Bændablaðið - 27.04.2023, Page 73

Bændablaðið - 27.04.2023, Page 73
73 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Prjónuð peysa úr Drops Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og gata- mynstri á ermum. DROPS Design: Mynstur ai-438 Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) Yfirvídd: 102 (108) 116 (128) 178 (150) cm Garn: DROPS AIR (fæst hjá Handverkskúnst) 300 (300) 350 (400) 400 (450) g litur á mynd 01, natur Prjónar:Hringprjónar nr 5, 40 cm og 80 cm. Hringprjónn nr 4, 80 cm. Prjónfesta: 17 lykkjur á breidd og 22 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm. Laskalína: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur í sléttprjóni (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (8 lykkjur fleiri). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni á framstykki og á bakstykki og inn í mynstur á ermum. Peysa - stutt útskýring á stykki: Berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður og aukið er út fyrir laskalínu. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón. Berustykki: Fitjið upp 100 (104) 108 (112) 116 (120) lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur í 3 cm, í síðustu umferð í stroffi er fækkað um 2 lykkjur jafnt yfir = 98 (102) 106 (110) 114 (118) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, stykkið er nú mælt héðan. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu og hvert prjónamerki er sett á milli 2 lykkja. Teljið 15 (16) 17 (18) 19 (20) lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 19 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki, teljið 30 (32) 34 (36) 38 (40) lykkjur (framstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 19 lykkjur (ermi), setið 1 prjónamerki, það eru 15 (16) 17 (18) 19 (20) lykkjur á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki). Prjónið síðan sléttprjón yfir lykkjur á framstykki og á bakstykki og 1 lykkju slétt, A.1, A.2, A.3, 1 lykkja slétt yfir lykkjur á hvorri ermi, jafnframt í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – sjá útskýringu að ofan. Í hvert skipti sem A.1 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið 2 mynstureiningar Gaman að vera til Hann Ívar Þór er hress og öflugur strákur frá Egilsstöðum sem á framtíðina fyrir sér í motocrossi. Nafn: Ívar Þór Adamsson. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Egilsstöðum. Skóli: Egilsstaðaskóli. Skemmtilegast í skólanum: Leika við vini og læra stærðfræði. Áhugamál: Vera með fjölskyldunni minni og úti að leika við vini. Tómstundaiðkun: Fimleikar, körfubolti, motocross og skíði. Uppáhaldsdýr: Hundar og kindur. Uppáhaldsmatur: Mjög margt, t.d. grjónagrautur. Uppáhaldslag: Space Jam - Quad city DJ’s. Uppáhaldslitur: Bleikur. Uppáhaldsmynd: Space Jam. Fyrsta minningin: Þegar ég stökk niður af bekknum í fangið á mömmu minni þegar hún var búin að bursta í mér tennurnar. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Mótorhjólaferðalagið með pabba mínum. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Atvinnumaður í körfubolta og motocrossi. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs ERFINGJAR LANDSINS HANNYRÐAHORNIÐ Morgenbris Sweater fleiri af A.2 á breiddina. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 22 (23) 25 (28) 31 (33) sinnum = 274 (286) 306 (334) 362 (382) lykkjur. eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er prjónað áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 23 (24) 25 (28) 31 (33) cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 38 (40) 43 (47) 51 (54) lykkjur (hálft bakstykki), setjið næstu 61 (63) 67 (73) 79 (83) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 (12) 12 (14) 16 (20) nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 76 (80) 86 (94) 102 (108) lykkjur (framstykki), setjið næstu 61 (63) 67 (73) 79 (83) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 (12) 12 (14) 16 (20) lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið þær 38 (40) 43 (47) 51 (54) lykkjur sem eftir eru (hálft bakstykki). Héðan er nú stykkið mælt. Fram-og bakstykki: = 172 (184) 196 (216) 236 (256) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 16 (17) 18 (17) 16 (16) cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40 (40) 48 (52) 52 (56) lykkjur jafnt yfir = 212 (224) 244 (268) 288 (312) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52 (54) 56 (58) 60 (62) cm frá öxl. Ermi: Setjið 61 (63) 67 (73) 79 (83) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 10 (12) 12 (14) 16 (20) lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 71 (79) 87 (95) 103 lykkjur. Haldið áfram með A.2 eins og áður, þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í A.2, eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 31 (31) 30 (27) 25 (23) cm frá skiptingu. Fellið af með sléttum lykkjum. Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.