Gripla - 2022, Blaðsíða 49
47
Af þessum dæmum sést hve miklu máli skipti að talan væri rétt. Aðeins
þannig var heimurinn fullkominn, líkt og sköpunarverk Guðs hlaut að
vera.23 Niðurstaðan er sú að í kirkjulegu umhverfi var talan hundrað
þrungin merkingu og í allegórísku samhengi væri hún á viðeigandi stað í
heimkomusögunni. Heimkoman jafnast þá á við komu Krists.24
Sigurður sýr
Eitt af því sem einkennir Sigurð er blár litur hans á akrinum.25 Í riti sínu
um tjaldbúðina segir Beda að blár (hyacinthus) sé litur loftsins og himinsins 26
og sé t.d. viðeigandi tákn fyrir himneska blessun.27 Síður, blár kyrtill táknar
himnesk verk allt til æviloka.28
Stafur Sigurðar hafði hring úr silfri á gylltum silfurhólk. Það er óvenju-
legt að svo greinilegu einkennistákni (e: attribute) sé flaggað í norrænni
frásögn. Við fyrstu sýn mætti ætla að þarna væri komið stöðutákn Sigurðar
sem konungs Hringaríkis. En hvað væri hann að þvælast með það í miðjum
heyskap, ef svo mætti að orði komast, og hví er því lýst svo ná kvæm lega? 29
Tákngildi stafsins rímar við bláan lit klæðanna: Silfur táknar orð Guðs,30
23 Í Elucidarius I 109 er þetta orðað svo, að Guð hafi afráðið að fylla tölu heilagra úr kyni
mannsins (Gunnar Harðarson 1989, bls. 63).
24 Samkvæmt Byrhtferth (við upphaf 11. aldar) er talan eitt hundrað lokatakmark lífsins og
ávísun á eilífa hamingju þess sem fylgir hinum góða vegi og hefur tileinkað sér dyggðirnar
sjö og hafnað löstunum, kynnt sér boðorðin tíu og testamentin tvö, meðal annars allegóríska
merkingu þeirra (Baker og Lapidge 1995, bls. 217).
25 Blár litur í norrænum fornbókmenntum getur verið allt frá blásvörtum yfir í himin-
bláan lit (sjá Wolf 2006). Sjá Sävborg (2017, bls. 117–18) um blá klæði sem tákn í Ís-
lendingasögunum.
26 Holder (1994, bls. 49).
27 „Hyacinthum diximus, quoniam aerii coloris est, coelestium bonorum significationi con-
gruere.“ (PL91, dálkur 428; Holder 1994, bls. 52). „ ... quod hyacinthus spem coelestium
bonorum.“ (PL91, dálkur 460, Holder 1994, bls. 102).
28 „Item tunica talari sacerdos tota hiacinthina vestitur, ut admoneatur opus coeleste non
inchoandum tantummodo, verum etiam usque in finem in eo esse perseverandum omnibus
qui salvi esse voluerint.“ [Presturinn er líka klæddur síðum bláum kyrtli til að minna á að
þeim sem vilja frelsast nægir ekki að byrja hið himneska verk heldur verða þeir einnig
að ástunda það allt til enda.] (PL91, dálkur 475, Holder 1994, bls. 126). Hér táknar sídd
kyrtilsins ævilok, en í miðaldaritum var litið á mannslíkamann sem tímaskala þar sem
fæturnir samsvöruðu ævilokum, sbr. Árni Einarsson (1997, bls. 194).
29 Hallvard Lie (1937, bls. 69) veitir þessu eftirtekt og segir að frásögnin hlaupi öll bókstaflega
út í enda stafsins og nefnir „ritlistarlegan oddbogastíl“ (litterær „spissbuestil“) með vísan í
gotneskan oddboga og áætlað samband hans við skólaspekina.
30 verbum Dei (Beda, PL91, dálkur 457; Holder 1994, bls. 97).
HÓ MILÍ UTÁKNMÁL Í H E I M S K R I N G L U