Gripla - 2022, Page 47
45
1944 og Robert diNapoli 1995). Þau rit sem hér hafa verið nefnd spanna
nokkurra alda tímabil. Ekki eru rök til að ætla að merking tákna hafi breyst
á þeim tíma. Hún var rækilega skilgreind snemma af kirkjufeðrunum og
inngróin í kirkjulega menningu þegar hér var komið sögu. Sama má segja
um hómilíuhefðina.17
Latneskir frumtextar eru sóttir eftir atvikum í Patrologia Latina,
skammstafað PL (Migne 1855) eða Corpus Christianorum (Continuatio
Medievalis eða Series Latina), skammstafað CCCM og CCSL.
Heimkoman
Heimkomusagan er þéttskipuð tölum og öðrum táknbærum atriðum sem
kveikja grunsemdir um að eitthvað búi að baki. Þrjár persónur koma við
sögu: Ásta, Sigurður og Ólafur. Ef textinn er allegórískur, eins og tilgátan
gerir ráð fyrir, má helst búast við að hann hverfist um helgi Ólafs. Þess má
líka vænta að þríeykið megi tengja við biblíulegar persónur og miðlæg guð-
fræðileg hugtök. Textinn er þannig skoðaður út frá tveimur sjónarhornum.
Annars vegar er horft á táknin sér (litir, tölur o.s.frv.), hins vegar á mögu-
lega týpólógíu sem byggir á táknunum og sviðsetningu þeirra.
Hápunktur heimkomunnar er þegar Ólafur rennir í hlað, brunar fram
undir merki sínu með hundrað manna lið. Ásta og Sigurður taka á móti
honum og Ásta leiðir hann til hásætis. Talan eitt hundrað myndi tæpast
vekja eftirtekt ef ekki væri klifað á fleiri táknbærum tölum í hinum stutta
texta heimkomunnar. Beda fræðir okkur um að talan hundrað merki eilíft
eða himneskt líf og bætir við að það sé á hvers manns vitorði.18 Ef um
tólfrætt hundrað er að ræða þá merkir það, skv. Beda, nokkurn veginn hið
sama: Hamingju hinna útvöldu í lífinu framundan (þ.e. eftir uppris-una).19
17 de Leeuw van Weenen (1993) rekur sumar hómilíur Íslensku hómilíubókarinnar langt aftur
í tímann.
18 Holder (1994, bls. 27, einnig bls. 96). Síðar í sama verki segir Beda: „Centum cubitos
longitudinis habet Ecclesia; quia ulnas suas elevat ad bona opera, propter vitam æternam“
[Kirkjan er hundrað álnir á lengd því að hún breiðir út faðm sinn til góðra verka, vegna
eilífs lífs]. (PL91, dálkur 461).” Í öðru riti segir Beda: „Quod uero numerus centenarius ...
magnam perfectionem siue bonae actionis seu spei aut uitae celestis solet insinuare.“ [En
talan hundrað þýðir venjulega mikla fullkomnun góðra verka, vonar eða himnesks lífs]
(Kendall, 2008, bls. 238; CCSL 118A, bls. 162).
19 Connolly (1995, bls. 31, PL91, dálkur 754): „Quapropter apte numero centenario et vicen-
ario magna electorum beatitudo in futura vita designatur.“ [Þess vegna er viðeigandi að talan
HÓ MILÍ UTÁKNMÁL Í H E I M S K R I N G L U