguson árg. 1951 og Farmall Cub árg. 1953. Nýlega var opnuð safnverzlun og móttaka með innréttingum úr Verzlun Þorláks Benediktssonar sem rak verslun að Akurhúsum í Garði frá 1921-1972. Í sama rými er ,,Verzlun barnanna“ þar sem börn geta leikið kaupmenn. Fjósakötturinn skaust á sínum tíma yfir blauta steypu á hlöðugólfinu og sjást greinileg loppuspor, sem við teljum nú gestum trú um að séu eftir hinn séríslenska jólakött. Á safninu eru varðveitt líkön af 14 gömlum húsum úr Sandgerði frá því fyrir 1940 sem Sigurður H. Guðjónsson byggingameistari, Siggi í Báru, smíðaði svo listilega. Örsýningar um ýmis efni eru settar upp reglulega. Munir í varðveislu safnsins eru skráðir í Sarp. is, menningarsögulegt gagnasafn, sem opið er almenningi og einnig ljósmyndasafn sem fer stækkandi. Fimm vitar eru í Suðurnesjabæ og tveir af þeim eru yst á Garðskaga. Annars vegar er það gamli vitinn, byggður 1897, og hins vegar er það „lýðveldisvitinn“, hæsti viti Íslands, sem var vígður 1944 og stendur á flötinni gegnt byggðasafninu. Kort af Reykjanesi er við innganginn á safnið þar sem ferðamenn geta kynnt sér þá fjölmörgu staði sem forvitnilegt er að heimsækja í Suðurnesjabæ og á Reykjanesi. Opið er alla daga kl. 10-17 frá maí til september. Hægt er að panta heimsóknir frá okt. til apríl. Facebook-síða safnsins er mjög virk og hægt að fylgjast þar með viðburðum og fréttum. Frítt er fyrir alla gesti inn á Byggðasafnið á Garðskaga. Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðukona safna í Suðurnesjabæ. Yfirlitsmyndin frá gamla vitanum yfir safnasvæðið. Mynd / Hilmar Bragi Bárðarson Falin perla á Garðskaga

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.